Bjarmi - 01.11.1929, Blaðsíða 1
XXIII. árg.
1. nóv. 1929
25. tbl.
Til kristniboðsvina.
i.
Samfjelag trúaðra.
I dag, sunnudaginn 22. sept., erum
við stödd um borð á þýsku skipi,
langt austur í Miðjarðarbafí. Við er-
um nýkomin frá samkomu, sem
baldin var í borðstofunni á öðru
farrými skipsins. Við böfum sungið
sálma, sem mörg ykkar kannist við,
þó þeir væru á útlendu máli.
Sænskur kristniboði stje í stólinn og
lagði út af texta dagsins.
Þúsundir manna um alt fsland
hafa um líkt leyti í dag reynt að
sameina liugsanir sfnar um þenna
sama kafla úr guðsspjöllunum, sem
við nú fengum að heyra. f lútheasku
kirkjunni um ailan heim og á
kristniboðs-akrinum viða um heiðin
lönd, hafa prestar og prjedikarar
notað sama texta.
Finst ykkur ekki uppörfandi að
hugsa til þessa mikla mannfjölda »af
alls kyns fólki og kynkvíslum og
lýðum og tungum«, sem þannig er
saman kominn hvern einasta sunnu-
dag, til að hlýða á orðið frá Guði?
— Ef nú þeir, sem lifa vilja án sam-
fjelagsins við Guð, heyrðu lofsöngv-
ana, sem trúað fólk um allan heim
sameinast um, Jesú Kristi til dýrðar,
hvað mundi fremur geta sannfært þál
Er þá hugsanlegt að nokkur mundi
fremur kjósa skammvinnan synda-
unað heimsins en frið og gleði Guðs
barna, eða leita ávinnings í beiminum,
sem að lokum mun reynast einskis
virði, fremur en sigurvinninga trúar-
lífsins?
Einangraða, veiktrúaða Guðs barnl
Er þjer engin bughreysting að því,
að vera þannig í samfjelagi við trúað
fólk um allan heim, og eiga daglega
kost á að sameinast með því i lof-
söng og tilbeiðslu, frammi fyrir aug-
liti Guðs! Finnur þú þá ekki til þess,
að þrátt fyrir vanþroska og margs-
konar ófullkomleika, unir þú þjer
hvergi annarsstaðar en í samfjelagi
Guðs barna? Þar áttu heima. Þar
Dýtur þú þín. þar líður þjer vel. En
hvergi annarsstaðar.
Guð vill ekki að neitt barna sinna
fari á mis við samfjelag heilagra.
Við náum aldrei þeim þroska að við
megum við þvi.
Það skilst manni best i kristni-
boðsstarfinu. Það er ófrávfkjanleg
venja allra kristniboða í Kfna, sem
jeg þekki til, að láta heiðingjana, er
áunnist hafa og notið nokkurrar
kristindómsfræðslu, sameinast á aðal-
stöðvunum á tveggja til þriggja vikna
námsskeiði, áður en þeir taka skírn.