Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1929, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.11.1929, Blaðsíða 6
194 B J A R M 1 F*að er furðanlega hljótt um konur kristniboðanna, en þó hafa margar þeirra verið stórhetjur í vingarði Drottins. Orð Páls postula í Kor. 2 : 4—10 voru vissulega til þeirra, þau eru sönn lýsing á hinni hugprúðu, þolgóðu konu, sem óskelfd þolir þrautir og neyð, og er trú alt til dauða. Kona kristniboðans er fyrsti kenn- arinn og fyrsta hjúkrunarkona heiðnu konunnar. Hún kemur hinni fáfróðu heiðnu systur sinni til hjálpar, hún bendir henni á manngildi hennar og vekur þrá hennar eftir frelsi og lausn undan ánauðaroki heiðninnar. Hún sýnir henni hvað kristin kona á og hvað kristið heimili er. Kona kristniboðans vinnur án af- Iáts, vinnur, þótt hún virðist yfir- buguð at þreytu, vinnur af kærleika og samúð, slítur sjer upp til agna fyrir aðra, til þess að ljetta byrðar og Iýsa þeim, sem eru í myrkri. Störf hennar eru oftast harðvítug viðureign við hversdagslega smá- muni, af þvi að hversdags líf vort er samfeld röð af því, er vjer f dag- legn tali köllum smámuni, og mörg- um hættir við að virða þó að vett- ugi. En eru það ekki einmitt þessir »smámunir«, sem upplita hárið og beytja bakið? Störf konunnar hverfa jafnaðarlega sýnum fjöldans, en Hann, sem sjer hvað í leyndum fer fram, leggur blessun sina yfir alt fórnarstarf, sem unnið er í hans nafni. Árið 1900 var haldið kristniboðs- þing í Nt-w York, þar voru mættir 400 kven-kristniboðar, auk fjölda margra fulltrúa frá kristniboðsfjelög- um kvenna. — Og árið 1910 var samskonar þing haldið í Edinborg. Þangað komu kven-kristniboðar úr öllum áttum. Mátli þar líta sýnishorn af breytingu þeirri, sem orðin er á stefnu og starfi kvenna frá því er áður var. Og þó eiga kristnar konur eftir að inna af hendi aðal-hlutverk sitt í kristniboðsstarfinu — meira en 400 milljónir kvenna hafa ekki heyrt enn fagnaðarerindi Jesú Krists. Meira en 400 milljónir kvenna lifa enn f myrkri heiðninnar og undir oki Islam’s. Á kristniboðsþinginu í New York var komist þannig að oröi: »Rúmlega helmingurinn af mæðr- um í heiminum eru innilokaðar, fyrirlitnar og fjötraðar í villu og van- þekking. En á meðan að mœðurnar í Asiu og Afriku eru vafðar viðjum syndar og villu, þá eiga synirnir sjer ekki viðreisnarvon. Staða konunnar her vott um ástand þjóðanna«. — Svipuð orð voru töluð á kristni- boðsþinginu í Edinborg 1910, og sannleikur þeirra orða endurtekur sig í sorglegri alvöru. Pess vegna er sjerhver kristin kona kölluð til starfa fyrir fagnaðarerindi Drottins á meðal heiðingja. Það er sannreynt að konan kemur þar mestu til leiðar í starfinu fyrir konur, bæði á meðal heiðingja og Múhamedstrúarmanna. Það er því mjög alvarleg spurning, sem beint er að kristnum konum: »Með hverju styður þú kristniboð? Hvernig stuðlar þú að því, að fagn- aðarerindi frelsara þins nái til kyn- systra þinna í heiðnu löndunum?« Og að lokum: Er ekki kominn tími til þess að íslenskar konur, al- ment, sinni siðustu fyrirskipun frels- ara vors, er hann segir: »Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, og skírið þær til nafns föðurins, sonarins og hins heilaga anda«.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.