Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1929, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.11.1929, Blaðsíða 4
192 B JAR M1 hefir »Trier« farið yfir Miðjarðarhafið endilangt, frá Gibraltar til Port Said. En þaðan erum við fullan mánuð á leiðinni til Shanghai í Kína, þótt haldið sje viðstöðuluust áfram. — En þegar þangað er komið, er ekki óliklegt að við höfum fengið efni í annað ferðasögubrot. Ritað um borð í s/s »Trier«, 21. sept, 1929. Óla/ur Ólafsson. Andleg starfsemi kvenna. Eftir Ouðrúnu Lárusdóttur. Niðurl. ______ Áhugi norskra kvenna og starfs- þrá fór sivaxandi. Þannig er sagt frá konu nokkurri, Lovisu Olsen að nafni. Hún var mjög heilsulítil, þjáð- ist aí illkynjaðri gigt. Fátæk var hún og hafði ofan af fyrir sjer og aldr- aðri móður sinni, með barnakenslu. En hún var áhugasöm um trúmál og bar kristniboð mjög fyrir brjósti, og start'aði fyrir það á margvíslegan hátt, bæði á meðal fullorðinna og barna. Litlu skólastofuna sina not- aði hún i öllum tómstundum sínum, til þess að halda þar málfundi með konum úr ýmsum fjelögum. Sagði hún þeim frá kristniboði og hvatti þær til þess að styrkja starfið. Hún bar móðurlega umhyggju fyrir kristni- boðunum og annaðist nauðsynjar þeirra af fremsta megni, og er það furðanlegt hvað henni og starfssystr- nm hennar varð ágengt. Það er góð sönnun þess, hverju einbeittur vilji og áhugi fær til vegar komið. Lovisu hugkvæmdist meðal annars að kristniboðs-starfseminni yrði betur og fjórði hlutinn hvítur, en ekki beinlínis neinn úrvalslýður, Ritstj, ágengt, ef fjelögin eignuðust skip, sem siglt væri landa og hafna á milli í kristniboðserindum. Ekki hafði Lovisa heyrt minst á það einu orði, að þessháttar skip væru til, en hún átti heima i Björg- vin, og var daglega sjónarvottur að hinum mikla skipafjölda, er sigldu frá landi og að, með varning af ýmsu tægi, og spurningin vaknaði: »Væri það ekki gott fyrir kristniboðs- starfsemina að eiga skip?« — Lovfsa hugsaði sjer skipið, albúið, færandi Guðs orð á fjarlæga afskekta staði, fullfermt af blessun kristnihoðsins. — Lovísa var sjálf bláfátæk stúlka, en hún reiddi sig algerlega á Drottin, hún vissi að hann er ætið nógu rikur. Hún sagði móður sinni, fyrstri manna, frá skips-hugmynd sinni, og að hún hefði lagt málefnið fyrir Drottin. Gamla konan opnaði þá kistuhandraðann og tók upp skín- andi fagran silfurdal og sagði: »Þenna skilding skaltu fá, daginn, sem skipið þitt hleypur af stokk- unum«. En Lovísa svaraði: »Gefðu mjer hann beldur strax, mamma. Láltu hann verða fyrsta peninginn, sem lagður er til skipsins«. Og gamla konan fjekk dóttur sinni silfurdalinn, hálftreg að vfsu, af þvi að peningurinn. var minnisgjöf frá góðum vini látnum. Daginn eftir vildi svo einkennilega til, að Lovísu var sent kristniboðs- rit, þar sem sagt var frá þýsku kristniboðs-skipi, sem hjet »Kan- dake«, og styrkti það ákaflega mikið trú hennar á fyrirtækinu. Hún skrifaði því næst vini slnum i Englandi og bar málið undir hann; samskonar brjef skrifaði hún til trú- boðsstöðvanna, og fjekk úr báðum stöðum hvetjandi brjef, sem glöddu

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.