Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1929, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.11.1929, Blaðsíða 5
BJARMI 193 hana og styrktu áform hennar. — Þessu næst fór hún á fund starfs- systra sinna og bað þær að leggja sinn skerfinn hver til hins væntan- lega skips. Þær gerðu það með glöðu geði, án þess þó að sagt verði að þær hefðu allar mjög sterka trú á þessu fyrirtæki; svo söfnuðust smátt og smátt smá fjárupphæðir, hingað og þangað, og einhverju sinni bætt- ust 100 silfurdalir við í einu, þeir voru sendir í nafniausu brjefi, með áritun Lovísu, og má nærri geta hve glöð hún varð. Voru nú komnir inn rúmir 200 dalir, og þótti þá Lovísu mál til komið að fá öðrum málið i hendur. Fór hún þá til sóknarprests- ins, sagði honum málavöxtu og bað hann um að hrinda málinu lengra áleiðis. Hún fjekk honum 200 dalina og sagðist álíta málinu betur borgið í höndum hans; hún vonaði að skip- ið yrði fullgert innan 3 ára. »Því að þá hefir deild í kristniboðs-skólanum lokið námi sínu, og kristniboðarnir þurfa að fara með gufuskipi, þar sem þeim líður vel á löngu og erfiðu ferð- inni«. Presturinn tók vel undir mála- leitun hennar, og lofaði að styrkja það eftir mætti. Kristniboðstjelögin hjeldu aðalfund sama árið, 1864. Prem árum siðar lá skipið albúið á höfninni í Björg- vin. Lovísa Olsen þakkaði Guði af hrærðu hjarta. »Jeg hugsaði ekkert um allar þúsundirnar, sem það kost- aði«, sagði hún. »Jeg hugsaði um það eilt, að ef Guð sæi að við þyrft- um á svona skipi að halda, þá mundi hann gefa okkur það, eins og orðið hefir«. Konur urðu þess brátt áskynja, að með engu móti gátu þær aukið betur kristindómsáhuga og kristni- boðsþekkingu úti um landið, en með blaða útgáfu. Tóku þær því að halda úti blaði, sem þær nefndu: »Kristni- boðsblað kvenna«. Gerðust margir kaupendur að því og jókst þannig kristniboðsþekking á meðal almenn- ings. Blaðinu stýrði frú Bolette Gjör, mikilhæf kona og vel pennafær. Alt til þessa höfðu konur þær, sem gerðust kristniboðar, orðið að afla sjer þekkingar af eigin ramleik; en karlmenn þar á móti stundað nárn á kristniboðsskóla, árum saman, með styrk kristniboðsvina i landinu. Konurnar, sem voru orðnar kristni- boðar, höfðu þegar rekið sig á það, að þekkingarskortur þeirra varð starfinu til tálmunar á ýmsan hátt. Þær sendu því konum heima fyrir eindregna áskorun um að hefjast handa, og sjá kven-kristniboöum sfnum fyrir meiri og betri þekkingu en verið hefði. Nefnd var kosin til þess að ræða og íhuga málið, og til- lögur nefndarinnar voru birtar í »Kristniboðsblaði kvenna«. Ritaði frú Gjör og ítarlega um málið, sem hver- vetna var tekið tveim höndum. Og öll kristniboðsfjelög kvenna um ger- vallan Noreg komu sjer saman um að stofna sjerstakan sjóð, til þess að styrkja kven-kristniboða til náms. Afleiðingin varð kristniboðsskóla- stofnun fyrir konur. Stóðu konur þá mun betur að vígi og voru miklu betur undir starf sitt búnar, eins og gefur að skilja. Ekki voru það þó ógiftu konurnar, heldur þær giftu, sem urðu braut- ryðjendur kristniboðsins. Þær fóru með kristniboðunum, eiginmönnum sinum, og lögðu þannig fram dýra fórn, yfirgáfu ættland og vini og lögðu hart á sig, engu siður en kristniboðarnir. Þær urðu að þola margvfslegar þrautir, sem að jafnaði biðu brautryðjenda, ekki síst þeirra, sem sá Guðs sæði í akurlendi heiðn- innar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.