Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1931, Síða 7

Bjarmi - 01.04.1931, Síða 7
B J A R M I 55 þar sem lúterskar kirkjur eru, og töldust þeir fulltrúar 100 miljóna lútherskra manna um allan heim. Vió aðalsamkomuna var öll játning'in lesin í dómkirkjunni, og þótti mikið til koma, því að öllum kom saman um, að það væri rjett mælt er ritstjóri tímaritsins »Pastoralblátter«, Erik Stange í Kassel- Wilhelmshöhe, sagði i erindi sínu 25. júní: »Samtímis 4 alda minning Ágsborgar- játningar fer fram stórmerk endurnýjun trúarreynslu sióbótarinnar, fyrst og fremst innan hinna gömlu siðbótarkirkna Mið- Evrópu, en þar næst berst hún einmitt nú miklu víðar, út um allan heim«. Freistandi væri, ef tími væri til, að þýóa hjer kafla úr mörgum ræðum, er merkustu menn evangeliskrar kristni fluttu þessa daga í Ágsborg. Mintist þar enginn á »tjóðurband« nj^ aðrar vantrúar- öfgar, en hitt þótti vel mælt, er dr. Rend- torf, prófessor í Leipzig sagði í endalok snjallrar ræóu sinnar: »Oss ber að sýna Ágsborgarjátningu ein- mitt nú sömu trúmensku og kærleika og kom fram í orðum Georgs markgreifa frá Brandenborg við Karl keisara V. árið 1530. Hann sagði: »Fyr mundi jeg falla hjer á knje og láta höggva af mjer höfuð- ið, en að jeg sneri mjer frá Guðs orði«. — Annað lítið sýnishorn má nefna, til að sýna þann anda, sem nú ríkir meðai fremstu manna lúters-krar kristni í öór- um löndum: »Generalinspector«, Albert barón Rad- vansky, formaóur sendisveitar frá lút- erskri kirkju Ungverjalands, mælti svo meóal annars á einum hátíðafundinunr i Ágsborg: »Á sunnudaginn var (22. júní) kölhrðu kirkjuklukkurnar til dýrðlegrar hátíðar, eða Jrakkarguðsþjónustu í öllum lúthersk- unr kirkjum Ungverjalands. Fagnaðar og þakkarsöngvar hálfrar miljónar evangel- iskra Ungverja runnu þar saman við fagn- aðar og þakkarsöngvana, senr stigu til hæða frá öllum lúterskum kirkjum þessa lands og víða um heim. Heima í nrínu landi eru söfnuðir vorir nefndir »evangel- isk-kristnir nrenn Ágsborgarjátningar«. Vjer könnunrst vel vió og tökum glaðir á oss þá ábyrgð, er svo góðu nafni fylgir, engu síður en feður vorir og forfeóur. Kirkja vor hefir staðið og stendur enn örugg á grundvelli þessarar játningar. I hennar anda þroskuðust þær kynslóðir, sem ólu upp píslarvottana, er heldur kusu ofsóknir, báldauða, hræðilegan galeiðu- þrældóm og fallaxir böðlanna en aó svíkja hinn evangeliska sannleika«. Vinir mínir! Tími píslarvottanna er ekki liðinn enn. Enn í dag eru lönd, þar sem alskonar ofsóknum í orði og verki er beitt gegn trúbræðrum vorum, og engin undan- komuvon, ef þeir vilja ekki afneita Jesú Kristi. En enn í dag skifta þeir þúsund- um, sem heldur þola smán og hungur og kvalafullan dauða, en að sleppa trúarjátn- ingu sinni, hætta að játa Jesúm Krist sem hinn eina frelsara syndugra manna. Þegar jeg hugsa um það, finst mjer hræðilegt aó menn, sem aldrei hafa neinu fórnað fyrir trú sína, skuli tala með gá- leysi og fyrirlitningu um játningu trúar vorrar. ' Pað ber ekki alt upp á sama daginn. Þótt vantrú hreyki sjer sumstaðar í dag og þykist geta boðið Kristi á hólm, koma síðar reikningsskapardagar bæði fyrir einstaklinga, kirkjufjelög og þjóðfjelög, og Drottinn himins og' jarðar lætur ekki að sjer hæða lengur en honum þöknast. Varajátning er til lítils nýt, en af gnægó hjartans mælir munnurinn; og er vjer elskum frelsarann, verður oss ljúft að játa það, og' jafnframt þroskast sú ein- urð að segja skýrt og greinilega við þá, sem svívirða hann: »Þjer eigið enga sam- leið með oss«. S. Á. Gíslason. »<S>«

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.