Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.09.1931, Qupperneq 4

Bjarmi - 01.09.1931, Qupperneq 4
r 132 B J ARMI Samkomuhúsið Betanía. Niðurl. En jafnframt varó þaó til þess, aó árió 1905, er jeg- dvalcli um 4 mánuði ytra, þá g-at jeg um vió ýmsa áhugamenn innra og ytra trúboós, hvaó illa vjer værum setrir, sem ekkert trúboóshús ættum í Reykjavík. Safnaóist þá nokkurt fje til þess hjá vin- um mínum dönskum og norskum. Kom jeg sjálfur heim með rúmar 900 kr. og nokkuð meira kom seinna sjerstaklega aó tilhlutun sr. Magnúsar Magnússonar, sem þá var í Nörre Omme á Jótlandi. Til þess að flýta fyrir málinu, fjekk jeg 3 kristileg fjelög, — Trúboðsfjelag kvenna, Hvíta bandið og Kristilega safnað- arstarfsemi — til að kjósa nefnd til að safna fje til trúboðshússins, við kölluóum það raunar »safnaðarhús« í áskorun um styrk, sem sett var í Kirkjublaóið, líklega í þeirri von, aó þá yrði fremur gefið til þess. »Trúboð« var ekki beinlínis vinsælt á þeim árum! Ellefu karlar og konur urðu í þessari nefnd og- eru þeir allir enn á lífi nema tengdafaðir minn. Áskorunin, sem Nýtt Kirkjublað flutti í apríl 1906 bar engan árangur, og í samskotabauka, sem gerðir voru, kom svo lítið hjer í bæ, að það fór 2 eða 3 kr. fram úr kostnaði við baukana! Hins vegar tóku Vestur-lsiend- ingar ágætlega við þeirri áskorun, sem nefndin setti í Sameininguna. Sra Jón Bjarnason og frú Lára kona hans studdu málaleitun vora prýóilega, enda þótt sumir niðurrifs menn þar vestra legóu þetta alt út á versta veg. Að vestan komu rúmar 2000 kr. og alls var hússjóðurinn rúmar 5000 kr. þegar öllum samskotum hætti til hans, — með- fram af því að við litum ýmsir svo á, að eins og trúmálum var þá háttaó í Reykja- vík, væri ráólegast að nota sama húsið sem miðstöð allrar sjálfboðastarfsemi að trú- málum innan safnaðarins. K.F.U.M. átti þá rúmgott hús með 3 fundarsölum, þar sem öll kristileg starfsemi var velkomin. En eftir því sem starfió óx, því meiri var þörf kristniboósfjelaganna fyrir sjer- stakt fundarhús og gamla fjársöfnunar- nefndin var á einu máli meó að afhenda sjóóinn til þessara húskaupa. Aó vísu er húsið eins og það er nú oflítió fyrir fjöl- sóttar samkomur, en þaó ætti ekki að saka, ef kirkjum fjölgar, því aó auóvitaó á að stefna aó því að kirkjan sje það hús, setr. oftast sje notuð við allar kristilegar sam- komur. Hússjóðurinn, sem var víst 5009 kr., beg- ar gjafir til hans hættu fyrir eitthvaó 24 árum, hafði borió svo ágæta vexti í vörsl- um fjehirðis nefndarinnar, Kn. Zimseis, borgarstjóra, að hann var oróinn yfir 16000 kr. vió síóustu áramót, en fleira hafói vax- ió þessi ár, og þá ekki síst fórnfýsi hjer heima fyrir til þessa starfs. Voru húsinu gefnar á 4. þús. kr. meóan verið var að endurbæta þaö, svo aó húsbúnaður er þar í besta lagi. Drottinn gefi að alt þaó, sem best er sagt um Betaníu í Gyóingalandi, megi síó- ar segja um þetta samkomuhús. ------»><=><•--- TriimáMito í BólstaJaMli. Ár 1931, sunnudaginn 16. ágúst, hjelt »Prestafjelagsdeild Skagfirskra og Ilún- verskra presta« almennan trúmálafund í Bólstaðahlíð í Húnavatnssýslu. Fundurinn hófst með guðsþjónustu í kirkjunni, þar sem vígslubiskup sra Hálf- dan Guðjónsson prjedikaði út af texta dagsins, en settur próf. Húnvetninga, sra Björn Stefánsson, þjónaði fyrir altari. Að guðsþjónustunni lokinni var hlje. — P>á komu menn saman í kirkjunni og skýrði prestur staðarins sra Gunnar Árnason frá tilgangi fundarins og stakk upp á fund- arstjóra, vígslubiskupi, sem kosinn var í

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.