Bjarmi - 01.09.1931, Síða 5
BJARMI
133
einu hljóði; vai- þá fundur settur og gengið
til dagskrár.
Á fundinum voru mættir 5 prestar:
Vígslubiskup sra Hálfdan Guðjónsson.
Sra Guðbrandur Björnsson, Viðvík.
Sra Gunnar Árnason, Æsustöðum.
Settur próf. sra Björn Stefánsson, Auð-
kúlu, og- fjölmennur söfnuður.
Fundurinn hófst með því, að sra Björn
Stefánsson innleiddi umræður um kirkju-
rækni. Taldi frummælandi hana víða í
ólagi og myndi fremur hnignandi en hitt,
og örfaði fundarmenn til að taka málið til
rækilegrar umhugsunar og umræðu, sem
til bóta mætti horfa.
Strax að loknu inngangserindi sr. Björns
hóf sra Guðbrandur í Viðvík máls á er-
indi, er hann nefndi: Kirkjan og æskulýðs-
hreyfingin. Mintist ræðumaður sjerstak-
lega á afstöðu æskulýðsins til kirkjunnar
og taldi kirkjunni mikinn vinning að því,
ef ungmennafjelögin, sem nú eru svo út-
hreidd til sveita, rjettu kirkjunni örfandi
hendi og samstarf milli presta og hlutað-
eigandi ungmennafjelaga tækist á kirkju-
legum og kristilegum grundvelli.
Að þessum erindum loknum hófust al-
mennar umræður. Til máls tóku allþ’ við-
staddir prestar auk fundarstjóra. Frá
hendi safnaðarmanna frú Elísabet Guð-
mundsdóttir, Gili í Svartárdal, Sigvaldi
Björnsson, bóndi á Skeggstöðum, Guðm.
Jósafatsson á Brandsstöðum. — Þá gaf
fundarstjóri 15 mínútna fundarhlje.
Að þeim loknum söfnuðust menn aftur
saman í kirkjunni og.fundi haldið áfram.
Flutti þá sra Lárus Arnórsson ítarlegt
og fræðandi erindi um altarissakamentið.
Sýndi fram á, að af trúarleg'um ástæðum
væri ekki ástæða til að fráfælast altaris-
borðið og- í Helgisiðabók þjóðkirkjunnar
nyti athöfnin sín í öllum sínum hátignar-
fulla innileik, með Getsemane og Golgata
í baksýn. —
Um erindið urðu ekki umræður, en
fundarmenn voru snortnir helgum tilfinn-
ingumi undir hinu snjalla erindi.
Þá kvaddi Klemenz bóndi Guðmunds-
son, í Bólstaðahlíð, sjer hljóðs, og lýsti
afstöðu sinni til kirkjunnar frá sjónar-
miði kvekara.
Síðast flutti sra Guðbrandur Björnsson
í Viðvík stutta bæn og sungu safnaðar-
menn sálm 193 í Sálmabók.
Fundarstjóri þakkaði viðstöddu safnað-
arfólki góða fundarsókn, óskaði öllum
blessunar Guðs og að íslenska kirkjan
mætti eflast sem mest.
Fundi slitið.
Hálfdan Guðjónsson. Guðbr. Björnsson.
Fundarskr.
Að afloknum trúmálafundinum var
skotið á stuttum deildarfundi af viðstödd-
um prestum, og var vígslubiskup áfram
fundarstjóri, en sra Guðbrandur í Viðvík
fundarskrifari. Á fundinum var fyrir
tekið:
1. Kosin stjórn fyrir deildir Skagaf. og'
Ilúnavatnssýslu til næstu þriggja ára.
Þessir hlutu kosningu.
Próf. sra Björn Stefánsson, Auðkúlu.
Sra Guðbrandur Björnsson, Viðvík.
Sra Gunnar Árnason, Æsustöðum.
Stjórnin tilnefndi sra Guðbrand í Við-
vík sem formann.
2. Ákveðið var að halda næsta ár al-
mennan trúmálafund um 17. sumarhelgi,
og helst tilnefnt að hafa hann á Miklabæ
í Blönduhlíð. — "
Fleira ekki fyrir tekið. — Fundi slitiö.
Hálfdan Guðjónsson. Guðbr. Björnsson.
-----»:-«*->----
<>jiii'ii-. í jólakveðjusjóð: Kennari í Staðarhr.
10 kr.k sr. II. G. 5 kr.
Til Strandarkirkju: Kona í Skagaf. 10 kr.
Til Hallgrímskirkju I Saurbæ: Ekkja á Akra-
nesi 5 kr.
Til Elliheimilisins í Rvík: Frá Láru 10 kr. (í
júlí), sr. J. F. Djúpavogi 10 kr.