Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1931, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.10.1931, Blaðsíða 4
148 BJARMI Minningarorð. Hognestað biskup var eini Norðurlanda- biskupinn, sem komið hefir til Islands (1926) og einn af fáum, sem íslensku las. Gestrisinn var hann og gagnvart Islend- ingum, sem heimamönnum, i besta lagi. — Á föstudagskvöldum var jafnan »opið hús« hjá biskupnum, og þá oftast margt gesta, sem töluðu engu síður um þjóðernis- mál en kirkjumál, en oftast á landsmáli einu; því unni hann. Hann var fæddur 1866, stundaði kenslu eftir guðfræðisprófið og gjörðist ekki prestur fyr en 1903. Varð kennari í gamla- testamentisfræðum við safnaðarprestaskól- ann 1908, til þess hann var kosinn biskup í Björgvin 1916. Ilann var trúmaður, áhuga- maður og vinsæll í stifti sínu og sístarf- andi, — þótt heilsan væri stórbiluð, — uns hann fjell á götu með brostið hjarta, og andaðist litlu síðar, 1. sept. s.l. Sra Jón Pálsson, prófastur á Höskulds- stöðum, andaðist 18. f. m. eftir langa og stranga legu, 67 ára að aldri. Endurminn- ingar mínar um hann eru flestar tengdar við gestrisni þeirra sra Jóns Pálssonar og frú Margrjetar Sigurðardóttur. Jeg man ekki hvað oft jeg gisti á Höskuldsstöðum á skólaárum mínum og síðar, en altaf var þar vinsemd að mæta og fullri samúð með öllu kristilegu starfi. Hann spurði mig að því í sumar, er jeg heimsótti hann í sjúkra- húsinu á Blönduósi, hvort jeg hefði ekki komið við heima hjá sjer eða ætlaði þang- að, og þótti mjer miður að verða að neita þvi. En hjartanlega samúðarkveðju flytur Bjarmi ekkjunni og börnum þeirra nú. Hann var sonur Páls Pálssonar alþingis- manns í Dæli í Víðidal, vígðist að Hösk- uldsstöðum 1891, fylgdi Holtastaðakirkja með fram yfir aldamót, en síðar kom Hofs- prestakall á Skagaströnd í hennar stað. Voru löng og erfið ferðalög um það presta- kall á vetrum og lítil kirkjurækni, sem sra Jón tók sjer nærri, þótt hann væri mjög orðfár um það. S. Á. Gíslason. ----—•><•> <•—- Heimsókn frá Japan. Niðurl. Viðkomustaðir okkar fyrrihluta laug- ardags 29. ágúst voru Æsustaðir, hjá sra Gunnari Árnasyni og Bólstaðahlíð hjá Klemens Guðmundssyni kvekara. Var margt skrafað og löng viðstaða hjá prest- inum, og þar mættum við hjónunum frá Flögu í Vatnsdal og ekkju Stefáns skóla- meistara. Skagafjörður brosti við oss svipmikill og fagur frá Vatnsskarði, en hins vegar fanst^ oss fátt um fyrstu kirkjuna, sem þar varð á vegi vorum. Jeg verð að segja það alveg eins og mjer finst: Það er til minkunar fyrir Skaga- fjörð og alla kirkju Islands að hafa kirkj- una á Víðimýri í því ástandi sem hún er, alveg við fjölfarna þjóðbraut. Kirkjuvinir erlendir ’ og væntanlega einnig innlendir sem koma að Víðimýri, verða alveg orðlausir að sjá þennan moldarkofa vera kallaðan »kirkju«. Það var stórt stykki hrunið úr öðrum veggnum, rjett við dyrn- ar, og veggirnir allir aumari en hii'ðusam- ur bóndi mundi vilja láta sjást á fjósinu sínu. Kirkjugarðurinn var samsvarandi, ljelegur torfgarður með stóru skarði, svo að nautpeningur þurfti ekki að fara um »sálarhliðið«. Að innan verðu er kirkjan ekki eins óviðunandi, en ytra útlitið er til minkunar fyrir alla hlutaðeigendur og er áreiðanlega lítt fallið til þess að benda hugum safnaðarins til hæðá. Sem betur fer, eru aðrar kirkjur Skag- firðinga ólíkar Víðimýrarkirkju. — Nýleg-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.