Bjarmi - 01.10.1931, Blaðsíða 8
152
BJARMI
morgni og neitum heimboði skólastjóra
vegna tímaleysis. »Þið kveðjið bó konuna
mína, hún er hjá börnunum og getur ekki
komið hingað«, segir hann. »Auðvitað
kveðjum við frúna«, en þegar við komum
inn að kveðja, eru bláber og rjómi á borð-
um, — og þá gleymdum við að flýta okk-
ur að kveðja.
3. Við feðginin erum að drekka morg-
unkaffi hjá hjeraðslækni. Frúnni þykir við
ekki gera kökunum nógu góð skil og fyll-
ir svo stóran brjefpoka með kökur. »Þið
hafið lyst á þess.u þegar fer að líða á
daginn«, segir hún, en skamtar svo vel, að
kökurnar hefðu enst okkur alla leið heim,
ef samferðamenn hefðu ekki hlaupið und-
ir bagga með okkur um daginn.
Gæti nefnt margt fleira svipað.
En best var það, að fjölmargir, sem áð-
ur voru ókunnugir öllu kristniboði, kynt-
ust því við þessa heimsókn, og vænt þótti
mjer um að fyrsti kristniboðinn, sem til
Þingeyjarsýslu kemur á þessari öld, skyldi
vera ættaður þaðan sjálfur, og bjóða eins
góðan þokka og aðrir bestu synir Þingeyj-
arsýslu.
S. Á. Gíslason.
.> <«
SamcÍRÍnlcfí hicnastuiKl. Það gladdi mig
mjög, er jeg las í Bjarma »Sameiginleg bœna-
stund«, og verð jeg einn í þeirra hóp, er helga
Guði þessar mínútur; það væri mín æðsta gleði.
því að þær stundir hafa verið mjer hinar bless-
unarríkustu á lífsleið minni, er jeg hefi. í bæn-
inni talað við Guð minn og hans son Jesúm Krist,
biðjandi hann um styrk tii að standa stöðugur
alt til enda; og vil óska og vona, að sem flestir
noti þessar fáu mlnútur. — Yðar einl.
Gísli .lónsson (kennari).
Svipaðar raddir berast frá fleiri les. Bjarma,
og er helst bent á kveldstund kl. 10 síðdegis.
Snmii3íasMaliiD[ifl i Biiflapest.
Eftir Valgeir Skagfjörð, stud. theol.
Budapest er höfuðborg Ungverjalands.
Ibúatala hennar er um ein miljón eða nær
einn níundi af iandsbúum. Stærð borgar-
innar er því óeðlilega mikil, en orsökin er
sú, að hún er nú höfuðborg í margfalt
minna ríki heldur en áður. Fyrir stríð var
Ungverjaland 325 þús. ferh.km., með 20
milj. íbúa. En stærð þess nú er aðeins 91
þús. ferh.km. og íbúatala aðeins 9 miljón-
ir. Má því með sanni segja, að Ungverj-
ar hafi orðið hart úti við friðarsamning-
ana 1918. Enda láta þeir ekkert tækifæri
ónotað, til þess að lýsa hrakförum sín-
um og að koma útlendingum, sem gista
landið, í skilning um hvílíkum órjetti þeir
hafi verið beittir. Þannig var t. d. í sýn-
ingarskálanum, sem var í sambandi við
sunnudagaskólaþingið, kort af Miðevrópu,
og var sá hluti Ungverjalands, sem þeir
höfðu mist, hulinn gagnsærri sorgarslæðu.
Var það miklu áhrifameira heldur en mörg
orð.
Budapest stendui- á bökkum Dónár, sem
skiftir henni því í rauninni í tvær borg-
ir, Buda og Pest. Hægra megin við fljótið
er eldri hluti borgarinnar, Buda, sem
stendur á framúrskarandi fögrum hæðum.
A þessum hæðum blasir við manni hver
höllin við aðra. Þar er konungshöllin, sem
nú er að nokkru leyti íbúð forsetans, þar
eru einnig hallir forsætisráðherra og fleiri
ráðherra, krýningarkirkjan, sánkti Stef-
áns kapella, þar sem höndin er geymd
af sánkti Stefáni og aldrei er hreyfð það-
an, nema einu sinni á ári, þegar mann-
fjöldinn fer skrúðgöngu um borgina undir
stjórn kaþólsku prestanna með höndina af
sánkti Stefáni í broddi fylkingar. —
Margar fleiri hallir eru þarna í nágrenn-
inu og allar jafn skrautlegar. Þar er og
mtstj.