Bjarmi - 01.10.1931, Blaðsíða 3
BJARMI
147
miklu góðu til vegar komið. Hann gæti
fylt kirkjur vorar með söng glaðlyndrar
æsku. Hann gæti gjört æskuna að djörfum
vormönnum hins kristilega frelsis. þar sem
hófsemd. prúðmenska og göfuglyndi skip-
aði æðstan sess, hann gæti gefið þjóðlífi
voru þann mátt, sem kærleiki Krists vek-
ur í saklausri sál.u. Slík æska væri væn-
leg til andlegrar menningar, til að vekja
tápmikið trúarlíf og skapa hreinan, sann-
an kristindóm.
Greinin, sem ekki ber ávöxt, hún verður
af sniðin. — Sú æska, sem að vísu rjettir
Kristi hendina fermingardaginn með
hollustu og ást í huga, en er svo hrundið
út í þann straum, þar sem tískan er drotn-
ingin, danssalurinn takmarkið og ljettúðin
andinn sem ræður, hún á á hættu að missa
lífsvökvann frá liminu góða, á á hættu
að visna upp.
Mikli mannfjöldi! Jeg legg þetta mál
fram fyrir ykkur með mestu auðmýkt.
Jeg sje framundan mjer hið mikla verk-
svið, sem bíður æskunnar í íslenskum
sveitum. Jeg veit að í sveitinni lærir æsk-
an að iðja og þarf því að njóta skemtana.
En jeg held að danssalir fullnægi eigi ung-
lingshjarta. Æskan þarf Krists. Enginn
þarf frekar að eiga Krist að einkavin en
æskan, sem er að mótast. Hin unga grein
myndi þá bera mikinn ávöxt. En hver er
reynslan? Hvað hefir ungmennafjelag's-
skapurinn gert fyrir kirkjuna? Hvernig
gengur. samstarfið? Þar, sem jeg þekki til,
- það er auðvitað yfir lítið svæði —, hef-
ir.ekkert varanlegt samstarf orðið á milli
kirkjunnar og hans. Prestinum er boðið
upp á að vera með, en annars hefir áhrifa
hans orðið lítið vart. Aðalstarf ungmenna-
fjelaga, er jeg þekki, er að skemta með-
limum sínum með dansi eða ferðalögum,
halda uppi vinnuflokkum til þess að afla
fjejaginu tekna. Nú fellur svo, að sá dag-
urinn, sem slík fjelög hafa til yfirráða,
að minsta kosti á sumrin, er sunnudagur-
in einn. Verður þá raunin sú, að í stað
þess að efla kirkjurækni, glæða áhuga
æskunnar á jboðskap Krists, þá dregur
þessi fjelagsskapur hug æskunnar burtu
frá kirkjunni til danssalsins eða annara
skemtana, sem engin trúarleg eða sið-
ferðileg áhrif flytja.
Hjer virðist mjer að sje um mikið öfug-
streymi að ræða. Vill íslensk æska útiloka
kristileg og kirkjuleg áhrif frá fjelags-
skap sínum? Jeg trúi ekki þeirri ásökun.
Það er ekki hennar sök, verði fjelagsskap-
ur hennar fráhverfur kirkju og kristin-
dómi. Sökin er okkar, fullorðna fólksins,
presta og æskulýðsleiðtoga. Vjer kunnum
ekki að vinna saman, sjáum ekki ráð til
að samræma hið uppbyggilega og- skemti-
lega. Hjer er mikið og þarft umhugsunar-
og viðfangsefni, bæði fyrir foreldra,
kennara, presta og ung'mennafjelags for-
menn. Jeg- vona því að mistök þau, sem
kunna að vera á samstarfi voru, kirkjunn-
ar þjóna og leiðtoga æskulýðshreyfingar-
innar megi bætast og' samtarf aukast, er
gjöri hvortveggja, að efla kirkjusókn
yngra fólks og' göfga hugsunarhátt þess
fyrir áhrif bins sanna vínviðar.
Guð blessi húnverska og- skagfirska
æskumenn og gefi þeim g'iftu til þess að
fyllast Krists anda.
Þýðing sænsku erindanna í greininni um Söder-
blom erkibiskup 1. sept. þ. á.
ó, þjer til dýrðar Drottinn
sje dagleg breytni mín;
öll verk þess beri vottinn,
þau vitni um ást til þín.
Mig ljúfri hendi leiddu
um lífsins kaldan ál
og faðm út, faðir, breiddu
er flytur hjeðan sál.
Þjer jeg, Jesú, þakka af hjarta
þina kvöl og- sára neyð.
G. Jóli.