Bjarmi - 01.10.1931, Blaðsíða 1
XXV. árg.
1.—15. október 1931.
19.—20. tbl.
Kiitjan o[ æsWjJáreyfiBíiii.
Erindi flutt á trúmálafundi í Bólstaðalúíð
af sr. Guðbrandi Björnssyni, Viðvík.
Tilgangur samfundar okkar hjer í dag
er að efla kirkjuna og kristindómslíf safn-
aða þeirra, er vjer þjónum. Sú grein
kirkjulegrar starfsemi, sem jeg vil hefja
umræður um, er kirkjan og æskulýðshreyf-
ingin. Pað hefir tíðkast, frá því að kirkjan
hóf starfsemi hjer á landi, að þjónar kirkj-
unnar hefðu á hendi kenslu í kristnum
fræðum hjá börnum frá tíu ára aldri til
fermingar. Fyrir liðugum 24 ár,um síðan,
eða áður en gildandi lög um fræðslu barna
voru samþykt, hvíldi uppfræðslan bæði í
kristindómi og almenn fræðsla á prest-
um og heimilum. Var þá' aðaláherslan lögð
á 4 námsgreinar: kristindóni, skrift, lestur
og reikning. Kristindómsfræðslan var þá í
hugum margra aðalnámsgreinin, og víða
lögð mikil áhersla á, bæði af heimilum og
prestum, að sú fræðsla næði góðum tökum
á börnunum og yrði hinn trausti grund-
völlur til trúar og siðgæðis. Með lögunum
frá 1907 breyttist þetta. Þá er námsgrein-
um fjölgað, skólar rísa upp, áhrif presta
og heimila.fara þverrandi og kristindóm-
ur ekki framar skoðaður sem aðalnáms-
grein, heldur settur við hlið annara náms-
greina.
Jeg ætla ekki hjer í dag að minnast
frekar á hve holl þessi breyting hafi verið
fyrir kirkju og kristindómslíf þjóðar vorr-
ar; minni aðeins á þessa breytingu í sam-
bandi við umtalsefni mitt, kirkjuna og
æskulýðshreyfinguna. — Enn þá er krist-
indómsfræðslan, að minsta kosti til sveita,
aðallega í hendi presta og farkennara í fje-
lagi. Kirkjan nýtur enn þess trausts frá
hendi íslenskra foreldra, að þau treysta
henni að flytja uppvaxandi æskunni fagn-
aðarerindi Krists fram til fermingar. —
Fátt er oss prestunum falið, sem ljúfara
er að leysa af hendi, en að flytja ungri
saklausri barnssál fagnaðarerindi Krists.
Mun mörgum presti finnast þær stundir,
er hann talar við fermingarbörn sín um
Iírist, grópar inn í huga saklausrar
æsku hinar göfugu hugsjónir Krists —,
sem þær stundir sjeu dýrmætustu stundir
prestsstarfsins, og fátt mun prestinum
jafnvel þakkað frá foreldra hendi eins og
fermingarundirbúningur.
En hver verða svo afskifti kirkjunnar
af hinum fermdu unglingum? Mun ekki
mörgum presti hafa til hugar komið, að
eftir ferminguna mætti hann vænta stuðn-
ings í starfi sínu frá æsku, er elskaði
kirkjuna og vígja vildi henni krafta sína.