Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.1931, Page 3

Bjarmi - 01.11.1931, Page 3
BJARMI 163 Nú ríður á umfram alt, að við gerum þetta tvent að aðalefni bæna okkar: Að Guð veki sjer upp votta á Islandi, sem sjeu honum útvalin verkfæri, og að trúað fólk um land alt sameinist »sjer til trúarstyrk- ingar og eflingar kristindómi«. »Takið yður nýtt land til yrkingar«, seg- ir Drottinn, »þar eð tími er kominn til að leita Guðs yðar, til þess að hann komi og láti rjettlætið rigna yður í skaut«. Hankow, 30. júlí 1931. Öl. Ólafsson. SuiuiapsMaliiiii) í Búdapest. Eftir Valgeir Skagfjörð, stud. theol. Frh. Annað mætti einnig nefna, sem vekur talsverða athygli ferðamanna, a. m. k. okkar Islendinga. Er það að vísu ekkert listaverk, en þó minnismerki liðins atburð- ar. Þegar komið er inn í þingsal neðri málstofunnar, þá sjer maður þar tvo ræðustóla, hvorn upp af öðrum. Sá lægri er sæti deildarforsetans, en sá efri ræðu- stóll þingmanna. Komi maður nær þessum ræðustólum, þá sjer maður allstóra sviðna holu, þar sem höfuð forsetans nemur við. Saga þessarar holu er á þá leið, að nokkru eftir styrjöldina bar svo við, aö kommúnista einum sárnaði eitthvað við forsetann, og ljet sig ekki muna um að hleypa af skammbyssuskoti á hann. Skild- ist mjer þó, að forsetinn hefði sloppið óskaddaður, en ræðustóllinn fjekk þennan umrædda áverka. Og auðvitað eru Ung- verjar svo hyggnir, að þeir fara ekki að afmá þetta minnismerki. Annars er sá. borgarhlutinn, sem heitir Pest, miklu svipminni heldur en Buda. Þar eru reyndar afarskrautlegar kirkjur, og er það auðvitað ekki síst vegna þess, að landsbúar eru langflestir kaþólskir. Ungverjar eru fremur viðkunnanleg- ir menn. Virðast þeir rólegir í dagfari, en erui sennilega uppstökkir, eins og flest- ir Suðurlandabúar. Annars getur maður auðvitað lítið sagt um einkenni þjóðar eft- ir aðeins einnar viku viðkynningu. Auk þess er alt öðru máli að gegna með íbúa Budapest en sveitafólkið, því að munurinn á borgar- og sveitabúum þar er fremur meiri en minni en annarstaðar. Orsök þess er e. t. v. ekki síst sú, að í Budap. eru allra þjóða menn, og- ráða útlendingar þar tals- vert miklu. Sérstaklega eru þó Gyðingar margir í borginni. Ibúarnir eru um ein miljón alls, en fjórðungurinn af því eru Gyðingar. Hafa þeir fleiri en eitt sam- kunduhús, gamalmennahæli, blindrahæli o. fl. mannúðarstofnanir. Verslunin er að miklu leyti í þeirra höndum, og eru þeir sennilega voldugri en Ungverjar vilja sjálfir kannast við. Það sem bendir til þess er m. a. hinar sífeldu Gyðingaofsóknir, sem þar eiga sjer stað. Þannig var t. d. á föstudaginn langa í fyrra sett sprengikúla undir ræðupall- inn í einu samkunduhúsinu. Það kvöld er auðvitað eitt mesta hátíðarkvöld Gyðinga, og öll samkunduhúsin voru því troðfull. Mátti það því heita, að söfnuðurinn slyppi vel, því að jeg held að það hafi aðeins orðið einum manni að bana. Þetta sama kvöld fyrir nokkrum árum síðan var sprengikúlu fleygt inn, og' varð það þá sex mönnum að bana, ef jeg man rjett. Jeg fjekk tækifæri til að kynnast dálítið hugsunarhætti og' framkomu Gyðinga vegna þess, að jeg bjó hjá norskum presti, sra Gísla Johnsen, en hann er Gyðingatrú- boði í Budapest. Bjarmi hefir áður getið hans. Gæti jeg ritað' um þennan merkis- prest langt mál, en þó verð jeg- að sleppa því, í þetta sinn, að minsta kosti. Jeg sagðist hafa búið hjá norskum presti, en jeg er nærri viss um, að sra Gísli mundi ekki samþykkja það hiklaust.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.