Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.05.1933, Qupperneq 9

Bjarmi - 01.05.1933, Qupperneq 9
BJARMI 73 handa kirtlaveikum og öðrum heilsulitl- um börnum í Rvík, sem ekki geta sótt al- mennu barnaskólana vegna heilsunnar. — Hafa Oddfellowar tekið því mjög vel, —- en óvíst er, hvort nauðsynleg't fje fæst til þess frá bæ og ríki. Hitt sumarheimilið er stofnað og starí- rækt af Afmælisfjelaginu í Rvík. Heitir það Egilsstaðir og er í Reykjahverfi i ölfusi. Pað getur tekið um 40 börn, og' hefir verið fullskipað þessi 2 sumur. Mán- aðarmeðgjöf er 25 kr., en mun ekki inn- heimt er fátækir eiga hlut að máli. Fimti flokkur varnarlitlu barnanna er munaðarleysingjarnir, sem misst hafa for- eldra umsjón og hrekjast svo oft manna á milli við litla ástúð og umhirðu. Þau eru jafnaðarlega nefnd »tökubörn«, og' fram á vora daga hefir meðferð þeirra verið ærið misjöfn. Það hafa verið ósegjanleg' harmkvæli mörgum efnalausum foreldr- um þegar veikindi og dauði komu til þeirra, að hugsa um, að nú yrðu börnin þeirra að hrekjast milli vandalausra eða »fara á sveitina«. Það er ekki leng'i verið að seg'ja: »Þao liggur ekkert fyrir þeim, nema sveitin.« En það hefði mörg móðir og' margur fað- ir fremur kosið flest önnur harmkvæli en þau, að þurfa að hugsa eða seg'ja þau orð á banadegi um barnahópinn sinn. Guð gefi, að sá tími komi brátt, að eng- inn faðir eða móðir þurfi að kveðja börn- in sín með þeim hugsunum, og þjóðfjelag- ið sjái vel um alla munaðarlausa. — Það er lítil grein í b. v. 1., sem gæti orðið til bóta: Komist nefndin að raun um, að húsráðendur, sem hafa tökubarn, vanræki uppeldi þess, eða fari illa með það, þá er henni ekki aðeins heim- ilt að taka barnið frá þeim, heldur einnig — þegar miklar sakir eru - - að banna þeim aö taka vandalaus börn framvegis. Þessi ákvæði ná og til barnahæla og annara stofnana, er taka börn til fósturs. En heimilt er bæði þeim og fyrgreindum húsráðendum, að skjóta til barnaverndarráðs úrskurði, er sviftir þau rjetti til að taka önnur vandalaus börn (sbr. 21. gr.). Barnaverndarlög annara þjóða gjöra ráð fyrir fjölmörgum hælum handa öll- um varnarlausum börnum og flytja ýms ákvæði þar að lútandi. En þar sem allt slíkt er í bernsku og hælin fá, er ekki margt um þau að segja, hvorki í lag'a- fyrirmælum nje annarsstaðar. Vegna ókunnugra má nefna, að það eru ein 2 barnahæli á öllu landinu, sem eru starfrækt allt. árið. Bæði eru þau einka- fyrirtæki ötulla kvenna. »Vorblómið« í Reykjavík er eldra, stofnað 1. júní 1928, af Þuríði Sigurðardóttur. Það getur tekið nú um 20 börn, en alls hafa verið þar 170 börn, flest yngri en 5 ára og sum alveg nýfædd. Af þessum börnum voru 50 óskilgetin og af þeim aftur var 19 komið fyrir í hælinu vegna móðurmissis, 22 vegna veikinda móður þeirra og 24 vegna hjóna skilnaða. Þetta heimili er aðallega ætl- að börnum, er ráðstafa þarf um stundar- sakir, en ekki til margra ára. IJitt hfelið er Sólheimar í Grímsnesi, stofnað fyrir þrem árum af ungfrú Sess- elju Sigmundsdóttur, með aðstoð barna- verndarnefndar Prestafjelags Islands. Það getur tekið um 40 börn, og' liafa þar þeg'- ar dvalið yfir 100 börn á ýmsum aldri. Forstöðukona þess er um þessar mundir að reisa nýtt hús á Sólheimum, ætlað ung- um fávitum. Reykjavíkurbær skiftir við bæði þessi hæli og styrkir þau talsvert. Barnavinafjelagið Sumargjöfin í Reykja- vík hefir reist húsið Grænuborg í Rvík, og hefir haft þar dagheimili fyrir börn í 2 sumur, sem kemur sjer mjög vel. Svo eru sumarheimilin 2, sem jeg nefndi. En þar með er allt talið í þessu efni, enn sem komið. Áður en jeg hætti að tala um barna- hælin, er rjett að vara við tvennum öfg- um í þeirra garð. Aðrar öfgarnar eru þær, að ætla að barnahæli greiði úr öllum upp-

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.