Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.05.1933, Page 11

Bjarmi - 01.05.1933, Page 11
BJ ARMI 75 Sveifladu sverdinu bjarta, sigradu blindadan lýd; láttu pjer leiftra frá hjarta lífsordin kröftug og blíd. Oft komst pú gestur ad gledja, gjöfull á eilífdarheit, — nú ertu kominn ad kvedja Kristsjnutina hjartfólgnu sveit. Fylgi pjer gudheilög gifta, gróandi marki pín spor; heidsól og skúrir til skifta, skaparans frjósemd og vor. Strídsjnaóur krossins, hínn sterki, staðfastur vottur i praut, — Ijósbjört und Lausnarans jjierki liggi pín framtídarbraut. Kór: Strídsmadur sterki starf pitt er ult fyrir Krist; trú er pitt belti og brynja, bœn er pin hbnneska list. St. Sigur dsson. Hvaðanæva. Ái'ásir Tíinnns. Prestur skrifaði 30. okt. f. á.: »Eftir grein þinni i Bjarma*) að dæma, virð- ist mjer þú hafa tekið full nærri þjer gambur Tímans. Vitanlega er blaðið að stðrspilla mörg- um góðum málstað og eyðileggja sig með öllu hjá þjóðinni, með þessum tilefnislausu og ili- kvitnislegu árásum sínum á mæta menn og mik- ilsverð niálefni. Hvaða skilyrði heldurðu að Tlm- inn hafi svo sem til þess, að kunna rjett skil á »frjálsmannlegri kirkju«? Og jeg skil ekkert í þjer, svo reikningsfróðum manni, að þú skulir láta þjer koma á óvart kunnáttuleysi Tímans í heilbrigðri hugsun, því þú veist, að það blað kann hvorki að hugsa rjett eða koma orð- um að rjettri hugsun. Eitt af ótal dæmum *) I blaðinu 15. októb. 1932. um þennan gáfnaskort blaðsins og illkvittni, er x-greinin, sem þú minnist á í Bjarma, og neí'nir skammagrein. Hún er ekkert annað, fr.i upphafi til enda, en vanhugsuð og leiðinleg vit- leysa, og svo hversdagsleg, að jeg efast um, að nokkur lesandi hafi veitt henni athygli nema þið, sem eigið hlut að máli — nema til þess eins, að fá enn meiri andstyggð á Tímanum. Greinin byrjar á þvl, að nudda sjer upp við þjóðina, af því að hún hafi viljað hafa kirkju sína »frjálsmannlega«. En hvaða meðmæli eru það — þó svo væri — með alvörugefnu og heil- brigðu trúarlífi þjóðarinnar? Vitaskuld getur ekki blaðinu komið til hugar, að kirkjan er lífræn, eins og t. d. rjettur reikningur, heil- brigð stjórnmálastefna og þjóðleg löggjöf, og vís- indaleg læknisfræði. — Engum heilvita manni. sem ber skyn á reikning, dettur í hug að hæla mönnum fyrir það, þó að þeir reikni »frjáls- mannlega«, m. ö. o.: reikni vitlaust. Annað mál er það, að þó rjett sje reiknað og samkvæmt eðli reikningsins og lífræni, má taka mjúkum höndum á bankatöpum og tekjuhalla ríkissjóðs- ins, en í augum allra mætra manna verður slíkur »frjálsmannlegur reikningur« ókostur í fari hvaða þjóðar sem er og veldur óhagræði og tjóni; sama gildir um stjórnmálastefnur, löggjöf og lækjns- vísindi. Pað eru ekki nema bjánar, sem láta sjer koma til hugar að tala um frjálsmannlog lækn- isvlsindi. Læknisvísindin lúta sínum eigin lög- um — og fara ekkert eptir því hvort þau eru talin frjálsmannleg eða ekki. Annað mál er það, að :frjálsmannlegir« læknar geta selt sjúkum mönnum brennivlnsrecept — þeim til tjóns en sjálfum sér til hagsinuna, og dytti fæstum, nema kannske Tímanum, að klappa læknum lof I lófa fyrir slík vinnubrögð. — Sama gildir um allar stjórnmálastefnur og alla löggjöf. I eðli sínu eru þær þannig vaxnar, að eigi þær að sigra og löggjöfin að ná tilgangi sínum til siðbóta og öryggis á orðið »frjáls- mannlegur« ekki heima í þeirri orðabók: því vitaskuld eru öll lög tiptunarmeistari, sumpart til uppeldis, sumpart með refsingar á hendur þeim, sem brjóta þau. Hi.tt er annað, að þeir tímar koma oft, að illa innrættar manneskjtir sprengja af sjer lögin og það hin hugsjóna- ríkustu lög - af því, að þær þekkja ekki sinn vitjunartíma.«

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.