Bjarmi - 01.05.1933, Qupperneq 16
80
BJARM
Iíjarnyröi úr þýsku bókinni »Von Guðs við lik-
kistu« eftir Heinrich Vogel (niðurlag frá bls. 47):
Mannaorð hjá líkkistu eru hávær; Guðs orð
hjá líkkistu er kyrlátt. Vei öllu trúmála-
masi hjá líkkistu. Málskrúð hjá líkkistu er
ekki aðeins hlægilegt, heldur ósvífið. Mál-
skrúð er sorginni þraut. Málskrúð er lygi vib
líkkistu.
Ef bókstafur deyðir nokkursstaðar, þá er það
andspænis dauðanum. Trúhneigð ræðaH:) viö
iíkkistu er hrein og bein ósvífni, bleklcing.
Huggun »trúhneigðu ræðunnar* deyfir, hrifur,
drottnar, svíkur og lýgur. — Upprisuhuggun í
boðun Guðs orðs molar huggun mannlegra hugs-
ana I »trúhneigðu ræðunni«. — Orðið eitt er
huggun, orðið eitt sem vonin veit, huggar.
Orðið eitt, sem myndugleika a, huggar. - Mann-
legar íhuganir hvað djúpar sem væru eiga
engan myndugleika og hugga ekki. Jeg er
ekki huggarinn, heldur heilagur andi, skapari
vonarinnar i og með orði Guðs. - Prjedikarinn
Iiarf sjálfur þá huggun, sem hann boðar. Van-
máttugur meðal vanmáttugra boðar hann orð
myndugleikans, sem vald hefir yfir böli dauð-
ans.
Vjer göngum i dimmum dal dauðans ótta,
en eigum að stefna eftir morgunstjörnu orðs-
ins, sem heitir oss nýjum degi Drottins.
Dauðlegleiki dauðans var opinber á krossinum;
en deyðing dauðans varð dauði hans.
Dauðlegleiki dauðans er eilífi dauðinn. - Sá,
sem hafnar efsta dómi, hafnar efstu náð. -—
Dauðinn hefir deytt sig sjálfan, sigurhrós dauð-
ans varð honum dauði. Kristur var ekki kross-
festur og reis ekki upp frá dauða vegna sjálfs
sín. Dauðinn er laun syndarinnar; upprisu-
boðskapurinn boðar fyrirgefningu synda. Hugs-
anir Guðs um oss felash allar I einu orði: Kl'istur.
- Bölvun dauðans — nei, nei Kristur, i þessu
»nei, nei« felst von Guðs. — Framhaldslíf er
framhaldsdauði. Ekki framhaldslif - heldur
upprisa; ekki ödauðleiki, heldur eilíft líf. —
Eins og himininn er hærri en jörðin, svo er
hvíld Guðs hærri hvild dauðans. Eilífðin er
hinum megin við líf og framhaldslif. — Upp-
risan er ofar mannlegu hyggjuviti. — Upprisan
er nýsköpun.
*) »Trúhneigða (»religiöse«) ræðu« köllum
vjer þá ræðu, sem rekur uppruna sinn og kjarna
til trúhneigðrar sjálfsvitundar. Heimkynni henn-
ar er í trúhneigð »innra mannsins«. Frá þess-
um stað »í oss« er uppruni hennar, en ekki
Guðs orð, segir höfundur á bls. 31.
Kristniboðsþiiigið hefst sunnudaginn 18. júní
kl. 3% síðd.
l’restastofnan hefst í Rvík 22. júní og á eftir
verður almennur prestafundur haldinn í Reyk-
holti.
Afhent ritstj. Bjarma:
Til Elliheimilisins 100 kr. fr. E., t.il kristni-
boðs 100 kr. frá Kvenfjelagi Geiradalshrepps í
Barðastrandasýslu, 20 kr. frá N. N. Sf. — Bestu
þakkir.
Frá SuiiniKlagaskólastarfinu. Forsætisráðherra
Nýja Sjálands, George W. Forbes lávarður sagð:
nýlega í ræðu við sunnudagaskólakennara þar
i landi:
»Jeg lít svo á, að á öðrum eins vandræða-
tímum og nú eru, sje meiri nauðsyn en nokkurn
tíma ella, að æska lands vors æfist í að ’ganga
brautir sannleika og heiðarleika og að fórnfýsi
gagnvart meðbræðrum vorum móti lundarfarið
meðan það ei' áhrifagjarnast. Pvi flyt jeg inni-
legar þakkir og bestu óskir i garð ágæta hlut-
verksins, öllum þessum sjálfboða-sunnudagaskóla-
kennurum, er margoft fórna dýrmætum hvíldar-
tima sínum og kröftum við þá göfugu viðleitni.
að leggja andlegan grundvöll í sálarlíf drengja
vorra og stúlkna, sem heilbrigð lífsstefna gæti
síðar stuðst við.«
A Indlandi eru taldir 18322 sunnudagaskölar,
með 30428 kennurum og um 710000 börnum.
Fyrirspui'nii':
1. Gerir opinberunartrú kristindómsins eða
eilífðardraumar annara trúarbragða nokkurs
staðar ráð fyrir, að lýðræði verði i himna-
ríki eða i sælli framhaldstilveru »bak við
gröf og dauða«?
2. Sje svo ekki, hvað sannar það?
<. N. N.
Svör:
1. Veit ekki til þess.
2. Að sæluþrá mannkynsins er ekki bundin
lýðræði.
Gjalddagi blaðsins er kominn.
PRENTSMIÐJA JóNS HELGASONAR