Bjarmi - 01.10.1933, Blaðsíða 3
BJARMI
147
Þetta fávitahæli var eina hælið af þeim
6, sem jeg sá í sumar, þar sem fávitar
voru hafðir í lokuðum girðingum úti við.
Var það líklega nauðsynlegt þar, því að
borgin var komin umhverfis hælið. —
En eftir því tók jeg, að börnin leituðust
við að laumast út jafnskjótt og hlið var
opnað á þeirra girðingu, og betur skildi
jeg eftir en áður danska fávitalækninn,
er sagði: »Blessaðir, minnist þjer ekki á
girðingar; það er nógu döpur tilvera þess-
ara aumingja, þótt þeir sjeu ekki þar á
ofan hafðir í fangelsi.« —
Sem betur fór, sá jeg þó ýmsa ljósbletti
í fávitahælunum, sem jeg heimsótti. Jeg
sá í þeim öllum hjúkrun, nærgætni og
þolinmæði, sem jeg dáðist að. »Er ekki
leiðinlegt að gæta þessa fólks?« spurði
jeg oftar en einu sinni gæslukonurnar,
bæði hjá stórum og smáum, og svörin voru
öll á sömu leið: »Nei, það er ekki leiðin-
legt, ef manni þykir vænt um þá, sem eiga
bágt« og stundum bættu þær við: »Við
höfum verið hjer sumar í 10 ár og sumar
lengur.«
Jeg bjóst við þeim svörum, því að mjer
var kunnugt, að fórnfús kristilegur áhugi
hafði lagt hyrningarsteinana að þessum
hælum. Sjerstaklega dáðist jeg að gömlum
forstöðumanni á skólaheimili fávita í Oslo.
Hann var að fara frá, er jeg kom þangað,
var kominn yfir sjötugt, og hafði í lang-
an aldur verið þarna skólastjóri, þar sem
á 2. hundrað hálfvitum var kent bæði til
munns og handa, eftir því sem unt var.
Hann nam staðar í einni skólastofunni,
þegar hann var að sýna mjer húsið, og
mælti: »Þessarar stofu sakna jeg mest, er
jeg fer hjeðan.« Og þegar jeg spurði um
ástæðuna, svaraði hann: »í þessari stofu
hefi jeg ár eftir ár undirbúið fávitana
mína undir fermingu, og það hafa verið
mínar bestu stundir að hjálpa þeim til
að kynnast frelsaranum.«
»Jeg hefi aldrei orðið eins gramur við
gest,« bætti hann við, »eins og þegar hátt-
settur gestur sagði við mig út af kristin-
dómsfræðslunni: »Því segir þjer þeim
ekki heldur norrænar þjóðsögur í staðinn
fyrir þessar Gyðingaþjóðsögur?« — Jeg
held jeg hafi svarað: »Það er auðheyrt,
að þjer þekkið hvorki hálfvitana nje
Krist«.«
Honum þótti vænt um, þessum gamla
skólastjóra, að eftirmaður hans var sama
sinnis og hann í þessum efnum, kennari
frá hálfvitaskóla í Björgvin og mörg ár
formaður innri missiónar sjómanna í Nor-
egi, sem sendir sjómannaprjedikara til
Siglufjarðar á sumrin.
Annan ljósblett, og hann allverulegan,
sá jeg hvar sem jeg kom í hálfvitahæli
og vinnuhæli. Hann var sá, að fávitum
var þar hvarvetna kennd ýms vinna —,
og tókst margoft á þann hátt, að reka
brott þunglyndi, koma í veg fyrir illar
venjur, og hjálpa sumum hálfvitum til að
verða nærri sjálfbjarga. — Jeg varð alveg
forviða að sjá allan þann vefnað, sem mjer
var sýndur í sænskum skólaheimilum, og
útsaumi hálfvita og fávita í Kellerska-
hælinu í Danmörku. Drengir, 12—16 ára,
sem alls ekki gátu lært lestur, gátu saum-
að og ofið, eins og vellærðar konur gjöra,
og sömuleiðis var mjer sagt, að ýmsir
lærðu að starfa að garðrækt.
Þegar jeg sá aumingjana mestu í hæl-
inu við Oslofjörð, í Helsingborg og við
Vejlefjörð, hugsaði jeg: Hjer hafa mann-
vinir verkefni og tilefni til að tala til til-
finninga fólksins, ljetta byrði heimila og
gjöra aðbúð góða fyrir þá, sem ekkert
geta sjer til bjargar.
Þegar jeg sá handavinnuna í skólaheim-
ilum hálfvita og vinnuhælum fávita, hugs-
aði jeg: Hjer er verkefni þolinmóðra kenn-
ara og tilefni til að benda sveitarstjórn-
um og ríkisstjórnum á, að það getur borg-
að sig fjárhagslega að koma upp hælum
fyrir hálfvita. Þeir verða sjaldnast alveg
sjálfbjarga, satt er það, en þó margsann-
ar reynslan, að þeir hálfvitar, sem góðrar