Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.1933, Page 5

Bjarmi - 01.10.1933, Page 5
BJARMI 149 ar og tilhneigingar. Námsgáfur þeirra geta verið sæmilegar, þótt viljaþrótturinn sje enginn, og þeir gera því rugl í reikning- inn, þegar greint er á milli fávita og tor- næmra barna. Sú aðgreining byggist aðal- lega á gáfnaprófi. Frh. -----•><£><♦--- Vitnisburður. Um eitt skeið æfi minnar hefði mjer ver- ið ómögulegt að »gjöra í öllum hlutum ósk- ir mínar kunnar Guði« í bæn, þess vegna auðvitað að jeg var ekki hans barn; ósk- ir mínar flestar um þær mundir, voru að meira eða minna leyti andstæðar vilja hans, og sprottnar af eigingirni. Öendurfæddir menn hýsa í hjarta sínu mótþróa og uppreist gegn heilögum vilja Guðs. Kristindómurinn fær litlu áorkað í lífi okkar, þótt við jafnvel kynnum biblí- una utanbókar og lifðum strangasta klausturaga, fyr en veruleg breyting verð- ur á þessu syndspillta hugarfari okkar, sem sí og æ fjandskapast gegn Guði, og kallar af himnum ofan reiði og dóm og tortimingu. Það varð mjer til frelsunar að mjer var frá blautu barnsbeini gefinn óslökkvandi þorsti eftir Drottni, eftir persónulegum, lifanda Guði. Jeg fór í felur með trúhneigð mína, og bældi hana niður eftir getu, var ljettúðugur og syndgaði með sömu dirfsku og óskammfeilni og aðrir, •— en í einrúmi grjet jeg til Guðs og fann að lífið var ó- þolándi, hræðileg meiningarleysa án sam- fjelags við hann. Orð spámannsins sönnuðust fyllilega á mjer: »Það eru misgjörðir yðar, sem skiln- að hafa gjört milli yðar og Guðs yðar, og syndir yðar, sem byrgt hafa auglit hans fyrir yður, svo að hann heyrir ekki.« Hvað stoða bænarandvörp? Guð heyrir þau ekki fyrir háreysti óguðlegrar breytni. »0g eins og hann kallaði, en þeir heyrðu ekki, svo skulu þeir nú, sagði Drottinn hersveitanna, kalla, en jeg ekki heyra.« Þegar komið er í slíkar ógöngur, stendur okkur aðeins ein leið opin: játa syndir okkar fyrir Guði og biðja okkur lífs í Jesú nafni. Mig iðrar ekki, að jeg tók þann kostinn fremur en að njóta skammvinns synda unaðar, og bíða hinsta dóms náðarvana. Sannfæring mín um knýjandi nauðsyn syndajátningar og endurfæðingar byggist fyrst og fremst á kenningu Hans, sem sagði: »Enginn getur sjeð, nje komist inn í Guðs ríki nema hann endurfæðist,« og því næst byggist sú sannfæring á dýr- keyptustu reynslu lífs míns. Mjer getur ekki betur skilist, en að það sje undirrót allrar ógæfu þjóðarinnar okk- ar íslensku, að »vjer höfum horfið frá Drottni og afneitað honum og vikið burt frá Guði vorum. Jeg hefi fyrir löngu sett það efst á bænalista minn, að Guð gefi votta, er hefji raust sína sem lúður og kunngjöri landslýð öllum syndir þeirra og og misgjörðir. Fyrr eigum vjer enga upp- reisnar von, hvorki sem einstaklingar nje þjóðfjelag, en við auðmýkjum okkur og könnumst við það af hjarta, að »allt hefi’ jeg, Jesús, illa gert, allt það að bæta þú kominn ert.« Ól. Ölafsson. —-- —--------- Mótbárur gegn kristindómi. Hver.iu eigum við að svara þeim mönnum, er þykir slík eftirsjá að peningunum, sem fara út úr landinu og renna til kristniboðsins? — »Nú þykir þvi öllu illa varið, sem Guði er gefið,« stendur i Jónsbók. Kristniboðsvinir! Tökum oss ekki nærri mis- skilning og mótbárur þeirra manna, sem ekki bafa gefið Guði hjarta sitt. Svörum þeim í bóg- værð með einlægum vitnisburði um trúarreynslu okkar og með einfaldri frftsögn um kristniboðið. Ob 01.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.