Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1934, Síða 3

Bjarmi - 01.01.1934, Síða 3
ÍXVIII. árg. Reykjavík, ]. -15. janúar 1934. G 1 e ð i 1 e g t ár. P ö k k f y r i r 1 i ð n u á r i n. Við áramótin. »Gleðilegt nýtt ár«, segjum vjer hverjir við aðra um þessar mundir, en þó eru margskonar erfiðleikar alstaðar á sveimi. Áramótin minna á hverfulleik mannlífs- ins og gróðurlítil spor dauðans, hvert sem litið er, sýna að »hverfulleikinn« er eng- in ímyndun. »Spyrjið eftir hinni gömlu götu, - veg- inum til lífsins,« ráðleggja áramótin dauða- dæmdu mannkyni. »Vjer viljum það ekki, þurfum að fara í dansleiki,« svarar æsku- lýðu rinn. Svo er drukkið og dansað um jól og áramót, uns vitið, fjeð og velsæmið er farið, — á eftir er gengið til bardaga á g'ötum úti —- stundum, þeir, sem ekki liggja þá einhverstaðar afvelta í spýju sinni. Auðvitað »trúlofast« unga fólkið í hópatali við svona »hátíðleg tækifæri« — en ofboð er það allt svipað vinfengi trippa á afrjett, — hlaup og hávaði, ein í dag, Önnur á morgun, — og »ánægjan« jafn stutt. Þetta og þvílíkt er kallað skemmtun, jólaskemmtun! Það gæti verið rjettnefni, ef með því væri átt við, að það skemmdi jólin, spillti allri kristilegri gleði, — enda sýna verkin hvert stefnir. »Ljettlyndar« ungar stúlkur ganga frá skemmtunum beina leið fram af bryggjunni, og »glæsi- mennin« ganga út að bei'ja á »vinum« sín- ar. Svo á sjík æska, með nautnasýki og eyðslusemi í öðrum vasanum, en bilaða heilsu og vonleysi sjálfsmorðingjans í hin- um, að bjarga framtíð fámennrar, ófor- sjállar og sísundurþykkrar þjóðar! — Það er ekki furða, þótt aðsóknin að Kleppi sje stundum nærri eins mikil og að Borg, m. k. »meir en fullt« á báðum stöðum. — Engin undur, þótt örvænting sje ekki langt undan landi, þegar stór áföll verða við dauða, veikindi eða vonsvik, þar sem aldrei var fyrri rækt lögð við alvöru og því síður bæn. Þótt allir gárungar veraldar hlæi og all- ir hrokagikkir hennar geri uppreisn gegn Guði og vilja hans, þá verða þeir að sætta sig við veikindi, vonsvik og dauða alveg eins og smælingjarnir, — og fara allslaus- ir að lyktum fyrir auglit hans, sem þeir forsmáðu. Drottinn allsherjar spyr þá alls engra ráða, hann hefir sýnt oss ráð til hjálp- ræðis, sent oss Jesúm Krist, — og þeir

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.