Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1934, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.01.1934, Blaðsíða 5
BJARMI 3 gangur að messugerðum eða enn annað. Frá fyrstu byrjun hafa og- mörg kirkju- hús verið afnumin, kirkjustaðir lagðir nið- ur sem slíkir (kirkjur, hálfkirkjur, bæn- .hús), en nú má víst segja, að þau munu víst víðast_hvar vera við hæfi, að því er fjöldann áhrærir, í sveitum og hjeruðum, svo að »bylting« er óþörf í því efni, hvað sem líður annarsvegar svokallaðri vantrú og hins vegar guðsþjónustu-aukningum með útvarpinu út um landið. Að sjálfsögðu gefast kristnir menn ekki upp eða flýja kirkjur sínar, þótt vantrúaralda gangi yfir eða trúleysingjar hrópi niður með öll trú- arbrögð; kirkjum á ekki að fækka fyrir þa skuld. Og um útvarpsguðsþjónusturn- ar má það með sanni segja, að þær hafa vafalaust þegar reynst og munu reynast, ef vel er á haldið, hin ákjósanlegasta trú- arvakning meðal landslýðsins alls, hvatn- ing, sem eykur og eflir áhuga einstalding- anna í trúmálaefnum, einnig að sumu leyti í því að styðja kirkjur sínar og sækja þær, -— með þeirri eðlilegu og góðu til- breyting, að miklu færri fara á mis við guðsþjónustur en áður var um tíma. Kirkjusókn er með öðrum hætti en fyrr- um var, menn finna sig ekki skuldbundna til þess að fara alltaf til kirkju, enda ekk- ert við það að athuga, og nú geta menn unnvörpum sjer að skaðlausu skifst á að fara og hlýða messu hjá presti sínum, hitt fólkið hlustar í staðinn á útvarpið, ekki að nefna, að gamalmenni og farlama fólk fær nú þetta flutt heim til sín, þar sem viðtæki er; en hættan var einmitt orðin á, að það færi algerlega á mis við tíða- gerðir og þessháttar. með því og að hús- lestrar eru mjög lagðir niður (þar með er ekki sagt, að menn lesi ekki oft »gott orð«; trúmálagreinir og ýmislegt því skylt les fjöldi fólks). Er nú og ólíkt þægilegra en var, áður en útvarpið kom, því af var þá hinn gamli siður, að fara til kirkju jafn- vel í illum veðrum eða nærri ófærum; menn fara nú í næsta hús eða á næstu bæi og hlýða á messu samt. — En kirkjur, kirkjuhúsin, vill fólkið hafa um allt land, allur fjöldinn, enda eru þau ennþá notuð og verða lengi til margra andlegra at- hafna, þótt sumar þeirra geti vitaskuld farið fram annarsstaðar, og þarf ekki um það að fjölyrða. En þess er krafist nú, og það er öllu kirkjulífinu nreint viðhalds- skilyrði, að húsin — guðshúsin — sjeu góð og fögur. En þessi hús eru og verða dýr, kostnað- arsöm — og hver á að kosta þau? Nú er það svo, að þar sem það opinbera. ekki ennþá telst eiga kirkjuhúsin (umboðskirkj- ur, ljenskirkjur) og þannig er skylt að standa straum af þeim (sem það hefir aldrei gert á hrósverðan hátt), þar hvíla kirkjurnar á örvmm safnaðwnna. (Jeg tel ekki bændakirkjur), og »safnaðakirkj- urnar« eru nú orðnar það algenga. Þaö má segja ýmislegt gott um það fyrirkomu- lag, svo sem að söfnuðimir sjeu nánasta sameiningin um kirkjurnar, þeirra eigi áhuginn að vera o. s. frv., en þetta á í raun rjettri við þar, sem söfnuðirnir hafa veg og vanda af öllum kirkjumálunum — þar sem er frikirkja. Um það mikla mál mun nú ekki verða rætt í þessu sambandi, enda ríkir hjer á landi önnur tilhögun, sem allur þorrinn virðist ásáttur með: Hjer er þjóðkirkja. Samkvæmt stjórnarskránni (58. gr.) á ríkisvaldið að styðja og' vernda þjóðkirkju landsins, sem er hin svo nefnda evange- lisk-lúterska kirkja. Það er að skilja: Rík- ið, ríkisheildin á að halda uppi kirkju og kennidómi alls landsins, nema stofnuð sjeu önnum slík fjelög' utan þjóðkirkjunnar og fái viðurkenning. Þetta hefir, í orði og að nokkru leyti á borði, verið talið sjálfgefið, þar eð þjóðfjelagið (fyrst í mynd hins ein- valda konungs, síðan ríkisins eða þjóðai’- heildarinnar) tók til sín eignir kirkjunnar og kirknanna, tók þær undir sína umsjón og til sinnar notkunar, við siðaskiftin, og' hefir haldið þeim síðan. Ríkið hefir kost-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.