Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1934, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.01.1934, Blaðsíða 6
4 BJARMI að prestana, kennilýðinn. Um þetta hafa verið settir allmargir lagastafir, þótt þao orki nokkuð tvímælis, með hve mikilli rausn sú skylda hefir verið af hendi int. En kirkjurnar? Hví kostar ríkið ekki guðshús þjóðkirkjunnar, eins og kenni- mennina, — byggir þau orðalaust, 'reisir þau frá stofni hvar sem er á landinu? Hvers vegna er ríkið að koma því af sjer á söfnuðina, smáar og fátækar heildir, sem vegna þjóðkirkjufyrirkomulagsins eru valdalausir og áhugalitlir aðiljar! Að rík- ið hefir tekið þenna sið upp, má frá þjóð- kirkjusjónarmiði kalla (eins og latínu- heimspekingurinn komst að orði) contra- dictio in adjecto, enda að því er virðist beint á móti hinum eðlilegasta skilningi á ákvæðum stjórnarskrárinnar. — Sumir vilja ef til vill gegn þessu vitna til þess, að líkur skilningur og hjer á landi muni þó hafa viðgengist annarsstaðar á tilsvar- andi ákvæðum, sem sje í Danmörku, og er nokkuð í því, þar eð vjer höfum ein- mitt »dependerað af þeim dönsku« í því sem ýmsu öðru. Ákvæði grundvallarlaga Dana (hjer að lútandi) komust í öndverðu inn í stjórnarskrá vora, en það rjettlætir ekki, hvernig þau hafa verið framkvæmd; og einnig er, að ýmsu, öðru máli að gegna þar um ástæður safnaðarmála og kirkju- eignir. Ríkisrjettarfræðingar danskir hafa óhikað skýrt þessi ákvæði þannig, að rík- ið ætti að veita kirkjunni (þjóðkirkjunni) allan nauðsynlegan stuðning, henni til uppihalds. Ríkið á að byggja kirkjurnar, ríldssjóð- wr að kosta þær ■— það er hið eina rjetta og' heilbrigða. Hvort sem kirkjuhús eru enn á því opinbera eða komin á söfnuðina (sem víðast að vísu er), á ríkið að ann- ast um þau að stofni. Hvar sem kirkju þarf að reisa eða gera upp, þar a að vera skylt, að ríkið komi til og láti gera húsið og gera það vel! - Hitt virðist aftur á móti rjett- mætt og heppilegt, allra aðstæðna vegna, að söfnuðirnir annist Mð venjulega við- liald,undir eftirliti, og noti til þess meðal annars tekjur kirkjunnar, sem hver söfn- uður (sóknarnefnd) hirðir og gerir grein fyrir, og' safnar afgangi í sjóð. Þann sjóð á og auðvitað að nota í kirkjubyggingar- . kostnað, er þarf, því að það er eign sjálfr- ar stofnunarinnar. Þar sem söfnuðir hafa þegar, sjálfsagt af meira og minna veikum mætti, reist sjer kirkjur og standa í skuid fyrir þœr, á ríkið að taka að sjer þær skuldir, svo að ekki hallist á með söfnuðunum. — Þar sem kirkjur eru skuldlausar eða eiga í sjóði, þarf þessa vitanlega ekki, en eignin fellur til ríkisins. Þetta er mergurinn málsins. I þessu efni verða, eins og menn nú sjá, að ger- ast algjör straumhvörf; öfug leið hefir ver- ið farin; málið þarf að komast á þann eina rjetta og eðlilega grundvöll, en til þess þarf nýja jákvæða löggjöf, — löggjöf um kirkjubyggingar, sem vantað hefir til þessa, þar sem innleidd yrði afdráttarlaus skylda ríkisins til að byggja kirkjur lands- ins, og til þess ætlað nægilegt fje. Ef þetta kæmist á, myndi það engan veg- inn aftra hinu, heldur einmitt greiða fyrir því að gjöra ]jað í stórum stíl kleift, að söfnuðirnir — áhugamenn þar, konur sem karlar kostuðu kapps um að prýða kirkj- ur sínar að innan, afla til þeirra góðra gripa, tækju upp safnaðarstarfsemi í sam- bandi við kirkjuhúsin og legðn af mörk- um til þessa alls bæði vinnu og fjármuni. Það má nú undrun vekja, að þetta mál hefir eigi áður verið upp tekið, þessi stefna í málum kirknanna, heldur hjakkað, án samfeldrar löggjafar um þetta meginefni, á þeirri braut að láta sem mest reka á reiðanum um kirkjubyggingarnar, en að- allega með það fyrir augum að koma öllu af heildinni, ríkinu, á, söfnuðina. En hvert ber það? - Nú er svo komið (og er þó ekki alveg nýtt), að ókleift er hverjum söfnuði úti í hjeruðum landsins að reisa

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.