Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1934, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.01.1934, Blaðsíða 9
B J ARMI 7 göflum þess. Flestum Akureyringum mun hafa verið kunnugt um tilganginn með byggingu húss þessa, vitað strax þegar grunnurinn var grafinn til hvers það átti að vera, en jeg býst við að mörgum hafi farið eins og jeg skal játa að mjer fór þá. Jeg hugsaði sem svo, að mikið væri nú í fang færst af fámennu og efnalausu fjel- agi, að ráðast í slíkt stórvirki. Og jeg býst við, að margan hafi skort trú á það að þetta mikla fyrirtæki kæmist nokkurntíma í það horf, sem nú er orðið, fyrr en þá eftir langan tíma. En forvígiskonur og for- gangsmenn þessarar byggingar hafa ver- ið minnug orðanna úr 2. Mósebók, sem jeg las að upphafi: »Alstaðar þar sem jeg læt minnast nafns míns, mun jeg koma til þín og blessa þig'.« I trausti þessa fyrirheitis Drottins er þetta verk hafið, og hjer, sem fwmarsstaðar, hefir trúin á hjálp hans og liösinni sannað þeim gildi sitt, sem honum treysta og á hans ráð byg'gja. Þetta fyrirtæki byrjaði ekki við nein- ar glæsilegar ytri horfur. En öll bygging Guðsríkis á jörðu hefir veriö byrjuð smátt. Hið fyrsta altari, sem sönnum Guði var reist, þegar Nói steig úr örkinni, var af litlum efnum gert.. Þegar Guð síðar talar við Móse, býður hann honum að reisa sjer altari af torfi. Hið fyrsta musteri Israels- manna var fátækleg't, og' hinn eiginleg'i stofnandi Guðsríkis á jörou, sjálfur frels- arinn Jesús Kristur, fæddist í jötu. Og ekki hefði öllum efasemdapostulum vorra tíma þótt efnilegt að ætla að byg'g'ja aðra eins byggingu og kristna kirkju, ái fámenn- um — 12 manna flokki fátækra og mennt- unarsnauðra verka- og fiskimanna. Svo má um allt það segja, sem mannkyninu hefir orðið til mestrar blessunar. Það virðist allt hafa verið af vanefnum byrjað, en forvígismennirnir hafa átt það, sem mest var um vert, trú á málstað sinn og traust til Guðs. Hið gamla fyrirheit Guðs hljóðar: >:>Alstaðar þar sem jeg læt minnast nafns Wíns, mun jeg koma til þín og- blessa þig'.« Hjer hafa atvikin lotið þessu sama lög- máli, og hjer er uppkominn einn hinn glæsilegasti samkomusalur, sem Guði er helgaður á landi hjer, eftir því, sem jeg' þekki til. Og jeg efa það ekki, að þær kon- ur og þeir menn, sem mest hafa hjer lagt hönd að og mest unnið fyrir þetta fyrir- tæki, munu vera mjer sammála um það, að á þeim hafi fyrirheit Drottins rætst á dásamlegasta hátt; hjer hefir hann dval- ið, frá því að fyrsta moldarrekan var tek- in úr þessum grunni og blessað þetta starf, með því að kippa úr vegi örðugleikunum og opna þá möguleika, sem ekki virtust til. Svo mun öllum raun verða, sem að hans málum vinna og gera það í trú á hann og málefni hans. Hjer er risið upp hús, sem byggt er Guði til dýrðar og hans málefnum til frama og framkvæmda. Hjer liggur mikil vinna að baki og hjer hefir mikið fje ver- ið sett fast, og það einmitt á þeim tíma, þegar sum af hinum svokölluðu þarfamál- um þjóðf jelagsins hafa orðið að bíða fram- kvæmda, vegna fjár- og getuskorts. Vel væri því trúlegt, að margur væri svo gerð- ur í hugsun, að hann liti hornauga til þess- arar byggingar og finnist að hún ófyrir- synju hafa reist verið. Finndist að mátt hefði verja því fje og kröftum, sem hjer hefir eytt verið, til annars þarfara. Jeg gæti trúað því, að til væri hjer í bænum fólk, sem spyrði sem svo: »Er nokkur þörf fyrir hús eins og þetta?« Það er ekki lang- ur tími til að ræða þá hlið málsins hjer, en þó hika jeg ekki við að svara þeirri spurningu játandi. Og jeg vil gera meira en að játa henni, jeg vil blátt áfram halda því fram, að bygging þessa húss sje eitt hið gleðilegasta tímanna tákn, sem gerst hafi í þessum bæ nú á síðustu árum. Það má lesa svo margt út úr því, sem hjer hefir gerst. Það er mikið talað um það, að vjer lif- um nú á þeim tímum, sem trúarlíf sje lítið og kristindómur og kirkja eigi engin

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.