Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.01.1934, Page 12

Bjarmi - 01.01.1934, Page 12
10 BJARMI gerðust forgöngumenn að ]>ví, að sóknar- nefndir fengju hann til að heimsækja söfn- uðina. Jeg býst við að bæði hann sjálfur og kristniboðsfjelagið á Akureyri mundi taka vel í þá málaleitun, og kostnaðurinn, sem kæmi á heimbjóðendur, mundi marg- borgast á ýmsan hátt. S. A. Gíslason. -------------- Hildur Bóasdóttir. Fáein kveðjuorð. Hildur Bóasdóttir fæddist 24. ág. 1886, að Borgargerði í Reyðarfirði. Foreldrar hennar voru merkishjónin Sig- urbjörg Halldórsdóttir Jónssonar, albróður síra Hallgríms heitins Jónssonar, prófasts að Hólmum í Reyðarfirði, þjóðkunns manns, og Bóas Bóasson, Arnbjörnssonar, en móðir Bóasar var Guðrún Jónsdóttir Pálssonar gullsmiðs, albróður Sveins Páls- sonar læknis. Átti Hildur þannig rót sína að rekja til mætra manna í báðar ættir, enda var henni í blóðið borin drengskap- ur og dyggð. I föðurgarði ólst hún upp, ásamt fjöl- mennum systkinahóp. Börnin voru 10 tals- ins, og komust öll á legg og' vel til manns. Ekki var þó fyrir auðæfum að fara í foreldrahúsum hennar. Einyrkjabúskapur ómaga manns, á harðbala jörð, gefur eng- ar birgðir í aðra hönd, þar þykir gott að hafa »til hnífs og skeiðar«, eins og kallað er. En það eru til önnur auðæfi heldur en tímanlegir fjármunir, og' þeim miklum mun æðri, — ánægja, ástúð, friður og sam- lyndi eru í raun rjettri aðal verðmæti mannlífsins, og þeirra verðmæta naut Borgargerðisheimilið í ríkum mæli. Börnin urðu þess brátt vör að foreldr- arnir voru samhentir vinir, æfifjelagar, sem voru samtaka um allt, — eitt í blíðu og' stríðu. Og snemma fengu þau hugboð um það, hvar þau leituðu styrks, er mót- læti bar að höndufn, — að það var bjarg'- fast, barnslegt tráartraust, sem ljeði þeim þrótt og þrek í hVerskonar vanda. Þá var minna um skóladvöl og skóla- göngur en nú tíðl$ast, en hver sá, sem á unga aldri lærir það til hlýtar, að »ótti Drottins er upphaf viskunnar, og þekking hins heilaga sönn hyggindi,« nemur sálu sinni þau sannindi, sem notadrýgst munu verða, þegar á reynir. Sú varð og reynsla Hildar. 16 ára að aldrj fór Hildur úr föður- garði. Leitaði hún, svo sem mörg ung- menni landsins, til höfuðstaðarins, og dvaldist þar um hríð, bæði við störf og nám. Aflaði hún sjer einkanlega þekking- ar í garðyrkju, en á henni hafði hún mikl- ar mætui', og hugði gott til að flytja sveit- inni sinni aukinn áhuga fyrir því velferð- armáli. Ilún unni sveitalífinu, hugði það heilbrigðasta stoð þjóðfjelags vors, og horfðist djarflega í augu við hverskonar örðugleika, sem sveitabúskapurinn hefir í för með sjer. Hildur giftist eftirlifandi manni sínum, Emil Tómassyni, búfræðing, þann 24. júní 1911. Hún lagði á stað út í lífið með ást- vini sínum á allra bjartasta tíma ársins, með vorbirtu í sál og fagrar framtíðarvon- ir, enda varð hjónabandið hið farsælasta. Þau settust bráðlega að á óðali ættar- innar, Stuðlum í Reyðarfirði, þar sem ætt- menn Hildar höfðu búið mann fram af manni. Henni urðu störfin ljúf á þeim slóðum, og var heipiili þeirra hjóna brátt viðbrugðið fyrir sakir gestrisni og greiða- semi. Hjónin studdu hvort annað í því sem öðru. Þeim varð 9 barna auðið. Af þeim eru nú 7 á lífi. Dreng misstu þau, nýfæddan, og dóttur, 14 ára, eftir stutta en stranga banalegu. Þá var sár harmur að heimil- inu kveðinn; stúlkan var óvenjulega bráð- gjör og elskulegt barn, en móðir hennar bar harm sinn með stakri geðró og óbifan- legri trú á handleiðslu Drottins.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.