Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1934, Síða 11

Bjarmi - 01.01.1934, Síða 11
BJARMI 9 Að lokum vil jeg svo þakka öllum þeim, sem hjer hafa lagt hond að verki, hvort sem verið hefir með fyrirbænum, vinnu, fjárframlögum eða annari hjálp. Og jeg vona það og bið þess, að allir þeir, sem hjer hafa til hjálpað, fái að reyna það, að það sem hjer hefir verið gert, verði þeim til gleði, og að þeir fái að komast að raun um fyrirheit Guðs: Aístaðar þar sem jeg læt minnast nafns míns, mun jeg koma til þín og blessa þig. Jeg vona og' bið þess, að þetta hús og' allt það starf, sem hjer fer fram, verði trúarlífi þessa bæjar til blessunar og' ríki Guðs til efl- ingar, og hans andi megi vera hjer yfir öllum athöfnum, sem hjer fara fram. 1 umboði embættis míns vígi jeg' svo þetta hús, Zíon, í nafni Guðs, föður, son- ar og heilags anda. Jeg helga þennan sal, svo að hann sje heimkynni Guðs, og til þess eins notaður, sem honum og hans ríki má til eflingar verða. Blessaður sje þessi bústaður Guðs; bless- un fylgi þeim lofsöngvum, sem hjer verða sungnir, Guði til dýrðar, þeim bænum, sem hjeðan stíga til Guðs í hæðirnar, því lífs- ins orði, sem hjer verður boðað, svo að það geti vakið hina andvaralausu, huggað hin harmþrungnu hjörtu og' lyft sálunum upp frá mæðu þessa lífs til hins eilífa friðar. Blessun, náð og friður sje með hverjum þeim, sem leitar hjer sálu sinn styi-ks, hvíldar og endurnæringar, hvort sem það er í sorg eða gleði, meðlæti eða mótlæti. Friður sje með oss öllum í Jesú nafni. Amen. II. Tíundi desember s. 1. var gleðidagur fyr- ir konurnar í kristniboðsfjelaginu á Ak- ureyri og alla vini fjelagsins. Konurnar höfðu unnið að því að reisa sjer samkomu- hús með óvenjulegri fórnfýsi og trúar- trausti. Fjeleysi og úrtölur voru erfiðir farartálmar, einkum fyrst í stað, — en eft- ir því sem húsbyggingunni miðaði áfram fjölgaði vinum og stuðningsmönnum, bæði stórum og smáum. Sumir gáfu vinnu, t. d. sína með byggingunni, aðrir g'áfu »aura«, gaf byggingarmeistarinn, alveg' umsjón t. d. gaf barnafjelagið »Frækornið« ljósa- krónu — um 200 kr. virði, og' þótti mynd- arlega gjort af ársgomlu smámeyjafjelagi. Bjarma hefur verið sagt frá miklu fleiri gefendum, sem oflangt yrði að telja. Vígsludag'ur hússins var hátíðisdagur. Fólk streymdi að, fyllti salinn og þótti hann prýðilegur. Blá hvelfing, skift í smá- reiti með listum, og stjarna í öðrum hvor- um reit. Á austurstafni (við ræðustólinn) er stjarna, sem sendir geisla út undir veggi beggja meg'in og' í-ekur frá skýin. Undir stjörnunni er kross og neðan við hann er oííumáluð mynd af Kristi í Getse- manegarði. Jóhannes Sigurðsson málaði hana, en Jón Þór málari hafði umsjón með allri málningu hússins. Á vesturstafni er mynd af uppstigningunni. Ræðumenn voru 5: Sóknarpresturinn, sem flutti ræðuna hjer að framan, sr. Sig'- urður Stefánsson á Mcðruvöllum, Jóhann- es Sigurðsson, starfsmaður fjelagsins, Gook, formaður Sjónarhæðarsafnaðar, og forstjóri Hjálpræðishersins á Akureyri. - Sennilega hafa margir viðstaddir, sem sáu salinn og vissu eitthvað um fyrirbænirnar og fórnfýsina við bygginguna, hugsað: »D)-ag skó þína af fótum þjer, því að stað- urinn, sem þú stendur á, er heilög jörð,« - alveg eins og eini utanbæjar-ræðumað- urinn sagði við húsvígsluna. En þótt húsið sje komið upp, þá eru skuldir á því talsverðar og fullerfiðar fá- mennu fjelagi, einkum þar sem það jafn- hliða tekur að sjer að launa fastan starfs- mann. Ætti öllum ísl. kristindómsvinum að vera ljúft að styðja fjelagið, og þó eink- um á Norðurlandi. Því að það mun sann- ast, að mörgum verður til blessunar, ef Jóhannes Sigurðsson getur ferðast um nyrðra, til að flytja Guðs orð. Væri harla æskilegt, að áhugasamir prestar nyrðra

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.