Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1934, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.01.1934, Blaðsíða 10
8 B J ARMI tök í hugum fólksins. Jeg vil þá aðeins spyrja þá, sem svo hugsa: Mundi dýr og reisuleg bygging rísa, þar sem aðeins ætti að vinna fyrir málefni Krists og kirkjunn- ar, ef enginn hefði áhuga á þeim málum? Mjer finnst þessi bygging sanna hið gagn- stæða. Annað er það, sem íslenska kristni og trúarlíf hefir skort. Pað er lifandi, starfandi áhugi safnaðanna fyrir hinum ytri málefnum kristni og kirkju. Það er nokkuð rótgróin trú margra, jafnvel góðra manna, að kristindómsboðun og trúarlegt starf eigi að loka inni í kirkjunum. Þar á jeg við, að svokallað safnaðarlíf og safn- aðarstarfsemi hefir lítil verið. Mörgum finnst sem sje, að það sje prestanna einna að lýsa fólkinu, þeir eigi að vera hinir síbrennandi vitar, sem kasti ljósi kristin- dómsins yfir umhverfið. Nú er það vitan- legt og skiljanlegt, allra helst eins og nú er komið hag íslenskra presta, síðan presta- köllin voru stækkuð, eins og nú er orðið, og ýmsum óviðkomandi önnum er hlaðið á þjóna kirkjunnar, að sje þeim einum falið allt hið andlega líf, og ættu þeir hvergi stuðning, þá næði boðun orðsins alls ekki tilgangi sínum. Og það er ekki tilgangur hins kristilega safnaðarlífs, að söfnuðirnir sjeu aðeins meðtakandi þiggjendur, held- ur meðstarfandi að öllum framgangi þeirra efna, sem Guðsríki tilheyra. Það er ekki boðun orðsins ein, sem er kirkjunnar starf. Kristindómurinn er fyrst og fremst líf, og þar sem líf er, hlýtur að vera fram- kvæmd og starfsemi. Kirkjan hlýtur að hafa á stefnuskrá sinni líknarstarf, í allri merkingu, samstarf meðlimanna til sjálfs- uppbyggingar og þroska og útbreiðslu fagnaðarerindisins, til þeirra, sem enn sitja í myrkrunum. Fyrir þessum og öðr- um sannleika í þessum málum hafa augu margra íslenskra safnaða, og jafnvel presta, verið of lokuð. En bygging þessa húss og tilgangurinn með henni, er mjer órækur vottur þess, að hjer er þó til flokk- ur manna, sem skilur þetta. Þessvegna fagna jeg árangrinum af áhuga þeirra og bið þeim alls árnaðar Guðs. Enn eru til þeir menn, sem halda að nokkur hætta sje alltaf á ferðum, þegar farið er með trúarefni utan kirknanna. Þar sje hætta á að kenni einhverrar óheil- brigðrar ofsatrúar eða trúarvillu, sem ekki standi á hinum eina og hreina grundvelli þess kristindóms, sem kirkjan verði að halda utanum. Þessi misskilningur er vit- anlega sprottinn af þröngsýni einni og þekkingarleysi. Og það sem meðal annars gleður mig hjer sjerstaklega, er að sjá að hingað eru komnir formælendur þeirra trúarfjelaga hjer í bæ, sem standa utan kirkjunnar, til þess að samgleðjast við þetta tækifæri. Það tel jeg talandi vott þess, hve augu nútíðarkristninnar eru að opnast fyrir því, að allir eiga að sama markinu að vinna, Það er mörgum mest um vert, að unnið sje á.kirkjulegum grund- velli eingöngu, þegar um guðsríkismálin er að ræða. Það álít jeg ekki skifta svo miklu máli, ef aðeins er unnið á hristileyum grundvelli. Það er Jesús Kristur og hann krossfestur, sem er grundvöllur vor allra, hvernig sem skoðanirnar kunna að vera skiftar á aukaatriðum trúfræðinnar. Jeg hefi eitt sinn setið þing með 600 fulltrúum kristninnar, af 34 þjóðum og álíka mörg- um trúarstefnum. Þar var litið á það eitt, sem sameinaði, en ekki á hitt, sem sund- urdreifði. Þar var sjálfur Jesús Kristur sameiningarbandið. Svo á einnig að vera hjer. Þetta tækifæri vekur því þrefalda gleði í huga mjer. Jeg sje í því tákn þess, að niðurrifsmenn á trúna á framtíð Krists og kirkju hafa rangt fyrir sjer. Kristur lifir í sálum fólksins. Jeg sje vaknandi skilning á því, að kristindómurinn á að vera líf safnaðarins, en ekki lokaður inni í kirkjunni einni, og jeg sje hug samúðar og samstarfs og vilja til þess að byggja á þeim einum grundvelli, sem lagður er, sem er Jesús Kristur.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.