Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.05.1934, Qupperneq 10

Bjarmi - 15.05.1934, Qupperneq 10
BJARMI 80 Frá rauðri höfuðborg. Dr. Skinsness, kristniboði frá lúterskri kirkju Bandaríkja, er starfað hefir í ná- grenni við kommúnistaveldið í Mið-Kína, skrifar svo um miðjan s. 1. vetur: »Það komu boð eftir mjer að koma tafar- laust til Chinfuh — þar sem »rauði her- inn« hefir haft höfuðstöðvar sínar til skamms tíma. Hershöfðinginn, sem tekist hafði að reka kommúnista brott, var al- varlega veikur og bað mig- að koma til sín. Mjer fannst það vera bænheyrsla. Marg'- oft hafði jeg þráð að geta farið til Chin- fuh og' verða þar að einhverju liði meðan Nelson kristniboði var þar fangi komm- únista. Chinfuh er ekki stór borg. Pjöll eru þar á alla vegu og víg'girðingar og kastalar í hlíðum þeirra. Allt var rólegt er jeg kom. Suðurhluti borgarinnar, verslunarbærinn, var alveg í rústum, víða var verið að end- urreisa húsin í hinum hluta borgarinnar. Frjettirnar, sem mjer voru sagðar, voru afskaplegar. 20 til 40 þús. manna höfðu látið lífið meðan rauðliðar voru við völdin. Langflestir höfðu verið drepnir í' kyrþey. Þeir voru kallaðir til höfuðstöðvanna — og sáust aldrei framar. Þegar um þá var spurt, þóttist enginn vita um þá, en borg'- arbúar vissu að þegar svækja af brunnum beinum og brendu keti barst um bæinr. að þá höfðu einhverjir verið kvaddir á fund rauðu foringjanna. Jeg sá stórar gryfjur hálffullar af sviðn- um mannabeinum. Þar höfðu þeir verið brendir sem rauðliðar vildu losna við. Auk þess láu mannabein hingað og þangað um borgina. Nú var búið að taka fjölda rauðliða fasta hjer og þar í nágrenni borgarinnar. Jeg mætti þeim í hópum þar sem verið var að reka þá í fangelsin. Margir voru þeir auðsjáanlega dauðþreyttir, gátu varla dregist áfram. Jeg talaði við ýmsa fanga, þar á meðal við einn hershöfðingja þeirra. Mjer kom í hug að fundir okkar hefðu orð- ið öðru vísi, ef við hefðum hittst fyrir ári síðan. Nú var hann þreyttur og hræddur, líkr og jeg hefði líklega verið, ef jeg' hefði hitt hann meðan hann var við völd. Hann sagði mjer frá tveimur útlend- ingum, sem Kommúnistar hefðu tekið og hann bjóst við að væru á lífi. Rauðliðar, sem flýðu til Szchwan höfðu tekið þá með sjer. Annar þeirra mun hafa verið Ferg'- uson kristniboði, sem nú frjettist ekkert framar um, annað en það, að þegar rauð- liðar voru að flytja ræður um illa fram- komu útlendinga í Kína, þá ljetu þeir hann fara um torgin svo að skrillinn gæti smán- að hann. Það eina, sem jeg frjetti um Nelson kristniboða, var að hann mundi hafa verið drepinn 2 eða 3 mílur fyrir sunnan borgina, og væri þar grafinn, en þar eð ekki er búið að »hreinsa þar vel til«, reka alla rauðliða brott, fæ jeg ekki að fara þangað.---------- Það er skínandi fagurt hjer inni milli fjallanna, bratt'ir ásar, grænar hlíðar, fjallalækir fagurbláir, brosandi dalir, fuglasöngur og yndislegur friður - úti í náttúrunni, en óskapleg eymd og ang'- ist, þungur grátur og hræðilegar formæl- ingar meðal fólksins. Það getur enginn ímyndað sjer aðrar eins andstæður nema hann hafi sjálfur sjeð þær, og enginn lýst þeim fyllilega, þótt hann hafi sjeð þær.« ..— tfr Sknftafcllssýslu cr rltað: Jeg mundi eðli- lega, eins og margir aðrir, sakna þess ef Bjarmi hœtti að' koma til okkar, þvl að blaðið hefir alla tlð verið, og er andleg blessun öllu sannkristnu fólki, eins og það hefur verið og verður jafnan til ásteytingar ])eim, sem andstœðir eru sönnum kristindómi. Við biðjum mörg beinlínis fyrir Bjarma og framtíð hans.«

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.