Bjarmi - 15.05.1934, Blaðsíða 16
BJARMI
Oxford-hreyÚngln breiðist út og mœtti segja
mörg dœmi eftir erl. blöðum. Meðal annars hefir
það vakið eftirtekt að enskir þingmenn taka
henni ágætlega. Sir Eric Fremantle þingmaður
I neðri málstofu parlamentisins bauð samþings-
mönnum sínum á samkomu, sem halda skyldi
með sama sniði og Oxfordmenn gjöra. Var fyrsta
samkoman haldin 6. des. í vetur og átti að vera
í nefndarherbergi sem tekur 60 manns og standa
I fjörutíu mínútur, en hún stóð klukkutma leng-
ur, og varð tvisvar að flytja sig í stærri sali,
því að um þriðjungur þingmanna neðri málstof-
unnar sóttu samkomuna. — Fyrsti ræðumaður
var ungur stúdent frá Oxford, er sagði frá hvern-
ig Kristur hefði snúið honum frá hæðni og guð-
leysi að öruggu trúarþreki. Væntanlega hafa
fleiri samkomur jafngóðar farið á eftir. Pessi
hreyfing hefir þegar haft nokkur áhrif á Norð-
urlöndum. Bækur um hana, þýddar og frumsamd-
'ar, hafa flogið út og orðið til að vekja trúar-
alvöru og hjer og hvar hafa verið haldnir fundir
með sama sniði og í Englandi, — og þátttak-
endur talið þá' blessunaruppsprettur.
Eftirtekt hefir það og vakið að formaður stór-
þingsins norska C. J. Hambro hefir gjörst tals-
maður þessa starfs og þýtt bókina »Life Chang-
ers« á norsku. En þar er sagt frá afturhvarfi
fjölda manna fyrir áhrif frá hreyfingunni.
— Kagagva, frægasti kristniboðsfrömuður Jap-
ana, hefir þýtt hana, »For simmers only« o. fl.
hreyfingar-bækur á japönsku. —
Hambro stórþingsmaður kynntist þessari hreyf-
ingu i Geneve, þar sem hann sat þjóðabandalags-
fundi. Og hefir hann síðan oftar en einu sinni
sagt þingmönnum heima og erlendis, að sú nýja
lifandi kristindómshreyfing, sem hann hefði
kynnst hjá Oxfordmönnum«, væri það eina, sem
frelsað gæti heiminn frá þeim ófarnaði og úr
því öngþveiti sem alstaðar ríkti. Pjóðabandalags-
fundir ráðalausir og áhrifalausir. Pjóðabandalags-
byggingin nýja, sem mest var gumað um, stæði
með tómar gluggakistur, sem nýr Babelsturn,
sýnishorn af vanmætti mannkynsins.
Kristur einn getur bjargað, og starfsaðferðir
Oxfordmanna ná bestum tökum á samtíð vorri.
— Þetta segir nú Alþingisforseti Norðmanna.
Prentvllln. Síða§ta tölubl. er þvi miður dagsett
1. mai 1932! Eru kaupendur, sem ætla siðar að
binda inn árganginn, beðnir að skrifa nú þegar
4 ofan í þessa 2, svo að ártalsskekkjan valdi ekki
síðar misskilningi.
Bækur.
Varför jag ar en Kristen, Fastlagstankar, Krist-
endomen och den nya moralen, svo heita 3 ný-
prentuð erindi (hvert á 50 aura), sem prófessor
Hallesby flutti í Uppsölum liðinn vetur, aðallega
fyrir stúdenta, en Evangel. Fosterlands-stiftelsen
gaf út. Hallesby fer á hverjum vetri fyrirlestra-
för til Danmerkur og Sviþjóðar; safnaðafólk 1
Danmörku og stúdentar í Svíþjóð gangast fyrir
því og má af því marka að erindi hans vekja eft-
irtekt.
Lcvande Vatten, 3 góð smáerindi um »vatn
lifsins« eftir Visen Nyström (v. 50 aura), sama
forlag.
Op fra Dybct, heitir góð og fróðleg bók frá
forlagi »Kirkjuklukkunnar« í Khöfn, þai sem
lýst er dálítið starfi þjóðkunnrar enskrar skáld-
konu, Josephine P. B. Horton, sem skrifaði mjög
vinsælar kristilegar- sögur og tók mikinn þátt í
ýmiskonar björgunarstarfsemi.
Hold fast livad du har, eftir Ivar Welle. Pessi
bók er ætluð fermingarbörnum og flytur 31 hug-
vekju, og textarnir allir úr fræðum Lúters og
biblíumynd með hverri hugleiðingu. Bókin er svo
góð að manni þykir raunalegt að engin svipuð
bók skuli til handa ísl. fermingarbörnum. —
Hún er 68 bls. og kostar einar 2 kr. í bandi.
Útgef. er Lílthersstiftelsen, Osló.
Aandsfylte Kristne úr ensku, Kirkeklokkens
Forlag 92 bls. v. 1,35 kr. Eins og nafnið bendir
til er þessi bók ætluð trúuðu fólki, og veitir
hún því margar þarfar áminningar og leiðbein-
ingar.
Stanley Jones, hver er hann og hvað vill hann'?
heitir nýútkomin ágæt bók (64 bls.) eftir Sær-
mark metodistaprest í Khöfn. Nyt Nordisk For-
lag. Þeir sem dönsku lesa og vilja kynnast ágæt-
um manni ættu að eignast bókina.
Kaupendur sem hafa flutt sig eða flytja sig
í vor eru vinsamlega beðnir að láta afgreiðslu
Bjarma vita um það sem fyrst. — Munið eftir
að gjalddagi Bjarma er í júní.
Ritstjóri: S. Á. Gíslason.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar.