Bjarmi - 01.08.1934, Page 10
120
BJARMI
starfi. Enginn þarf að efast um að þetta
er þýðingarmikiö atriði á vorum tímum.
Pað er frumskilyrði þess að vinnan geti
g'öfgað manninn. 1 handavinnu er sjer-
stakt tækifæri til að hjálpa nemendum á
þessa leið. Handavinnukennarinn hefir
tækifæri til að kynnast nemendum ítar-
lega. Mikils virði er það, að þeir skólar,
sem hafa verklegar deildir, ná einnig í
nemendur, sem annars hefðu tæplega þor-
að að koma í skólann vegna þess að þeir
eru ef til vill engin »skólaljós« í vanaleg-
um skilningi. 1 handavinnudeildinni geta
þeir þó fundið áhugaefni fyrir sig. En það
liggur í augum uppi hve þýðingarmikið
það er að nemandi finni ánægjuna, sem
er því samfara, að vinna að því, sem hæfi-
leikarnir eru til.
Vetrarvist á norskum alþýðuskólum er
vanalega frá fyrsta október til um miðj-
an apríl. En á sumrin maí og júní, eru
haldin tveggja mánaða námskeið fyrir
stúlkur í matreiðslu og nokkurri handa-
vinnu. Kostnaður við þessi námskeið er
mjög lítill og öll kennsla hefir það fyrir
augum að veita stúlkum kunnáttu og æf-
ingu í vanalegum innistörfum á sveita-
bæjum. Pær læra að búa til ódýran en
hollan mat, þvo og sljetta lín, hirða um
fatnað, hjúkra veikum í viðlögum, sauma
og gera við vinnuföt, gera hreint o. þ. u. 1.
Og alltaf er reynt að hjálpa þeim að finna
ánægju í því að vinna vel og sýna skyldu-
rækni og trúmennsku í öllu.
Að endingu má spyrja hvort hægt sje
að benda á sýnilegan árangur æskulýðs-
skólastarfseminnar í Noregi. Því getur
maður tæplega svarað fullnægjandi, vegna
þess að hjer er aðallega að ræða um á-
hrif á persónulegan þroska unglinganna.
Þó munu allir kunnugir telja að fátt eða
ekkert hafi jafn göfgandi áhrif á æsku
vorra tíma eins og góðir skólar. Pví æskan
þráir þekkingu og þá er mikilsvarðandi að
skólarnir reyni ekki aðeins að gefa unga
fólkinu fróðleik, en lyfti henni einnig í öllu
góðu.
Pýðingarmikið atriði er það að á æsku-
lýðsskólunum opnast augu nemenda fyrir
því til hvers þeir duga og hvað þeir vilja
verða. Oft eru kennarar spurðir til ráða,
þegar nemendur eru að bollaleggja hvaða
starfsvið þeir ætla sjer. Mjer virðist daugn-
aður og háttprýði, sparsemi og áhugi vera
eiginleikar sem einkennir marga þá sem
hafa orðið fyrir áhrifum góðra alþýðu-
skóla. Unglingar, sem hafa dvalið á þess-
um skólum, verða oft góðir starfsmenn í
fjelögum, sem styðja góð málefni.
Nú þurfa bændur í Noregi ekki að
kvarta yfir fólksleysi í sveitunum, og þó
það sje ekki eingöngu æskulýðsskólunum
að þakka, þá hafa þeir áreiðanlega gert
mikið til þess. - — »Við trúum ykkur svo
vel fyrir börnunum okkar,« hafa margir
norskir foreldrar sagt við mig, þ’egar sam-
talið barst að æskulýðsskólunum. Þetta al-
menningstraust er besta meðmæli starfs-
ins. — Það er alls ekki reynsla Norðmanna
að æskulýðsskólarnir dragi fólkið úr sveit-
unum, en frekar hitt, að nemendur Jiess-
ara skóla fái meiri áhuga fyrir ölíum
sveitastörfum. Yfirleitt getur maður sagt
að æskolýðsskólarnir gefi þjóðum hugsjóna-
ríkan og aðgætinn æskulýð sem vill þókn-
ast Guði og verða þjóð sinni til Idessunar.
Albert Ólafsson, kennari.
Sagavoll ungdomsskule, Gvarv st.
Telemark, Norge'.
Halleslty próíessor í Osló hefir orðið fyrir þeirri
»sæmd« að einhver Geir Jónasson ritar um hann
tveggja dálka háðgrein 1 blaðið Dag 12 júlí. Er
þar engum skilningi á kristindómi fyrir að fara,
og sennilegt að Hallesby verði eftir sem áður tal-
inn f fremstu röð prjedikara Norðurlanda, og
bækur hans, sem skifta tugum, renni út eftir
sem áður.