Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.05.1935, Side 2

Bjarmi - 15.05.1935, Side 2
74 BJARMI Hjer er komin heil fjölskvlda, 6 manns alls. Fyrir þremur mánuðum aðeins sátu g-rettin goð í öndvegi heimilisins. Elsti son- urinn (26 ára), hefir verið brjálaður tvö síðustu árin. Digur timburstokkur er feld- ur á fætur honum og þótti flestum átakan- leg sjón er yngri bróðir hans bar hann inn eftir kirkjugóJfinu á bakinu. Móðir hans gafst Drottni í byrjun samkomanna, en drengurinn hennar læknaðist af brjál- seminni síðasta daginn og hefii- verið með fullu ráði síðan. — Pá heilsar upp á okkur ungur mað- ur. Konan hans snjerist fyrir þremur ár- um og hefir síðan lifað Drottni. Við vit- um að hún hefir vikum saman hlakkað til að koma á þessar samkomur. En þegar til kom hefir henni þótt rjettast að láta mann- inn njóta tækifærisins en gæta heimilis- ins sjálf og biðja fyrir honum. Og henni varð að bæn sinni. Maðurinn hennar varð snortinn mjög fyrsta daginn og átti í ákafri sálarbaráttu í þrjú dægur. Var sem honum væri sett fyrir sjónir synd- ir hans allar og óknyttir frá æskuárum til síðasta dagsins áður en hann kom hing- að. En svo varð hann líka óumræðilega sæll er hann loks f jekk trúað því að Jesú Kristi væri gefið vald til að fyrirgefa syndir. Konuna hans hefir eflaust ekki iðrað þess að hún sat heima og neitaði sjer um að fara á samkomurnar hans vegna. Annars er ekki óvenjulegt að trúað fólk taki að sjer heimilisstörfin til þess að ekki trúaðir ættingjar og vinir geti farið á sam- komurnar; síðan vakningin kom þekki jeg mörg dæmi þess. Þá vildi jeg hafa kynnt ykkur trú- aða konu. Hún hefir sætt ofsóknum á heim- ili sínu og er eina kristna manneskjan í heilu bæjarhverfi. En nú hefir henni tek- ist að telja vinkonu sína á að sækja sam- komurnar. og hún gafst Guði næst síðasta daginn, en hafði þó fyrir fram ásett sjer að láta ekkert á sig bíta. Mikil var gleði þeirra beggja. 3. Sjerstakan kafla verður að ski-ifa um Li Feng-hsiang, einn af okkar áhugasöm- ustu safnaðarmeðlimum. Hann er búsettut í þorpi skamt fyrir noröan bæ. Honum þótti það ánægjulegt í meira lagi er kenn- ari þeirra þorpsbúa kvaðst vilja fara með honum á samkomurnar til þess um leið að heilsa upp á mig. Því hann hafði geng- ið á námskeið hjá mjer haustið 1926. En svo tókst til að kennaranum varó ekki lengi vært hjá okkur að þessu sinni. Á fyrstu samkomunni varð hann svo snort- inn að hann skalf frá hvirfli til ilja. Li vinur hans grjet er hann sagði mjer frá því daginn eftir að nú væri kennarinn »strokinn«, hann hefði ekki þorað að eiga undir því að Guðs andi yrði honum yfir- stez'kari. Við báðum fyrir kennaranum og minnt- umst að skrifaö er í Sálm. 139.: »Hvert get jeg farið frá anda þínum og hvert flú'ð frá augliti þínu«. Og það gladdi okkur aó kennaranum mundi ekki takast að flýja. frá anda Guðs, og að þess mundi ekki langt að bíða, að hann sannfærðist um að »þær fyrirætlanii' sem Drottinn hefir í hyggju með oss, eru fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita oss vónarríka fran> tíð«. Síðar gefst tækifæri til að kynnast fleir- um. —- Hjer er komið margt trúaðra manna. Aðrir hafa um lengri eða skemmri tíma heyrt og numið fagnaðarerindi Krists án þess þó að verða fyrir nokkrum verulegum áhrifum, og eru þeir í miklum meiri hluta. Með trúarvakningunni kom glögg aðgrein- ing myrkurs og ljóss, guðsríkis og heims- ins, og er engum gert hægt fyrir að draga sjálfan sig á tálar. Hjei- er ekki margt ríkra manna og hátt- settra, enda er þess ekki að vænta eftir rán og róstur síðustu ára. Síðan stjórnar- byltingarárið hefir íbúum trúboðsumdæm-

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.