Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.05.1935, Page 3

Bjarmi - 15.05.1935, Page 3
BJARMI 75 is míns, fækkað um rösk 200 þúsund. LJr 800 þús. niður í 570 þúsund. Karlmönnum sjerstaklega hefir fækkað geysilega. Á meðal tæplega 500 manns á þessum sam- komum, voru yfir 80 ekkjur. 4. Aðalræöumaðurinn er kínverski vakn- ingaprjedikarinn Wu Chenming. Hann er prestur í lútersku kirkjuf.jelagi. Síðustu árin hefir hann ferðast víða og haldið sam- komur í kirkjum og kvikmyndahúsum, há- skólum og herhúðum, alstaðar við mikla að sókn og óvenjulega mikinn árangur. Hann prjedikaði hjer 16 sinnum á 8 dög- urn, og í öll skiftin miklu lengur en maður á að venjaSt í kirkjum á Islandi. I hyrjun fyrstu samkomunnar vitnaði hann um trú- ai'reynslu sína og köllun til að boða synd- urum afturhvarf og syndafyrirgefningu. »Jeg hefi verið prestur í 15 ár,« segir hann. »En sem Guðs barn er jeg aðeins þriggja ára gamall. Á vakningasamkom- um Marie Monsens*) hjá okkur fyrir þremur árum, var jeg einn versti andstæð- ingurinn. Hugði jeg mig vera það vel að mjer i lúterskri trúfræði að jeg vissi aö slík dómsboöun ætti þar hvergi heima. En þess gætti jeg ekki að þekking mín og trú- arskoðun náði til heilans einungis en ekki hjartans, og hafði því vitanlega engin á- hrif á hugarfar og breytni. Jeg varð M. Monsen mjög reiður er hún spurði mig hvort jeg hefði gefist Kristi, og kvað jeg hana það einu gilda. En til þess gat jeg vitnað að jeg var guðfræðing- ur og prestur, og þar fyrir utan hafði jeg 16 ár að baki m.jer í þjónustu guðsríkis. — Eftir því sem leið á samkomurnar varð jeg æ órórri. Boðskapurinn um synd og sekt og dóm og afturhvarf, hrærði sam- visku mína. Jeg vissi að jeg lifði í synd og dró sjálfan mig á tálar. Loks bað jeg um að fá að tala við M. Monsen einslega, en hún var þá vant við ’s) Norsk kristniboðskona. látin. Sá biðtími fannst mjer aldrei mundi enda taka. Ver hefir mjer aldrei liðið um æfina. Við báðum svo til Guðs og jeg út- hellti hjarta mínu fyrir honum og játaði syndir mínar afdráttarlaust. En hún bað þess sjerstaklega að Guð :yki mjer trú. Er jeg eftir á leitaði leiðbeininga í Ritn- ingunni opnaðist skilningur minn og mjer fannst engu líkara en að jeg hefði aldrei litið í hana áður. Allt sá jeg í nýju ljósi. Allt var orðið nýtt. Áður hafði jeg lesið Ritninguna og lagt út af orðum hennar einungis fyrir aðra. En nú brá svo við að mjer fannst hvert orð til sjálfs mín talaö. Er jeg las Jóih. 3, 16. kom yfir mig sælu- rík vissa fyrir að syndir mínar væru mjer fyrirgefnar, og að Guð kannaðist við mig sem barn sitt endurleyst með blóði sonar hans. Eftir á varð jeg að þola mikið illt. Sam- verkamenn mínir og ýmsir safnaðarmeð- lima, ofsóttu mig leynt og ljóst, en höfðu þó verið góðir vinir mínir áður en jeg snjerist«. »Ef þjer heyrðuð heiminum til«, sagði Jesús við lærisveinana. »þá mundi heim- urinn láta sjer þykja vænt um sitt eigið. En af því að þjer heyrið ekki heiminum til, en jeg hefi útvalið yður af heiminum, vegna þess hatar heimurinn yður«. 5. Mjer hefur orðið eitt og annað minnis- stætt úr ræðunum, og skal jeg nú tilfæra, surot af því hjer. Þess skal getið til dæmis um textavalið að talað var um manninn, sem skuldaoi tíu þúsund talentur, og um konuna er hafði haft blóðlát í 12 ár, og um Kain og Abei. Esaú, Davíð konung, Heródes, Sakkeus, samversku konuna, og um konuna sem Jes- ús sýknaði. Einn af Faríseunum bauð Jesús að eta hjá sjer, og hann fór inn í hús hans og settist undir borð. En kona ein bersyndug kom þar óboðin, og hún f.jekk lækning állra meina sinna og eilíft líf.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.