Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.05.1935, Side 4

Bjarmi - 15.05.1935, Side 4
76 BJARMI Fyrir nokkrum árum veiktist jeg og kostaði miklu til að leita lækninga, en allt kom fyrir ekki. Kona ein í sama húsi lá mjög veik, og notaði hún sjer það að jeg ljet sækja læknirinn, og hún varð albata á skömmum tíma. Margir safnaðarmeðlimir hafa árum saman heyrt fagnaðarboðskapinn án þess að veita honum viðtöku, og hafa ekkert annað upp úr því en fyrirhöfnina, eins og Faríseinn að sínu leyti. Aðrir frelsast frá syndum sínum, en þeir ekki. Menn færðu til Jesú lama mann, sem var borinn af fjórum; og er þeir gátu ekki komist nærri honum fyrir mannfjöldanum, rufu þeir af þakið þar sem hann var, og ljetu þeir síga niður sængina, sem hinn lami lá í, fyrir fætur Jesú. Ef til vill er hjer mörgum eins farið og mjer, sem í mörg ár hjelt til uppi á þak- inu, án samfjelags við Frelsarann og hans trúuðu. Jeg var yfir það hafinn að krjúpa sem syndari að fótum Frelsarans. Þegar trúarvakningin kom »rufu þeir af þakið og ljetu mig' síga niður«. Og í návist Frels- arans hefir mjer liðið og farnast ólíkt bet- ur en úti á þekju guðvana og vonlaus. Það var einu sinni að maöur einn fór upp til musterisins til að biðjast fyrir. En hann hafði í raun og veru einskis að biðja. Hann þakkaði miklu fremur að hann var ekki neinn venjulegur syndari. En það átti hann að þakka sjálfum sjer en ekki Guði, og hafði hann því ekkert erindi tii Guðs húss fremur en aðrir iðrunarlausii' menn. MaðJr fer ekki til l iknis til þess að þakka þaö, að maður heiir aldrei ifur verið. -v Je^ ús fiælsar syndarann; heilbrigðir þurfa ekki læknis við. Farir þú að kannast við syndir þínar frammi fyrir alltsjáanda Guði, þá mun þig ekki framar skorta bam- ar anda; þú veist þá hvers þú átt að biðj- ast, og þú munt bæn.heyrðup- verða, en bænheyrsla er undanfari þakkargerðar Guði til dýrðar. Kona ein var staöin að hór. Sam- kvæmt Guðs lögum skyldi hún grýtt, og umhverfis hana stóð heill hópur miskunn- arlausra manna albúinna til þess að full- nægja dómnum. Það var fokið í flest skjól fyrir henni. Dærnd af Guði og mönnum og sinni eigin samvisku. En þá tekur Jesús að sjer að flytja mál hennar. Honum er gefið vald til þess að fyrirgefa syndir, og hann líknar þeim öll- um er á hans náðir leita. — »Hver er sem fordæmir? Kristur Jesús er sá, sem dáinn er«, þ. e. a. s. dáinn í vorn stað. »Hvernig fáum vjer þá undan komist ef vjer van- rækjum slíkt hjálpræði?« Sjá því að þjer syndug'ur maður, og flý til hans vitir þú fótum þínum forráð!« Meira. -----•>~<Z> <•-- Mitt hús á að vera . . .? Eftir Sigurbjöm Einarsson. Niðurlag. Mikið er gert á landi voru til þess að sijnast, og virðist almennur áhugi fyrir því, að einkum höfuðstaðurinn beri á sjer menningarsnið cg auglýsi þannig í gæti þjóðarinnar. L þessu skyni er ýmisleg't gert og ber ekki að lasta þá viðleitni. Hún gæti verið göfugrar náttúru. P’að þykir nú ekki fínt lengur að láta bera á trú sinni. Trúleysið er tískulöstur og tískulestir allir eru metnii' sem dyggðir, svo ofurlítið sje vikið við orðum Moliéres. Nútímamaðurinn er »tolerant« í trúar- efnum, og er það að vísu hrósvert innan heilbrigðra takmarka. En hvað hafa menn hugsað við samanburðinn á Dc-mkirkju þjóðkirkjunnar og Kristskirkju í Landa- koti? Ekkert, sem leitt hafi til athafna. Einhver minnsti söfnuður lanclsins reisir kirkju, sem er fullkomið listaverk út í æsar, öflugasta trúarjátning, sem íslensk hönd hefir gert úr grjóti. Þessi litli söfn- uður á væna móður, aðrir ísl. söfnuðir

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.