Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1935, Síða 5

Bjarmi - 15.05.1935, Síða 5
B J A R M 1 77 illa stjúpmóður. Það gerir gæfumuninn. Hin evangelisk-lútherska kirkja —• þjóð- kirkja Islands - er að heita má »hi';snæð- islaus« í sjálíum höfuðstaðnum. Menn meira að seg'.ja sumir kirkjunnar menn — slá því fyrir, að Dómkirkjan sje aldrei full, nema þegar helgast er. Fyrst sje að fylla hana, síðan byggja nýjar kirkjur. Þegar bent er á vegalengdir innanbæjar, verður svarið: Fólkið hefir strætisvagna og útvarp. — Það er nú í mesta máta að set.ja trúarþörf almennings á gaddinn en ekki á Guð! — að beita henni á útvarp- ið. Skal þó ekki hnýtt í það, það er gott svo langt, sem það nær. En hvernig full- nægir það höfuðnauðsyn trúarlífsins, þörf samfjelagsins? Leyndardómur guðsþjón- ustunnar er ekki síst fólginn í því, að menn eru samankommr á helgan stað og eru þar með einum huga. Þar hjálpar hver öðrum einmitt með því að reyna að hjálpa sjálfum sjer. Menn hlusta á útvarpsguðs- þjónustur, þátttakan er að mestu útilok- uð. Þörfin að koma saman og vera sam- an hefir allt af gert. vart við sig og rutt sjer braut. Kirkjan hefir allt af hagnýtt sjer þessa mannlegu þörf. Ætti hún nú að fara að taka upp aðrar starfsaðferðir, einmitt þegar þýðing samfjelagsins og sam- verunnar er betur skilin og viöurkenm! af sálfræðingum og meira beitt af stjórn- málamönnum og öðrum, sem áhrif vilja hafa í einhverja átt, en nokkru sinni fyr? Menn hafa allt af á öllum tímum getao baukað hver í sínu horni án samstillingar og »einrúmið« hefir allt af skipað heiðurs- sess í kristninni og svo mun æ verða. En hefði kirkjan ekki skilið, að maðurinn er »fjelagsdýr«, hefði hún náð skammt með boðskap sinn. Otvarpið er að sönnu merk uppgötvun, en eng'u hefir það breytt um eðli mannsins. — Strætisvagna nefni jeg ekki á nafn. — Nei, Reykjavík vantar kirkjur. Kirkju- ræknin er ekki mikil þar, svo sem kunn- ugt er. Veigamikil ástæða fyrir því er, að allur þorri fólksins á enga kirkju. Þaö finnur, að ekki er ráð fyrir því gert, að það komi í kirkju, því er hvergi ætlað rúm. Auk þess er á allra vitorði, að hvenær, sem eitthvað sjerstakt er um að \era, þá ligg'ur við að mannhætta s.je að trcðast inn í kirkjuna; svo mikil eru þrensglin. Það verður að ætla fólkinu kirkjurúm, þó það heimti það ekki sjálft, já meira að segja þó það ekki vil.ji. Jeg- er viss um, að þótt fimm kirkjur væru í stað einnar Dómkirkjunnar, væru þær allar jafn vel sóttar og hún að öðru jöfnu. Enda hefir kirkjunni aldrei verið boöið að bíða eftir því að fólkið vildi hana. Öboðinn kom Kristur í heiminn. Öboðinn hefir hann hingað til knúið á. Auk þess þarf sjálf Dómkirkjan að taka stakkaskiftum til stórra muna. Hana þarf að leng'ja um a. m. k. þrið.jung og sam- ræma útlit hennar að innan, rífa loftin burt og gera (stein) hvelfingar þar, og yrðu þær með tímanum prýddar helgum mál- verkum. Þar sem nú er inngangurinn að sunnan og skrúðhúsið, væri tilvalið að gjöra Hallgrímskapellu. Margt fleira er um þetta að seg.ja, þó ekki komist hjer að.:!:) Dómkirkjan stendur á einu klöppinni, sem til er í miðbænum, Það er skemmti- legt. Á þeirri klöpp á að rísa fegursta lista- verkið í ísl. byggingarlist, íslensk dóm- kirkja, tákn hinnar dýrustu og dásamleg- ustu handar, sem með þjóðinni hrærist. — Sumir vii’ðast gjöra ráð fyrir, að þegar ný kirkja verður reist í Reyk.javík, eigi *) Hvenær ætlar, norðanvindurinn að autnkv- ast yfir landslýðinn og taka burtu háðulegasta dómkirkjuturn veraldar? Pað var mjer tnikil gleði aö heyra, að stormurinn eyddi loks aö fullu Ct- hlfðarkirkju. Nógu lengi hafði hún staðið í þessu dæmalausa ásigkomulagi, eigendum til verðugrav skammar. S. E. Kunnugur hefir tjáð Bjarma nýlega að úthllð- arkirkja hangi enn saman, þótt komin sje nærri á hliðina, og sje nú síst tilkomumeiri en fyr. lt i t s t j.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.