Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1935, Síða 7

Bjarmi - 15.05.1935, Síða 7
BJARMl 79 væntanlega rís upp (því ekki í Skálholti?) að búa menn undir djákna-starf. Petta myndi verða merkur liður í auknu starfi leikmanna að kristindómsmálum innan kirkjunnar og myndi margt gott af þvi leiða, þar sem giftusamlega tækist til um menn, samvinnu við söfnuð og prest o. s. frv. Væri engin kirkja auð og tóm nokkurn helgidag á messutíma, myndi kirkjusókn og kirkjuhelgi vaxa að drjúgum mun. Þá myndi ekki setningin: »Það þýðir ekkert að fara, það kemnr enginn í dag,« verða það einkunnarorð kirkjuvanrækslunnar, sem nú er. En hin fyrsta nauðsyn er að ráðin sje gagnger bót á ytra ásigkomulagi kirkju- húsanna. Það mun mega greina framfarir í þessum efnum á síðustu árum, en miklu betur má ef duga skal. Það er mjög ár'ð- andi að vandað verði hið besta til stíls og gerðar Hallgrímskirkju og annara höfuð- kirkna, því að þær hljóta að marka stefn- urnar fyrir hinar, sem minni háttar eru. Þær þurfa að rífa sig til fulls upp úr menningar- guðleysi bárujárnskirknnana. Er það því nauðsynlegra sem nú er tekið að byggja úr varanlegra efni en áður var. Jeg er eindregið fylgjandi tillögum Gísla Sveinssonar sýslumanns þeim er hann set- ur fram í erindi sínu um kirkjubygging- ar, sem birtist í Bjarma um næst síðustu áramót. Væri vel, ef það befðist fram, sem þar stendur og svo um hnútana búið, að ríkið gæti ekki hvenær sem er neitt afls- munar og flaksað þessum málum til eftir því sem strokan stendur á Alþingi. Ríkinu ber vitanlega skylda til að fá hverjum söfnuði þjóðkirkjunnar í hendur guðshús, sem er »fagurt og gott« og halda því síð- an við sjálfu sjer til sóma og þroska þegn- anna til velferðar. Kæmi þá til kasta safn- aðanna á hverjum stað, eins og sýrlumað- urinn tekur fram, að leggja til gripi. Yrðu það að vísu ærin útgjöld og fullncg fátæk- um söfnuðum, ef hinir stærri gripir svo sem orgel og klukkur*) eiga að vera með sæmilegum hætti. Ætti þá hið opinbera að hlaupa undir bagga og hver að hjálpa öðrum eftir gömlum og góðum kirkjunnar sið. En allt annað ættu söfnuðirnir að leggja til á eigin spítur og væri það hin ágæt- asta sálubót almenningi að leggja fram list sína Guði til dýrðar. Víða um lönd hafa þessháttar viðfangsefni þroskað listagáfu almennings, og gjört hana bæði almenna og djúpa. - Islendingar eru hagir á trje og hefir trjeskurður náð einstökum þroska hjá þeim á sumuffi sviðum, svo sem söfn votta. Útskornir munir (prjedikunarstólar, altaristöflur o. fl. o. fl.) væri hinn ágæt- asti helgiauki (einkum ef menn vendust af að olíubera krossviðinn eins og nú er gjört í hinum nýrri kirkjum. Jeg tala nú ekki um hina skerandi og skræpóttu liti alda- mótakirknanna). Og kvenfólkið á að vefa og sauma, svo sem Guð hefir gefið því hendurnar til. »Baldíringin« er þjóðleg list, sem nú. er dauð í nágrannalöndunum, og- er það undarlegt að hvergi skuli sjást »bald- íraðir« höklar. Þessir klunnalegu, dönsku höklar, sem nú eru notaðir um land allt eru að sama skapi ómerkilegir sem þeir eru dýrir. Svíar gera mikið fyrir kirkjur sínar. Flestar þeirra eru að vísu gamlar, en þær eiga margháttaða sögu, með skini og skúr- um eins og gengur. Á síðustu árum hefir mikið verið gjört hjer í landi til þess aðend- urbæta þessi gömlu musteri og færa þau til fornrar vegsemdar eða fram úr því, :::) Allar eru þœr til háðungar eins og er. Með veigameiri og' hljómfegurri klukkum, yrði vitan- lega lögð niöur |iessi dangl-hringing, sem tíðkast nú og tekin upp sú, sem viðgengst hvarvetna í kristninni og ekki aðeins í Landakoti, eins og sumir halda.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.