Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1973, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.01.1973, Blaðsíða 4
KRISTNIBOÐS Fiéttir og íróðleikur fid S-Ameríku (bls. 1) og Eþíópíu Hvítir akrar Kveðja frd Jónasi Þ. Þóiissyni og fjölskyldu, sem eru nýfarin til Eþíópíu Stundum er það svo, að vissir ritningarstaðir verða á sérstak- an hátt lifandi fyrir manni vegna atvika eða reynslu í líf- inu. Þannig er það með líkingu Jesú af ökrunum, sem eru hvít- ir til uppskeru. Aldrei hefur hún verið mér eins ljóslifandi og skýr og siðastliðið sumar, er ég dvaldist vestur í Bandaríkjun- um. Þar sá ég hvíta hveitiakra Nebraska-fylkis nær fullþrosk- aða og tilbúna til uppskeru. Það var falleg sjón að sjá þessa akra vaxna háu hveitigrasi blasa við sér, svo langt sem augað eygði. Hveitigrasið bylgjaðist í hlýrri golunni og beið þess, að bænd- umir kæmu með sínar stórvirku vinnuvélar og færðu þessa fall- egu og dýrmætu uppskeru í hús. Á meðal uppskerumannanna var mikil tilhlökkun, og þeir voru önnum kafnir við allan undir- búning fyrir uppskeruna. Fyrir nokkrum árum fékk ég tækifæri til að vinna við hveiti- uppskeru með þessum duglegu bændum og vinnumönnum þeirra. Það var lærdómsríkur tími. Unnið var eins mikið og eins lengi og hægt var hvem dag, og ekki var spurt um, hvað tím- anum leið. Nei, það varð að vinna og bjarga uppskerunni, meðan dagur var, sama hvað það kostaði, því það gat komið nótt, og þá var ekki hægt að vinna, og það af uppskerunni, er eigi var komið í hús, varð ónýtt. Þá tókst uppskeran vel, öllu var bjargað og herra upp- skemnnar, stórbóndinn, gladd- ist með vinnumönnum sínum. En nú tókst ekki eins vel. Myrkr- ið skall á, áður en uppskerunni var bjargað í hús. Einn sólbjart- an dag, er enginn bjóst við neinu, birtust skýhnoðrar á himnum. Þeir virtust ósköp meinlausir í fyrstu, en áður en varði voru þessir smáhnoðrar orðnir að heilmiklu skýi. Skyndilega fór að rigna þungum regndropum, er síðar breyttust í stóra ísmola á stærð við golf- kúlur. Er stytti upp, var Ijótt um að litast. Það var komin nótt fyrir bændurna. Nú var hveitigrasið ekki lengur fallegt og reisulegt. Nei, nú lá það niðri í forinni og var einskis virði. Uppskeran var glötuð. Bænd- urnir höfðu erfiðað mikið við þessa akra, en erfiði þeirra var til ónýtis. Þeir urðu of seinir. Jesús talar um hvíta akra, sem tilbúnir séu til uppskeru. akra, sem mikið liggur á að vinna, því það geti komið nótt, þegar enginn geti unnið, allt verður um seinan. Já, ekkert lá Jesú þyngra á hjarta en þessir akrar, og síðasta skipun hans til lærisveina sinna var að fara til starfa á þessum ökrum. Upp- skerunni verður að ná í hús, því að hún er dýrmæt. Islendingum hefur verið fal- inn einn reitur á Guðs mikla ak- urlendi, Konsó í Suður-Eþíópíu. Á þeim reiti bera Islendingar ábyrgð, og þar ber kristniboðs- vinum að sjá um, að unnið sé, meðan dagur er, því það kemur nótt, þegar enginn getur unnið. Og nú, er við hjónin höldum til starfa á þessu akurlendi Guðs sem ykkar fulltrúar, er okkur efst í huga þakklæti, þakklæti til Guðs fyrir allt það, sem hann hefur gert fyrir okkur og að hann hefur kallað okkur til þess- ara starfa. Og einnig þakklæti til ykkar kristniboðsvina, að þið viljið senda okkur og standa á bak við okkur með fórn og bæn. Við sendum ykkur öllum okkar beztu kveðjur með orðum Páls postula í 1. Kor. 16,13-14: „Valc- ið, standið stöðugir í trúnni, ver- ið karlmannlegir, verið styrkir. Allt hjá yður sé í kærleika gjört“. Ingibjörg, Jónas og dœtur. 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.