Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1973, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.01.1973, Blaðsíða 5
til hennar? Það er óbærilega þröngt í skólanum — og það, sem vegur þyngra á metunum: Við hefðum þurft að geta hafið biblíunámskeið hér í Konsó. Það er í rauninni óviðunandi að þurfa að senda nemendur til Gidole. Starfið er orðið svo mik- ið hér. Konsó er orðin eina stöð- in á starfssvæðinu, sem hefur ekki biblíuskóla. Það hefði sem sé verið gott að geta notið að- stoðar Sverre Naustvik við að byggja hér, meðan hann er í Gi- dole. — Hann er að teikna fyrir mig hjúkrunarkvennahúsið. Soiberg, læknir í Gidole, hef- ur komið tvisvar í heimsókn, eftir að hann kom til starfa í Gidole. Hann er fullur af áhuga, og hann kann vel við sig í starf- inu. Hann fer mikið út í sveitir Mikil þörf á byggingum Ur bréji frá Skúla Svavarssyni Konsó 7.11. 1972. Hér hefur rignt ósköpin öll upp á síðkastið. Vegurinn á milli Konsó og Gidole er verri en nokkru sinni fyrr. Við ókum ,,hringinn“ lengi (lengri leið en sú, sem venjulega er farin, ligg- ur að mestu um sléttlendi) og upp að norðan til Gidole. En nú er sá vegur orðinn ófær eftir rigningarnar, svo að við verðum að fara gamla veginn. Brekk- urnar eru orðnar mjög sundur- grafnar með stórum, djúpum skurðum í miðjum veginum á mörgum stöðum, og svo hallast hann mikið. Klappir og steinar standa langt upp úr, eftir að rigningarvatnið hefur skolað allri lausamöl burtu. Undanfarið hafa bílarnir farið héðan um Ja- velló til Awasa. Sá vegur er all- sæmilegur og reyndar mjög góð- ur miðað við veginn til Gidole. Eg fór til Gidole fyrir rúmri viku og tók Kjellrúnu með. Það var prestsvígsla í Zeisi, einu hér- aðinu á Gidolesvæðinu, sem hef- ur verið prestslaust til þessa. Við voi’um 15 tíma á leiðinni heim frá Gidole og vorum þó tveir bílar saman. Vatnsgeymarnir hér í Konsó, bæði við skölann og húsið okk- ar, eru barmafullir, en sá á sjúkraskýlinu er bilaður, svo að hann verður aldrei meira en rúmlega hálfur. Mér verður hugsað til múrsteinagerðar, þegar slík gnægð er af vatninu. Eg vona, að eg geti byrjað að byggja nýtt hjúkrunarkvenna- hús upp úr áramótunum. Það er von til þess, að Sverre Naustvik, byggingameistari, verði áfram í Gidole og byggi heimavistarhús fyrir gagnfræðanemendur. Væri þá gott fyrir okkur að geta not- ið aðstoðar hans. Og svo er það kirkjan hér. Hvernig gengur með fjáröflun í Gidole. Þegar hann kom hing- að síðast, var hann hér tvo daga. Annan daginn var hann í þorp- unum Dokottó og Derra. Þar hélt hann samkomu, fræddi fólk um hreinlæti og heilbrigðisháttu og gaf sprautur. Hann vill halda þessu áfram og fara víðar um héraðið. 1 Gidole kennir hann í biblíuskólanum fjórar stundir á viku. Hér gengur starfið vel. Prest- arnir eru duglegir sem fyrr. Það er varla, að eg sjái Barrisja, því að hann er stöðugt á ferðinni. Eg hef farið tvisvar með Bey- enne til Kolme-héraðsins. Þar er nú mikill vöxtur í starfinu. Sama er að segja um starfið í Nagúllí og svæðið í kring. Marg- ir í Gawada hafa beðið um fræðslu, en við höfum ekki get- að sent predikara þangað enn þá. Borale reynir að heimsækja þessa nýju staði þar eins oft og hann getur. Innilegar kveðjur til kristni- boðsvinanna, Skiíli Svavarsson. ^JJátJavótumd í ^JJo onóo l’nd var miliil háiíAarntund, Itvqar Kiíssía Gujola var vígður, að viðttíöddum ÍOOO niannn, í Konitó í haunt, t'ins otj lotta mátti i hröii í síðasta blaði lljarma. 1‘rrstar safnaðarins i Konsó eru nú orðnir fjórir, otj haía jteir reynst vel í staríi sínn, að sögn lcristni- hoðanna. Mgndin er tehin, liegar séra Kássía (t. v.) telcur við lcötlunarbréfi sínu úr hentli séra Barrisja. 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.