Bjarmi - 01.01.1973, Blaðsíða 9
verk. — Biðjið Herra uppsker-
unnar að senda verkamenn til
uppskeru sinnar, bæði innlenda
starfsmenn og kristniboða. Þetta
var bæn kristniboðanna til ykk-
ar, kristniboðsvinir. Við þökk-
um Guði fyrir hvern einstakan
kristniboðsvin, sem stendur að
baki okkur og ber með okkur
gleði og þjáningu köllunarinnar
og gerir okkur kleift að flytja
eþíópsku þjóðinni hjálpræðis-
boðskap Guðs.
Slcúli Svavarsson.
Nýtt svæöi opnað
kristniboöinu
Úr bréfi
frd Jóhannesi Ólatssyni
Það hefur komið fram í einka-
bréfum frá Jóhannesi Ólafssyni,
lækni, að þau hjón eru ekki enn
komin til Arba Minch til starfa
þar. Ríkissjúkrahúsið, sem þar
er í smíðum og Jóhannes á að
veita forstöðu, er enn ófullgert,
og virðist svo sem verktaka
gangi erfiðlega að fá greiðslu
fyrir vinnu sina og manna sinna.
Á meðan hefur Jóhannes m. a.
kynnt sér sjúkrahúsrekstur í
Addis Abeba. f bréfi því, sem
hér birtist, greinir Jóhannes frá
því, að hann muni hefja starf í
sjúkrahúsi í landi Gúdjimanna,
meðan hann bíður þess, að lokið
verði byggingu sjúkrahússins í
Arba Minch.
g&
Irgalem, 15. des. 1972.
Kæri vinur.
Þakka ykkur innilega fyrir
samveruna á síðastliðnu sumri.
Flyttu kristniboðsvinum inni-
lega kveðju okkar hjónanna.
Við erum stödd í Irgalem,
þegar þetta er ritað. Hér fædd-
ist okkur dóttir 21. nóvember s.l.
Við búum hér í ágætri gesta-
ibúð. Hún verður reyndar þröng,
þegar bömin koma heim frá
Addis Abeba á morgun í jóia-
leyfi. Eftir jólin er ráðgert, aö
viö flytjum sunnar í landið.
Miðja vegu milli Irgalem og
Neghelli er Kebre Mengist. Þar
hafa finnskir kristniboðar hafið
starf. Á því svæði og reyndar
suður undir Neghelli og vestur
til Hagere Mariam, býr Gúdji-
fólk. Sá þjóðflokkur er mjög
móttækilegur fyrir fagnaðar-
erindið núna. Helgi Hróbjarts-
son hefur sagt mikið frá því
fólki eftir reynslu sinni í Wad-
dera.
Tuttugu kílómetra frá Kebre
Mengist er gullnámubœrinn Sha-
kiso. Námusvæðið er um það
bil 70 km langt og 50 km breitt.
Það hefur verið algjörlega lok-
að og þess gætt af fjölmennri
iögreglusveit. Þetta svæði opn-
aðist fyrir okkar starfi, eftir að
Emanúel Abraham, forseti
kirkjunnar okkar, varð ráðherra
námumála. Pi’edikarar fá að
ferðast þar um, eins og þeim
sýnist. Yfirvöldin hafa gefið
Mekane Yesus kirkjunni (lúth-
ersku kirkjunni) lóð fyrir
kristniboðsstöð, og það er rek-
ið á eftir okkur að byrja strax.
Okkur fannst þetta liggja þann-
ig við, að Finnarnir ættu ekki
að taka þetta að sér, enda eru
þeir hikandi, vegna þess að fjár-
hagur þeirra leyfir það tæpast.
Nú er sjúkrahús í námubænum.
Ráðherrann hefur sótt það fast,
að kristniboðið útvegaði trúað-
an lækni að sjúkrahúsinu. Við
reyndum fyrst að fá lækni frá
Finnlandi, en án árangurs. Nú
mun vera fundinn læknir í Nor-
egi, sem vill taka þetta starf að
sér. Ráðherrann sér gagnsemi
þess fyrir báða aðila að fá trú-
aðan lækni til þessa sjúkrahúss.
Hann tryggir með því, að sjúkra-
húsreksturinn kemst í gott horf,
og jafnframt yrði það styrkur
fyrir kirkjuna, söfnuðina, sem
eru að myndast á þessu svæði.
Á nveðan við bíðum eftir pví, að
smiði sjúkrahússins í Arba
Minch verði lokið, ætlum við
hjónin að vera í Shakiso.
Kristniboðsráðstefna var
haldin við Awasa í vikunni, sem
leið. Kom enn fram, að verkefn-
in eru miklu meiri en við ráð-
um við. Frá mörgum stöðvum
var sagt, að ný svæði bæðu um
predikara og kennara. Víða er
fjöldi manns, sem hefur afneit-
að Satan og bíður eftir, að ein-
hver kenni þeim kristin fræði.
Biðjið um, að Guð veki unga
menn hér i landi til að ganga
inn í predikunarstarfið.
Beztu kveðjur,
Áslaug og Jóhamies.
f--------------------------------------------------------------------s
Dregið í liappdrættí
nrállur liríur fnriA frnni ■ lin|i|>rælli KrÍNlnibuiVsfélags
kvrunn n Akuroyri. 'Viiiniii|‘nr kumu n i-flirlnliu uúme:
171, 535, 1405, 009, 004, 704, 115, 54, 300, 1201,
1430, 042, 1200, 1359, 290, 70, 1302, 459, 1437,
1910, 1390, 1037, 1342, 1031.
llnmliinfnr frnmnugreinilrn miiln getn vitjnil vinuingn
siunn ■ AAnlskrifstiifuun. Amtmnnnsslíg 211, IIi’vkjnvík.
Iljnrtnns |inkkir fieriim viil ölliini |ieim, iuiinn félngs sem
utnn, er nilstoiluAu vii> sölu liu|>|tilru-lIisniiöniinn.
Ouil lilessi vkkur öll.
lirisiiiiliHilsii'liif) ffi’cnnu n AUureyri.
s____________________________________________________________:_______i
9