Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1973, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.01.1973, Blaðsíða 3
EN MEÐAN FOLKfÐ SVAF 5. sunnudag eftir þrettánda: Matt. 13, 21/—30. I ofangreindum texta bregður Jesús upp mynd af einkennilegum atburði, og hann lyftir honum upp á það svið, að hann öðlast ekki aðeins djúpa merkingu, heldur varpar Jesús með þessari dæmisögu skýru ljósi yfir lífsvandamál, sem er staðreynd í lífi okkar manna. Jesús sáir hinu góða sæði út yfir mann- kynsakurinn, og fyrir þann kraft, sem býr í sæðinu, sem er Guðs orð, skapar hann akur guðsríkis á jörð. En séreinkenni guðsríkis á meðal okkar mannanna er trúin, sem kemur af boðuninni, en boðunin byggist á orði Krists, eins og Páll postuli kemst að orði í Róm- verjabréfinu. Fyrir trúna verðum við hluttak- endur í guðsríki, erfingjar eilífs lífs. En það, sem Jesús vill segja okkur hér og vara okk- ur við, er þetta: Þar sem guðssæði er sáð, þar eru öfl að verki, sem vilja fyrir hvern mun eyðileggja og að engu gera vöxt og efl- ingu guðsríkis. „En meðan fólkið svaf, kom óvinur hans og sáði illgresi meðal hveitisins og fór síðan burt.“ Lúther hefur sagt: „Þar sem Guð reisir sína kirkju, þar reisir djöfull- inn jafnharðan sína bækistöð við hliðina." Og það er vitað, að sá höfuðfjandi yfirgefur ekki staðinn og ann sér ekki hvildar, unz hann hvílir í glötuðu mannshjarta. Hann sáir sínu sæði, sem við gefum ekki gaum, fyrr en það fer að vaxa. Við getum safnað í lófa okkar ólíkustu fræjum. Og við vitum það eitt, að í hverju agnarsmáu korni eru hulin sérkenni og ólíkir eiginieikar hverrar jurtar fyrir sig. Sé þess- um fræjum sáð, fara þau að spretta, og frá þeirri stundu heldur vöxturinn áfram, þang- að til ávextirnir eru fullþroskaðir. Nú vitum við, að akurlendi Guðs góða sæð- is eru hjörtu og sálir mannanna. Og hið innra með okkur er aldrei kyrrstaða, — þar er vöxtur, þi’oski. En í rauninni er aðeins um tvennt að ræða varðandi vöxt og þroska hverrar mannssálar: Illgresi eða hveiti. Ann- aðhvort einkennir sálarakur minn og þinn. Lífið er alvara. Sérhvert augnablik hefur sína þýðingu. Hér varðar öllu, að við getum haidið vöku okkar. Horfum í eigin barm og rannsökum og prófum okkur sjálf frammi fyrir augliti Guðs; læðist ekki efi inn í bæna- lífið og sjálfsánægja inn í góðverkin og hálf- velgja í iðrun og hégómi í starfið fyrir Guð? Gefðu gaum að orðum Jesú: „En meðan fólkið svaf ...“ Þessi svefn, þetta ábyrgðar- og andvaraleysi, sem er svo áberandi á meðal f jöldans, er okkar óhamingja. Þessi svefn rif j- ast upp við sérhverja freistingarsögu mann- legs hjarta. Hver svaf, þegar unglingurinn, sem fjölmiðlarnir greina frá, fór á barnsaldri að drekka, stela eða neyta deyfilyfja? Þegar fólkið svaf, þræddi óvinurinn leiðina inn á akurinn. Þegar vökumenn þjóðanna sofa, kemur óáran og erfiðleikar. Þegar prestar og söfnuðir sofa, sáir óvinurinn sæði efasemda, vantrúar og afneitunar í akur kirkjunnar. Þegar foreldrar sofa, kemur óvinurinn og sá- ir illgresi í sálarakur barnanna. Það er sagt, að upprunalega hafi engir þistl- ar vaxið í Ástralíu. Skota nokkrum datt í hug að senda vini sínum nokkur fræ, þar sem þistillinn er þjóðartákn Skota. Tollvörð- urinn, sem vissi hvað í pakkanum var, vildi ekki, að þistlar yrðu fluttir inn í álfuna. En þetta eru aðeins fáein, saklaus fræ frá gamla landinu! Og leyfið fékkst. Nú berjast bændur þar við þennan versta óvin akurlendisins, þrot- lausri og árangurslítilli baráttu. Þekkjum við ekki okkur sjálf í þessari sögu? Byrjunin var aðeins fá og smá syndafræ — áframhaldið kunnum við. Hallgrímur Pétursson segir: Sáð hef ég niður syndai’ót, svívirðing mín er mörg og Ijót, uppskerutímann óttast ég, angrast því sálin næsta mjög. Uppskei’utíminn kemur, hugleiðum það. En hugleiðum áður en hann kemur, hvar við er- um á vegi stödd í ljósi oi'ðanna: „En meðan fólkið svaf kom óvinur hans og sáði líka ill- gresi meðal hveitisins og fór síðan burt.“ Hvar vorum ég og þú? Hvar voru kennarar og prestar? Hvar voru foreldrar og fjölskyld- ur? Er ekki bezt, að við göngum í dóm við okkur sjálf og viðui’kennum, að við höfum sofið. Við sofum svo oft á verðinum, sofum á bænavaktinni, sofum meðan Guðs orðið rykfellur af notkunarleysi. En Guði sé lof, að enginn þekkir okkur bet- ur en Jesús Kristur, og til hans hefjum við hug og hjarta og segjum: Hjálpa okkur, með- an enn heitir í dag, að vaka og halda vörð um Guðs orð, sem sáð hefur verið í hjörtu okkar, að hið illa sæði verði því ekki yfir- sterkara. Hjálpa okkur til þess að treysta þér, sem hefur byrjað hið góða vei'k í hjört- um okkar. Hjálpa okkur til þess að efast ekki um hreinsandi og frelsandi kraft og sig- ur þíns góða sæðis. Hjálpa okkur til þess að sá hinu góða sæði i trú. Hjálpa okkur til þess að vaka í trú, þá má uppskerutíminn koma — hann kemur þá sem fagnaðai’rík sigurhátíð, þar sem unnið er í trú. — Amen. Jóhann S. Hlíðar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.