Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1973, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.01.1973, Blaðsíða 2
S iiðiii*- Ameríka Framh. af bls. 1: gap er staðfest á milli margra þjóðfélagshópa. Milljónamær- ingar eru þar margir, mið- stéttafólk fátt, en aragrúi fá- tæklinga. Ög eymdin eykst. Vör- urnar, sem þessi lönd selja, lækka í verði, eri vörumar, sem þau verða að kaupa frá iðnað- arlöndunum, verða sífellt dýrari. Það er ein afleiðing fátækt- arinnar, m. a. í Ekvador, að fólk leitar til borganna í von um að fá atvinnu. Komumenn safnast í stóra hópa í fátækrahverfin í útjaðri borganna. IJpplaiisn í fjölskyldunni Siðgæðið er á óhugnanlega lágu stigi. Það er eitt mesta vandamálið, að fólk sér ekki nauðsyn og gæði heilbrigðs fjöl- skyldulífs, heimilis. Giftingar- aldur fólks verður sífellt lægri, og venjuleg kona býr með fjór- um mönnum um ævina, ef litið er á meðaltalið. Mjög mundi t. d. fæðingum fækka, ef maður héldi sig aðeins að einni konu — og öfugt. Afbrot og eiturlyfja- notkun þróast vel í þessum fá- tækrahverfum, auk alls annars vesaldóms. Fagnadarerindið Iier ávöxt Hér verða kirkjurnar og kristniboðsfélögin að taka til hendinni, því það er í fátækra- hverfunum, sem baráttan um manninn verður háð. Og það ber árangur að boða fagnaðar- erindið. Þegar gleðiboðskapur- inn er fluttur, getur hinn spillti maður breytzt. Það er athyglis- vert í þessu sambandi, að sá er einn ávöxtur afturhvarfsins til Drottins, að fólk fer að hugsa um fjölskyldu sína og stærð hennar. Menn taka að finna til ábyrgðar gagnvart heimili og ástvinum. Trúliod meðal einslaklinga Starf kristniboðsins verður að miðast við einstaklinginn. 2 Vér skulum varast að binda sjálfa oss og safnaðarmenn vora við stofnanir, sem verða oss síð- ar til byrði. Betra er að hópur heilsugæzlumanna ferðist um en að vér reisum sjúkrahús. Vér ættum einnig að láta hjálp vora fara um hendur kirknanna í landinu eins og unnt er, og alla hjálp í tímanlegum efnum verð- um vér að veita samkvæmt þörf- um einstaklingsins. Hjálpin þarf að vera „persónuleg". Oss ber að senda menn, kristniboða, sem eiga lifandi, kristna trú og góða siðferðilega kjölfestu. Trúlioöiö sjáll'í naiiðsynlcgast Nú standa fagnaðarerindinu opnar dyr í Suður-Ameríku. Það er uppskerutími. Kristileg út- varpsstarfsemi hefur undirbúið jarðveginn á margan hátt, en nú verðum vér að leggja meg- ináherzluna á „gamaldags“ trú- boð fagnaðarerindisins. Það hef- ur enn þá mátt í sér fólginn. Það er hlutverk kristniboðsins að mynda söfnuði, sem geta gegnt hlutverki kristniboðs- stöðvar á sínum stað. Kaþólska kirkjan í Suður-Am- eríku er á margan hátt stöðnuð, en vér sjáum einnig merki um endurnýjun. Mikill áhugi hefur vaknað á lestri Biblíunnar. Jafn- vel meðal kaþólsks fólks má finna einstaklinga, sem trúa því, að Biblian sé eina úrskurðar- valdið í trúarlegum efnum. Sú skal vera afstaða vor til ka- þólsku kirkjunnar, að vér reyn- um ekki að vinna oss áhang- endur meðal barna hennar né störfum með henni, heldur vinn- um vér að siðbót innan hennar. Björn Willoch lauk erindi sínu með því að segja við unga fólk- ið, sem hlýddi á mál hans: „Suð- ur-Ameríka þarfnast ungra pre- dikara!“ Og heimildarmaður blaðsins Budbáraren, sem birtir þennan útdrátt, bætir við: „Mér býður í grun, að þá hafi margir spurt sjálfa sig og Guð, er þeir heyrðu þessa hvatningu: Skyldi eg vera einn þeirra?“ Kemur út annan hvern mánuð, 2 tbl. í senn. Ritstjóri Gunnar Sigurjónsson. Afgreiðsla Amtmannsstíg 2B,Reykja- vík. Pósthólf 651. Símar 17536 og 13437. Árgjald kr. 200,00. Gjalddagi 1. maí. Prentað í Prentsm. Leiftri h.f. Híni m. <!.: Mikil tækifæri í Suður-Ameríku . 1 Meðan fólkið svaf ............. 3 Hvítir akrar ................ 4 Mikil þörf á byggingum............ 5 Starfssvæði kristniboðsins í Suð- ur-Eþíópíu .................... 6 Gjafir ........................... 7 Guðs ríki eflist, en óvinurinn er líka á ferð ................... 8 Nýtt svæði opnað kristniboðinu . 9 Gleðifrétt frá Gidole ........... 10 Fleygið ekki frímerkjunum ....... 11 Jón Kristjánsson ................ 11 Frá starfinu ............... 12 „Meðal æsku þessa bæjar“ ........ 13 tír ýmsum áttum ................. 16 .V«>«/<« blaií. Nokkrar greinar, sem birtast áttu í þessu blaði, verða að bíða næsta blaðs vegna þrengsla. Eru þær af ýmsu tagi, svo sem nýr framhaldsþáttur um baráttu kirkjunnar í Afriku, fræðslu- grein um rit Nýja testamentisins, frá- sögur, fréttir o. s. frv. Til Imui>rntln. Árgjald Bjarma hefur verið óbreytt um nokkurt skeið. Verðlag hefur farið sivaxandi, eins og kunn- ugt er, og útgáfukostnaður aukizt. Verður því ekki hjá þvi komizt að hækka árgjald blaðsins i 200 krónur á þessu ári. Bjarmi þakkar þeim áskrifendum, _ sem staðið hafa í skilum, og biður' hina, sem ennþá skulda, að senda greiðsiu sem fyrst. Þá skal auglýs- endum einnig þökkuð góð samvinna, svo og þeim, sem aflað hafa auglýs- inga, útvegað nýja áskrifendur eða stutt blaðið á annan hátt. Líkt og undanfarið mun blaðið koma út annan hvern mánuð, tvö tölublað saman, og verða að jafnaði 16 síður í hverju hefti. Verið með oss í bæn um, að Bjarmi megi nú sem fyrr vera boðberi hins gamla og síunga fagnaðarerindis og vekja áhuga og kærleika til starfs- ins í guðsríki, bæði heima og meðal framandi þjóða.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.