Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1973, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.01.1973, Blaðsíða 12
FRA STARFINU Æskulýðsviku „Mannleg þörf — máttur Jesú Krists“, það voru einkunnarorð æskulýðsviku KFUM og K í Reykjavík, sem haldin var 19. —26. nóvember s.l. Vikur þess- ar hafa verið fastur liður í vetr- arstarfi félaganna um árabil. Óvenju margir lögðu hönd á plóginn að þessu sinni. Auk aðal- ræðumanns fluttu tvö eða þrjú ungmenni stuttan vitnisburð á hverju kvöldi. Þá var margs konar söngur, einsöngur og tví- söngur, einnig söng kvartett, ýmist einfaldur eða tvöfaldur, svo og fjölmennur æskulýðskór félaganna. Bænastund, öllum op- in, var hálftíma á undan hverri samkomu, og kom trúfastur hóp- ur og bað fyrir æskulýðsvik- unni. Aðsókn var mjög góð að fyrstu samkomunni, en síðan minni fyrri hluta vikunnar og jókst svo aftur, og þurfti að opna svonefndan endasal síðustu kvöldin. Seinni sunnudaginn var guðs- þjónusta í Neskirkju, með alt- arisgöngu, í tengslum við æsku- lýðsvikuna, og gengu 70—80 manns til altaris. Prestur var séra Frank M. Halldórsson. Það var áberandi, hversu ungt fólk var í miklum meirihluta á samkomum æskulýðsvikunnar. Góður andi ríkti þessi kvöld. Samkomunum stjórnaði Gísli Arnkelsson, kristniboði. Kaffisala Kaffi var selt til ágóða fyrir kristniboðið á tveim stöðum laugardaginn 19. nóvember s.l. Kristniboðsfélagið í Keflavík gekkst fyrir árlegum haustbasar og kaffisölu þennan dag í Tjam- arborg. Áður en salan hófst, var haldin samkoma, og töluðu þar Katrín Guðlaugsdóttir og Gísli Arnkelsson. Kristniboðinu gáf- ust þarna kr. 58.400. Þá efndi Kristniboðsfélag karla í Reykjavík til kaffisölu í Betaníu þennan sama laugar- dag, og urðu tekjur hennar kr. 45.745. Afmæli KFUK á Akureyri varð 20 ára 13. nóvember nú í haust. Var afmælisins minnzt á hátíða- fundi daginn eftir, og gengu þá þrjár stúlkur inn í aðaldeild fé- lagsins. Fyrsti formaður félags- ins var Bryndís Böðvarsdóttir, en núverandi formaður er Þórey Sigurðardóttir. KFUM á Akur- eyri er einu ári eldra en systur- félagið. Bæði félögin halda fundi sína í kristniboðshúsinu Zion á Akureyri. Fjáröflunarsamkomur Kristniboðsfélag kvenna í Reykjavik hélt fjáröflunarsam- komu í Kristniboðshúsinu Bet- aníu laugardaginn 4. nóvember. Þar talaði Katrín Guðlaugsdótt- ir, og kristniboðinu áskotnuðust kr. 38.800. Kristniboðsfélagið hefur stúlknastarf í Betaníu. Eru stúlkumar vanar að búa til ýmsa muni og selja þá síðan til ágóða fyrir kristniboðið. Þær héldu ,,jólabasar“ hinn 25. nóv. og buðu þá muni sína. Þeir seld- ust vel, og kom inn fyrir þá um 40 þús. kr. Unglingadeild KFUK í Hafn- arfirði hefur svipaðan hátt á: Nokkrar stúlkur deildarinnar vinna að því að gera ýmsa muni, og síðan eru þeir seldir á ,,mæðrafundi“ — fyrir kristni- boðið. Slikur fundur var haldinn 30. nóv. s.l. Ekki skorti góða við- skiptavini, enda urðu tekjurnar af sölunni tæplega 25 þús. kr. IlappilræÉti Kristniboðsfélag kvenna á Ak- ureyri efndi til happdrættis í haust til ágóða fyrir kristniboð- ið. Voru gefnir út 2000 miðar, og kostaði miðinn 50 krónur. Gengu konurnar vasklega fram við að selja miðana, og er skemmst frá því að segja, að þeir seldust allir. Dráttur fór fram í desember, og eru vinn- ingsnúmerin birt hér á bls. 9. Fcrðastarfið Starfsmenn Kristniboðssam- bandsins tóku þátt í unglinga- móti að Hólavatni, sumarbúðum KFUM og K á Akureyri, sem efnt var til helgina 4.—5. nóv. s.l. Þátttakendur voru um 50 talsins og var samveran öll mjög ánægjuleg. — Þá um helgina hófst einnig kristniboðs- og æskulýðsvika, sem kristniboðs- félögin og KFUM og K á Akur- eyri stóðu fyrir. Voru starfs- menn Kristniboðssambandsins aðalræðumenn á samkomimum. Gísli Arnkelsson, kristniboði, sýndi einnig myndir frá kristni- boðsstarfinu í Konsó fyrri hluta vikunnar. Samkomusókn var nokkuð jöfn og góð, einkum var áberandi fleira ungt fólk en oft áður. I lok vikunnar var tekið á móti gjöfum til kristniboðsins, og komu inn rúmlega 26 þúsund krónur. — Bjarni Guðleifsson stjórnaði samkomunum. Síðasti dagur vikunnar var kristniboðs- dagurinn. Prédikaði Benedikt Arnkeisson við guðsþjónustu í Akureyrarkirkju. Var þar einn- ig tekið við gjöfum til kristni- boðsins. Að lokinni samkomuvikunni á Akureyri fóru þeir Benedikt og Gunnar til Ölafsfjarðar, Siglufjarðar og Sauðárkróks og héldu þar nokkrar samkomur fyrir fullorðna og auk þess tvær barnasamkomur á hverjum stað. Auk þess heimsóttu þeir hús- mæðraskólann að Löngumýri. Veður og færð voru mjög slæm um þetta leyti, oft stórhríð, svo að samkomusókn var dræm. Bömin létu þó veðrið ekki aftra sér. Nokkuð safnaðist til kristni- boðs á hverjum stað. 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.