Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1984, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.01.1984, Blaðsíða 3
Nýtt náðarár Sálm. 103, 13-18. Hugleiðing eftir Qunnar J. Qunnarsson Mýtt ár er runnið upp og við höfum óskað hvert öðru farsældar og blessunar Quðs á nýju ári. En þrátt fyrir að nýársóskirnar haR verið svipaðar hjá okkur flestum er líklegt að mismunandi tiIRnn- ingar bærist með okkur þegar við stöndum frammi fyrir nýju ári. Sumir eru fullir eftir- væntingar og gleði og horfa með von og djörfung fram á enn eittár lífssíns. Aðrireru daprirog fylltir vonleysi. Ýmsar aðstæður, svo sem erfiðleikar, sorgir o.fl. valda því að þeir eiga erfitt með að horfast í augu við nýja árið. Hverjar svo sem tilfinningar okkar eru nú í upphafi árs er tvennt víst. í fyrsta lagi: Hvert ár sem við lifum er náðarár — gjöf Quðs til okkar. -Dagar mannsins eru sem grasið, hann blómgast sem blómið á mörkinni; þegar vindur blæs á hann er hann horfinn." Dag hvern þiggjum við líf okkar úr hendi Quðs og okkur er ætlað að nota það til að þjóna honum og náunga okkar. Hyggjum því vel að hvernig við notum hverja stund. í öðru lagi: Quð á erindi við okkur á þessu ári eins og öll önnur ár og það erindi hefur hann birt okkur í syni sínum Jesú Kristi. Þetta erindi kemur hann með til okkar hvernig sem okkur líður og hverjar sem aðstæður okkar eru. Mafnið Jesús þýðir „Drottinn frelsar". Það er erindið — Quð vill frelsa. Um áramót horfum við gjarna til baka og þá rifjast upp fyrir okkur ótal margt sem miður fór á liðnu ári — mistök á mistök ofan og hlutir sem voru öðruvísi en við hefðum óskað. Slíkt hlýturað vekja með okkur sorg og leiða og sýnir okkur jafnframt raunverulegt ástand okkar — það er eitthvað að! Biblían talar í þessu sambandi um synd og segir okkuraðviðséumávaldi hinsilla. „Hiðgóða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég ekki vil, það gjöri ég," segir Páll postuli (Róm. 7, 19). Hér eru á ferðinni fjötrar sem við getum ekki leyst sjálf — Qötrar illskunnar. Við gætum reynt að vinna nýársheit og ætlað að varpa þessum fjötrum af okkur á þessu ári, en um næstu áramót kæmi í Ijós að það hefði mistekist. Það er alltaf dæmt til að mistakast. Þess vegna er þörf á frelsun og það gildir um sérhvert okkar, hvort sem okkur líður vel eða illa, erum fyllt von eða vonleysi. Án frelsunar er engin raunveruleg von. Þessa frelsun býður Quð okkur í Jesú Kristi. Hún er erindi hans við okkur í ár —já, á hverju ári og j hverjum degi. Við erum ætíð í stöðu þiggjandans og þurfum að leyfa honum að leysa fjötrana og frelsa. Þetta veganesti skulum við taka með okkur er við byrjum enn nýtt ár. Aðstæður okkar eru misjafnar og tilfinningar okkar og hugarástand ólíkt. En hvernig, sem þeim málum er háttað á hverjum tíma, verður því ekki breytt að miskunn Quðs er óhagganleg. Hann kemur ætíð til okkar í Jesú Kristi og mætir okkur sem frelsari í þeim aðstæðum sem við búum við — aðstæðum sem hann þekkir sjálfur og hefur gertað sínum, vegna þess að hann gekk inn í kjör okkar. Og hvern dag ársins kallar hann okkur undan valdi hins illa til þjónustu við sig. „Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum," segir Páll (Róm. 12,15). Sá sem Jesús Kristur hefur leyst úr Qötrum syndarinnar er frelsaður til að lifa lífi hans á jörðinni, sem limur á líkama hans. Quð gefi okkur náð til þess að lifa þannig hvern dag sem hann gefur okkur að lifa.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.