Bjarmi - 01.01.1984, Page 8
KlNA:
Besta hjálpin
Kristnir menn um allan heim
gleSjast af fréttum um íramgang
fagnaðarerindisins í Kína, þrótt
fyrir ofsóknir undanfarinna óra,
og velta sífellt fyrir sér hvernig
þeir megi styrkja trúsystkin í
„Miðríkinu" og hjálpa þeim að
kunngjöra Krist.
Leiðtogar kristniboðsvina á
Vesturlöndum sem þekkja hvað
best til í Kína leggja áherslu á
að „kapp er best með forsjá"
einnig í þessum málum. Venjulega
kristniboða er ekki unnt að senda
til Kína. Ýmsum hefur komið í
hug að nota gamla aðferð þar
sem kristniboðar mega ekki vera:
Kristnir menn fara til landsins og
gegna ýmsum störfum, einkum
þeir sem eru sérfrœðingar á ein-
hverjum sviðum, og vitna svo um
Krist í frístundum og þegar tœki-
fœri gefst að öðru leyti.
Þó að þetta hafi stundum gefið
góða raun má benda á að útlend-
ingar einangrast oft í nýju um-
hverfi. Auk þess er kínverska
mjög erfitt tungumál. í raun og
veru hefur kirkjan i Kína varað
við þessari aðferð, enda mundu
yfirvöld stöðva slíka starfsemi ef
þau yrðu hennar vör.
Forystumenn kristniboðsfélaga
benda á að kristnir menn í Kína
hljóti að vera þeir aðilar sem fyrst
og fremst sinni því verkefni að
boða Krist meðal þjóðarinnar, og
því sé besta hjálpin sem við
kristnir menn á Vesturlöndum get-
um veitt þeim að efla á ný tengsl
við þá og veita þeim alla upp-
örvun sem verða má. Með fyrir-
bœn, umhyggju og áhuga styðj-
um við þá á göngunni með Kristi
og í þjónustunni að útbreiðslu
fagnaðarerindisins.
Sífellt berast fregnir um „Bibliu-
hungur" í Kína. Gleðilegt er að
frétta að nú hefur Biblían verið
prentuð í Kína. Fyrst voru prent-
uð 135 þúsund eintök. Þá hefur
verið heimilt um skeið að senda
Biblíur til Kína frá útlöndum.
Sum kristnboðsfélög hafa notfœrt
sér þetta. Ferðamenn geta tekið
nokkur eintök með sér í farangr-
inum. Biblíuf élagið í Hongkong
dreifir Biblíum og hlutum hennar
í Kína í mörg hundruð þúsund
eintökum. Þetta sýnir að yfirvöld
hafa opnað dyr í þessu efni, og
meðan svo er hefur verið varað
við „smyglstarfsemi", svo að yfir-
völd loki ekki aftur og kristnir
menn sitji eftir með sárt ennið.
Biðjum fyrir Kínverjum!
r
L
c
Víða talar Biblían beint og óbeint
um það, að við séum ráðsmenn
Quðs. Sjá til dæmis Róm. 15,16; 1.
Kor. 4,1-2; 1. Tím. 2,15; 1. Pét.
4,10. Hér hvílir áherzlan á því, að
okkur kristnum mönnum beri að
breiða út fagnaðarboðskapinn.
Postuiinn talar um góða ráðs-
menn. Þeir starfa með þeim náðar-
gáfum, er þeim hafa verið gefnar.
(1. Kor. 12,11).
Guðf tilheyrir gullið og
silfrið
En Biblían talar líka um ráðs-
mennsku í efnaiegu tilliti. Silfrið og
gullið tilheyrir Quði (Hagg. 2,9).
„Efnalegur" merkir oft „Qárhagsleg-
ur" og er þá tíðum tengt við
peninga, en getur líka átt við aðrar
eignir.
Þegar um er að ræða ráðs-
mennsku í efnalegu tilliti í þessu
sambandi, er um að tefla, hvernig
við ráðstöfum bezt þeim efnis-
gæðum, sem þörf erá til útbreiðslu
trúarinnar á Krist: Peningum, fast-
eignum o.s.frv.
Peningarnir verða svo auðveld-
Iega „okkar" peningar, enda höf-
um við sannarlega unnið fyrir þeim
sjálf. Já, en hvað hefur hjálpað
okkur til þess? Líkaminn og skyn-
semin, sem okkur hafa verið gefin.
Ég á því ekki peningana, heldur
Quð. Þess vegna þarf ég ekki að
vera áhyggjufullur, þó að ég hafi
lítið fé handa á milli, né heldur hafa
vonda samvizku, ef ég er auðugur,
því að ég er jafnfátækur eða ríkur,
hvort sem um er að ræða. Það er
ráðsmennskan eða notkunin, sem
allt veltur á. Því verður aldrei lögð
á það of mikil áherzla, að Drottinn
á allt og að við erum ráðsmenn
orðs hans ogjarðar hans.
Hvers vegna gefa?
Orðið gefa er notað í ýmsum
myndum á mörgum stöðum í Bibl-
íunni. Minnumst þess hér, að gjafir
eru ekki bundnar við eignir, heldur
er líka um að ræða að gefa líkama
sinn og vilja. Guð sækist ekki fyrst
og fremst eftir peningum okkar,
heldur hjarta okkar. „Leitið fyrst
ríkis Quðs" (Matt. 6,33). Gjöfokkar
ætti því að vera þakkargjöf fyrir, að
við megum kallast börn Guðs, en
ekki eins konar fórn, sem við
færum til að friða samvizkuna.
Sú hætta ríkir í efnishyggjuþjóð-
félagi okkar, að við höldum að
mikil blessun sé fólgin í miklum
peningum. Við lítum á skort og
bresti í samfélagi okkar og í út-
breiðslustarfi trúarinnar, og þá
ræðum við oft um, hversu mikilla
peninga sé þörf til að ráða bót á
vandanum.
En vandinn ristir oft miklu dýpra.
Þess vegna skulum við ekki
gleyma, hvers vegna við ættum að
gefa: „Ókeypis hafið þér meðtekið,
ókeypis skuluð þér af hendi láta"
(Matt. 10,8), og minnumst hins
nána sambands þessa við kristni-
boðsskipunina: „Farið því oggjörið
8