Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1991, Síða 5

Bjarmi - 01.10.1991, Síða 5
speki og dýpt, en samt svo skýrar og einfaldar. Hann gerði kraftaverk, gekk á vatni, mettaði þúsundir, læknaði sjúka og jafnvel reisti látna upp frá dauða. Allt þetta bar þess vitni að hér fór enginn venjulegur maður. Á hinn bóginn var það svo margt sem stang- aðist á við þær hugmyndir sem menn gerðu sér um þann er allt vald hafði á himni og jörð. Koma hans í þennan heim, — ekki var hún með neinum glæsibrag. Fátækir foreldrar og fæðingarstaðurinn fjárhús og jata. Æsku og uppeldi fer litlum eða engum sögum af, og loks, þegar hann var kominn til vits og ára safnaði hann um sig litlum hópi almúga- manna. Hann lifði í stöðugri fátækt og lagði lag sitt við bersynduga. Var nema von að skoðanir samtímamanna breyttust frá degi til dags: Var hann eða var hann ekki? Og nú var vegferð hans á þessari jörð á enda. Það haustaði í lífi hans. Þetta voru síð- ustu dagarnir og síðustu metrarnir. Allt var þetta með öðrum hætti en ætla mátti en þó í fullu samræmi við fæðingu hans og líf allt. Og nú valdi hann sér þann fararskjóta til innreiðar sinnar í borgina helgu sem lítilmót- legastur var, — ösnufola. Þar var ekki úr háum söðli að detta í orðsins fyllstu merkingu. Og eigendurnir mótmæltu ekki einu sinni þeg- ar lærisveinarnir tóku dýrið traustataki með orðunum: Herrann þarf hans við. Og svo hófst lokakaflinn. Allt var þetta með öðrum hætti en tilefnið gaf til. Hér fór konungur konunganna, — sá sem allt vald hafði á himni og jörð, ríðandi á vesælum reiðskjóta. En honum var fagnað sem hetju og sigurvegarar. Þó lá leið hans nið- ur á við í flestum skilningi. Fram undan var hin algjöra niðurlæging, dauði óbótamannsins og lærisveinarnir og mannfjöldinn hrópar fagnandi, hárri raustu: Blessaður sé konung- urinn, sem kemur í nafni Drottins! Friður á himni og dýrð í upphæðum! í fljótu bragði sýnist þessi innreið ekki gefa tilefni til slíkra upphrópana. Jerúsalem var ekki stór borg á nútíma mælikvarða. Trúlegt má telja að einhver hluti mannfjöldans, sem hér fagnaði komu Jesú, hafi jafnframt verið til staðar nokkrum dögum síðar og þá hrópað: Krossfestu hann! Við sjáum í þessum atburðum öllum, sterka lýsingu á Guði og mönnum. Öll saga Jesú Krists er lýsing á auðmýkt, kærleika, trúfesti og hlýðni. En saga mannsins er hin fullkomna andstæða alls þessa: Hroki, ótryggð, óhlýðni og illska. Og þegar allt kemur til alls, þá eru allir menn, líka við sem í dag lifum, ábyrgir fyrir dauða Krists. Viö vorum öll í þessum hróp- andi mannfjölda sem kallaði: Krossfestu hann! Það var hin drýgða og ódrýgða synd, sem krafðist dauða hins saklausa og synd- lausa. Ábyrgðin er syndaranna, — allra manna. Og dauðadómurinn yfir honum varð sýknudómurinn yfir öllum syndurum sem vilja Þiggja. Snauður kom hann í þennan heim og snauð- ur fór hann þaðan aftur. En allt það sem Jesús snerti eða kom nálægt helgaðist af nálægð hans eða snertingu. Jatan, þessi lítilfjörlegi staður, hefur yfir sér óumræðilegan helgiblæ vegna þess að Jesús var þar. Lærisveinarnir, þessir fátæku almúgamenn, eru helgir menn taldir vegna samfélagsins við hann. Hið lítil- fjörlega dýr, ösnufolinn, varð allt önnur og meiri skepna vegna þess að Jesús þarfnaðist hans. Og krossinn, tákn dauða og svívirðu, varð tákn lífs, vonar, fyrirgefningar og kær- leika vegna þess að hinn heilagi hékk þar og dó. Og nú stendur það jafnframt öllum mönn- um til boða að helgast af snertingu hans og nálægð. Lærisveinarnir fengu þessi orð þegar þeir sóttu ösnufolann: Herrann þarfnast hans. Þetta litla og lítilfjörlega dýr fékk þannig nýtt og stærra hlutverk í lífinu, að bera sjálfan Guðssoninn, lyfta honum ögn upp til þess að mannfjöldinn sæi hann betur og bera hann inn í hina helgu borg. Og enn eru okkur þessi orð gefin: Herrann þarf hans við. Allir þeir, sem standa á hverju hausti í þeim erfiðu sporum að horfa á verk- efnið stóra og óþrjótandi og horfa jafnframt í eigin barm og finna þar fátt annað en synd, veikleika og vanmátt, fá þessi orð. Við erum lítilfjörleg og kraftlaus en hann helgar með snertingu sinni og nálægð. Herrann þarfnast mín. Hann vill nota hið lítilfjörlega og veika til þess að lyfta sér ögn upp svo að aðrir sjái betur. Hann vill nota mig til þess að bera sig, beint eða óbeint, til annarra, sem bíða. Herrann þarfnast mín og þín, það er engin spurning. Hann getur notað okkur. Hann hef- ur reyndar ekki kost á neinum nema þeim litlu og lítilfjörlegu. En það nægir ef hann fær að snerta og vera í nálægð þeirra. Þess vegna skulum við ekki örvænta þegar við horfum í eigin barm eða horfum í kringum okkur og sjáum hvarvetna upplausn og ringul- reið sem ekki virðist vera í mannlegu valdi að ráða fram úr. Guð leysir allan vanda en hann þarf e.t.v. þína hjálp. Þess vegna kemur þessi orðsending til þín í dag frá Drottni okkar og frelsara: Ég þarf þín með. Ég þarfnast þín. Það er stórkostlegt til þess að hugsa, að sjálfur Herrann, sjálfur konungur konunganna, sá sem allt vald hefur á himni og jörð, hann skuli þarfnast mín. En við skulum umfram allt muna og vita að Jesús Kristur, sonur Guðs og frelsari mann- anna, kemstþrátt fyrir allt af án mín, — en ég, syndugur og óhreinn og vanmegnugur, kemst ekki af — án hans. Hann vill nota hið lítilfjörlega og veika til þess að lyfta sér ögn upp svo að aðrirsjái betur. Hann vill nota mig til þess að bera sig, beint eða óbeint, til annarra, sem bíða.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.