Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1994, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.03.1994, Blaðsíða 4
Söguleg trú Astæða þess, að endurholdgun og kristin trú fara ekki saman er, að kristin trú er sögu- leg trúarbrögð. Grundvallaratriði kristinnar trúar er sögulegur hugsunarháttur. Biblían hefst á orðunum: „I upphafi skapaði Guð.“ Framhald þeirra orða er lýsing á sköpunar- verki Guðs, sem er raðað niður á sjö daga, þar sem eitt atriðið tekur við af öðru og að lokinni lýsingunni segir: „Og Guð leit allt, sem hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott.“ (1M 1.31) Framhald sköpunarsögunnar er lýs- ing á atburðum sem koma einn af öðrum og fela í sér samskipti milli Guðs og manna og milli mannanna sjálfra. Atburðimir benda fram á við, til sífellt stærri fyrirheita. Og hæst ber fyrirheitið um Messías, Krist, sem leiða mun í ljós yfirráð Guðs á tilverunni. I Nýja testamentinu er boðað, að Messías, Kristur, sé kominn. Nýja testamentið snýst allt um sögu Jesú. I guðspjöllunum er ævi hans rakin með hliðsjón af endalokum hans, sem eru dauði hans á krossi og upprisa hans frá dauðum. Þess vegna merkir endir sögu hans nýtt upphaf nýrrar sögu sem hinn upprisni Kristur innsiglar ásamt öllu lífi á jörðu: „Allt nýjum líkama. Dr. Einar Sigur- björnsson er prófessor í trúfrœiH við guðfrœðideild Háskóla Islands. vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum." (Mt 28.18, 19) Kristilegt líferni mótast af því hver sá Drottinn er sem hefur innsiglað allt líf og alla sögu í hendi sér. Endurholdgun Hugmyndin um endurholdgun byggist á gjörólíkum hugsunarhætti. Segja má, að meginstoðir endurholdgunarkenninga séu tvær. Önnur er hringrásarhugsun þar sem gengið er út frá því, að tilveran sé hringrás sí- felldrar endurtekningar. Hin er tvíhyggja, sem gengur út frá því, að efni og andi séu eðlis- óskyld fyrirbæri og sé andinn efninu æðra. Samkvæmt tvíhyggjunni er maðurinn sagður lifa á mörkum tveggja heima. Líkami hans er sagður tengjast hinum sýnlega, forgengilega veruleika og þar með bundinn hringrás efnis- legrar tilveru. Hvort tveggja, hringrásarhugs- unin og tvíhyggjan, er í mótsögn við annars vegar sögulegan skilning kristinnar trúar og hins vegar sköpunartrúna. I hindúasið og búddhadómi eru jjessar hug- Indverjar undirbúa lík- brennslu. Sálin er að skilningi hindúa fjötruð í líkamanum. Þegar líkaminn deyr og er brenndur losnar sálin úr þeim fjörtum. Vegna karma tekur hún sér bústað í 4 BJAPAAI

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.