Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1994, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.03.1994, Blaðsíða 12
Rœrr við húsvarðarhjón1 IESÚS LEITAR sem húsbóndinn reiðir fram úr glóandi vöfflu- jámi og smyrjum þær vel með sultu og þeytt- um rjóma. Guðlaugur Heiðar Jakobsson heitir hann, oftast nefndur síðara nafninu, og hefur meðal annars verið kokkur á skipi og rekið matstofu en er annars bifvélavirki, lærði á Höfn í Homafirði. - Ég er borinn og barnfæddur á bænum Bölta í Skaftafelli sem er í Öræfasveit. Það eru forréttindi að hafa alist upp í náttúrufeg- urðinni þar eystra. Frá Bölta blasir Hvanna- dalshnúkur við sjónum í austri og Lómagnúp- ur í vestri en Skeiðarársandur breiðir úr sér í sólarátt. - Þú hefur þá líklega kynnst hinum frægu Skeiðarárhlaupum? - Já, reyndar, og fyrst árið 1965. Hlaupin verða oft á um það bil fimm ára fresti. Mér er minn- isstæðust jöklafýlan. Brenni- steinsfnykurinn varð stundum svo megn að sumt fólk varð andvaka á nóttunni. Silungar drápust í ánni og einnig smáfuglar sem voru í grennd við flóðið. Það er jarðhiti í nánd við Grímsvötn í Vatnajökli, ísinn bráðnar og vatnið safnast í einhvers konar þró og þegar hún fyllist ryður vatnið sér braut um far- veg Skeiðarár. Húsvörðurinn er sonur Jakobs Guðlaugssonar, sem er látinn, og Guðveigar Bjarnadóttur. - Ég var trúhneigður drengur. Ég lærði bænir heirna og drakk í mig allt sem ég heyrði um Guð. Ég byrjaði í skóla níu ára gamall og var þá látinn vera á bæ skammt frá skólanum. Þar leiddist mér ákaflega og ég fór að gera Húsvarðarhjónin á Holtavegi. Og svo fór oð ég tók o móti Jesú Kristi sem frelsoro mín- um. Mig þyrsti í orð Guðs og ég drokk í mig ollt sem ég heyrði um Jesúm. Hamarshögg kveða við, rafmagnssagir suða og málningarlykt berst að vitum þeirra sem koma inn í nýbyggingu KFUM og K við Holtaveg í Reykjavík. Húsvörður hefur verið ráðinn til að hafa umsjón með félagsheimilinu og flutti hann í september ásamt konu sinni í íbúð á neðri hæðinni. Þar er engin málningarlykt. Tíðinda- maður Bjarma knúði dyra hjá hjónunum eitt kvöldið og bað um viðtal. Honum var boðið til stofu. Dernskon í foðmi fjollo Við spjöllum saman góða stund en byrjum á því að gæða okkur á heitum vöfflum 12 BJARMI

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.