Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1994, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.03.1994, Blaðsíða 22
Diblíuskólinn við HoIíq- veg fekinn fil sforfa I nóvember sl. var gengið frá und- irbúningsstofnun nýs biblíuskóla í eigu Kristilegu skólahreyfingarinnar, Landssambands KFUM og KFUK, Sambands íslenskra kristniboðsfé- laga og KFUM og KFUK í Reykja- vík. Formleg stofnun og fyrsti aðal- fundur var síðan 19. febrúar sl. Skól- inn hefur hlotið nafnið Biblíuskólinn við Holtaveg og á að vera biblíu- og leiðtogaskóli eignaraðila hans. Til- gangur skólans er að auka skilning á Biblíunni, vekja og viðhalda lifandi trú og gera menn hœfari til þjónustu í ríki Guðs. Er œtlunin að ná þeim tilgangi með ýmsum námskeiðum, ráðstefnum og bréfaskóla m.a. Skól- inn er sjálfstceð starfseining með eig- in stjórn. I stjórninni eiga sœti Bjarni Randver Sigurvinsson, Björg- vin Þórðarson, Helga Steinunn Hró- bjartsdóttir og Skúli Svavarsson. Til bráðabirgða var Ragnar Gunnarsson kristniboði fenginn til að gegna starfi skólastjóra. Fyrsta námskeið skólans, ALLT BREYTIST VIÐ BÆN, var lialdið laugardaginn 29.janúar. 85 manns sóttu námskeiðið og létu vel afþess- ari frumraun skólans. 28. febrúar hófst námskeið um grundvallaratriði kristinnar trúar undir heitinu GRAFIÐ FYRIR GRUNNI, en það námskeið er kennt alls fimm mánu- dagskvöld. Síðan var námskeiðið FJÖLSKYLDA OG HEIMILI - UPPELDI OG ÞROSKI haldið 5. mars. Var því einkum cetlað að vera hagnýtt námskeið fyrir foreldra og forráðamenn sem vilja veita börnum sínum trúarlegt uppeldi. Ncesta námskeið skólans er um Biblíuna, BYGGTÁ BJARGI. Kennt verðurfimm mánudagskvöld og byrj- að 18. apríl. Skráning og allar upp- lýsingar fást á Aðalskrifstofunni við Holtaveg, sími 678899. Einnig er stefnt að því að bjóða það námskeið sem bréfanámskeið nú í vor. Árgjold Djormo Um þessar mundir er verið að senda út gíróseðla til að innheimta árgjald BJARMA fyrir árið 1994. Gjaldið er kr. 2.400,- eða örlítið hcerra en á síðasta ári. Það er þó að- allega vegna þess að nú leggst 14% virðisaukaskattur á verð blaðsins. Askrifendur eru vinsamlegast beðnir að bregðast skjótt við og greiða gjaldið. A síðasta ári varð nokkur halli á rekstri blaðsins. Það er þó ekki vegna þess að kostnaðarútreikningar hafi verið rangir, heldur vegna þess að allnokkur hópur áskrifenda stendur ekki í skilunt og skuldar því árgjald síðasta árs og jafnvel lengra aftur í tímann. Það eru vinsamleg tilmœli til þeirra, sem ekki hafa greitt árgjald síðasta árs, að þeir hafi samband við Aðalskrifstofuna við Holtaveg og geri upp skuld sína. Síminn er 678899. Somkomur með sr. Ólofi Felixsyni Dagana 18.-20. febrúar sl. voru haldnar þrjár samkomur með sr. Ólafi Felixsyni undir yfirskriftinni „Jesús Kristur - kominn til að vera.“ Samkomurnar voru haldnar íBreið- holtskirkju í Reykjavík. Fyrstu tvcer samkomurnar voru kvöldsamkomur og voru þœr sœmilega sóttar. Síðasta samkoman var haldin síðdegis á sunnudegi og var hún mjög vel sótt eða af um 300 manns. Predikun sr. Olafs var lífleg og ákveðin en hann kom hingað að tilhlutan Samtaka um kristna boðun meðal gyðinga. Það voru KFUM, KFUK, KSH og SIK sem stóðu að samkomunum. Dœn Drottinn, ég þakka þér, þú hefur verið mér athvarf frá æskutíð öruggt og gott. Mistök mér yrðu á einatt ég mátti þá leita á fund þinn fljótt, frelsari minn. Bæn þó að bresti mig bind ég mitt traust við þig. Þú tekur málstað minn, miskunn ég hlýt. Andvörp mín eru þér orðalaus bæn frá mér. Örlætis oft ég nýt átölulaust. Náð þína met ég mest mér þegar yfirsést hryggð þín, er synd og sekt sækir að mér. Síst vil ég særa þig sem hefur frelsað mig, son Guðs, inér sendu h jálp, sigur mér gef. Arni Sigurjónsson STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN TÍSKUVERSLUN KRINGLUNNI 22 BJARMI

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.