Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1994, Síða 13

Bjarmi - 01.03.1994, Síða 13
í nýja félagsheimilinu OG LÆKNAR ýmis skammarstrik. En samviskan sagði til sín og ég bað Guð fyrirgefningar. Ég trúði því að Guð hefði heyrt bæn mína og þá fylltist hjarta mitt friði og gleði. Þetta varð mér dýrmæt stund. Ég vildi tilheyra þessum góða Guði. Seinna fjarlægðist ég Guð. Ég gat ekki tal- að við neinn um trú mína, fannst mér. Mig vantaði fyrst og fremst samfélag við trúað fólk. En Guð leiddi mig aftur til sín, skref fyrir skref. Ég þurfti að fara á spítala og las mikið í Nýja testamentinu sem þar var í náttborðinu og ég tók að biðja meira en áður. Svo kynntist ég konunni minni og við fórum að stunda kristilegar samkomur og þá eignaðist ég sam- félag við trúað fólk. Þessi verður moður- inn minn Eiginkona Heiðars er Ragnhildur Hjaltadóttir, dótt- ir Salóme Óskar Eggertsdótt- ur og séra Hjalta Guðmunds- sonar, prests í Dómkirkjunni. - Já, við Heiðar kynntumst í „syndinni", reykherberginu sem svo er kallað, á heilsuhæl- inu í Hveragerði, vorum þar eystra okkur til hressingar og reyktum bæði. Það var eins og við mig væri sagt að þessi mað- ur yrði eiginmaður minn þó að ég væri alls ekki í neinum hjónabandshugleiðingum. Og Heiðar á einhverja svipaða reynslu frá þessum tíma. Við vorum þarna þrjár vikur en töluð- um lítið saman fyrr en undir lok- Nýtt félagsheimili KFUM og KFUK i Reykjavík. Viku eftir dvölina var Heiðar kominn hing- að til Reykjavíkur og við fórum að kynnast nánar. Um reykingarnar er það að segja að við losnuðum bæði úr þeirri ánauð enda var beðið fyrir okkur með handayfirlagningu. - Prestsdótturinni hefur eflaust verið innrætt guðhræðsla og góðir siðir? - Foreldrar mínir kenndu mér bænir og ég var sífellt að hugsa unr Guð. Þegar ég var fjögurra ára fór ég að biðja pabba að lesa fyrir mig á kvöldin úr Biblíunni, ég sá að hann las mikið í henni sjálfur, og ég fékk að heyra einn kafla úr Nýja testameninu á hverju kvöldi. Ég man enn hvað ég varð snortin þegar Jesús sagði „talíta kúmí“ við dánu Okkur finnsf líko oð við höf- um köllun til oð biðjo með fólkir segir Heiðor, - ekki sísf þeim sem eru í kristilegu storfi og mikið mœðir o. BJAEMI 13

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.