Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1994, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.03.1994, Blaðsíða 20
Jóhonnes Tómason: Jóhannes Tómason er blaðamaður og blaðafulltrúi Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. Ávöxtur ond- ons er gœddur morgvíslegum eiginleikum. Þeir sem hofo kynnst þessum eiginleikum Ijúko upp ein- um munni um ogœti þeirro. 20 DJAPMI Tollfijóls ðo hollur óvöxtur Nýr ávöxtur barst fyrir nokkru til landsins, ávöxtur andans, en yfirvöldum er ekki full- kunnugt um upprunaland hans. Hann hefur því hvorki fallið undir skilgreiningar GATT né Evrópusamningsins og hafa tollayfirvöld, garðyrkjubændur sem og landbúnaðarráðu- neytið átt í erfiðleikum með að taka á þessu máli. Ávöxtur þessi hefur verið boðinn víða á landinu og hefur honum verið tekið misjafn- lega en besti kostur hans er trúlega af flestum talinn vera sá að hann er ókeypis. Ávöxtur andans er gæddur margvíslegum eiginleikum. Þeir sem hafa kynnst þessum eiginleikum ljúka upp einum munni um ágæti þeirra og að þeir geti á stundum gjörbreytt lífi þeirra sé hans neytt að staðaldri. Eiginleikarn- ir eru smitandi og hafa jafnvel þeir sem ekki neyta hans sjálfir orðið fyrir áhrifum af þess- um eiginleikum séu þeir í návistum við þá sem neyta þessa ávaxtar. Má segja að það ger- ist á svipaðan hátt og menn stunda óbeinar reykingar séu þeir í návistum við reykinga- menn en vitaskuld eru áhrif ávaxtarins mun jákvæðari en áhrif reykinganna. Samkvæmt upplýsingum sem Bjarmi hefur aflað sér kom ávöxturinn fyrst fram fyrir nærri tvö þúsund árum meðal fyrstu kristnu safnað- anna eftir að Jesús Kristur steig upp til himna og fól lærisveinum sínum að útbreiða ríki sitt og stofna kirkjur og söfnuði. Páll postuli gerir einna besta grein fyrir þessum ávexti í bréfi sínu til Galatamanna og geta lesendur kynnt sér nánari lýsingu hans þar en hingað til lands barst hann reyndar fyrir nokkrum öldum. Helstu áhrifin af ávexti andans og þau sem einkum koma fram í daglegu lífi manna eru þessi samkvæmt skilgreiningu Páls: Kærleik- ur, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og bindindi. Áhrifin geta þannig birst í mörgum myndum: Um- hyggja fyrir velferð náungans, gleði og friður vegna samfélagsins við Guð, langlyndi við verkefni sem reyna á þrautseigju, gæska og góðvild í umgengni á vinnustað, trúmennska við fjölskyldu og vini, hógværð í kröfum um lífskjör og bindindi í víðum skilningi. Áhrifin eru þó ekki varanleg nema ávaxtar- ins sé neytt reglulega. Neyslan getur farið fram í samfélagi kristinna hvort sem er í kirkju eða öðru samfélagi og hún gerist í bæn frammi fyr- ir Guði sem með anda sínum leggur börnum sínum þessi áhrif til. Til að styrkja þessi áhrif enn frekar er mönnum ráðlegt að leita eftir fé- lagsskap og samvistum við aðra áhugamenn um neyslu hans, ræða um hvar og hvernig auka megi þessi áhrif og afleiðingar þeirra. Einhvern veginn á þennan hátt getum við sett þessa löngu þekktu visku um ávöxt and- ans í nýtt samhengi til að skerpa með okkur vitundina um áhrif hans og brýna fyrir okkur sjálfum að leita ávaxtar andans. Sá sem kall- aður hefur verið til samfélags við Guð í Kristi Jesú verður einnig að vera höndlaður af and- anum. Þá um leið tekur hann að bera þennan augljósa ávöxt sem greint er frá hér að fram- an. Hvernig er það augljóst í lífi mínu? Hvenær var það augljóst síðast? Eða eru þessi áhrif kannski ekki svo ljós?

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.