Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.1997, Qupperneq 3

Bjarmi - 01.12.1997, Qupperneq 3
Gleðin, ábyrgðin og náunginn Gjafmildin er líklega aldrei meiri en í desember. Þá kaupum við ótal gjafir handa ættingjum og vinum og leggjum jafnvel eitthvað að mörkum í safnanir handa bágstöddum. Auk þess gerum við ýmislegt fyrir okkur sjálf, hressum upp á heimilið, kaupum okkur ný föt og gerum vel við okkur í mat og diykk. Neyslusamfélagið blómstrar þvi og allt tengist þetta jólahátíðinni með einhveijum hætti og á að stuðla að þvi að gera hana ánægjulegri fyrir okkur og aðra. Mitt í jólaundirbúningnum erum við minnt á að ekki hafa alfir það jafn-gott. Sumir eru einstæðingar og eiga fáa eða enga að. Með hveijum halda þeir jól? Aðrir eru sjúkir eða fátækir og eiga varla til hnífs og skeiðar. Ekki kaupa þeir tölvu á jólatilboði. Þetta er veruleikinn í okkar eigin samfélagi. Ef við horfum lengra út í hinn stóra heim komumst við að raun um að fjöldi fólks býr við hrikalega fátækt og örbirgð. Þar eru hvorki haldnar veislur né dýrum gjöfum útdeilt. Ef til vill finnst okkur óþægilegt að láta minna okkur á þetta á þeim tíma sem við ætlum einmitt að gera svolítið vel við okkur og fjölskylduna okkar. Ef til vill reynum við að útiloka þetta til að það spilli ekki jólagleðinni fyrir okkur. En getum við lokað augunum íyrir því að við berum ábyrgð á náunga okkar? Einhver kann að benda á að við getum nú ekki komið miklu til leiðar til að bæta kjör fólks eða veita því aðstoð sem kemur að gagni. Það er rétt að við munum ekki koma neinni byltingu til leiðar með litlu framlagi hér eða smáaðstoð þar. En vlð erum samt í þeirri stöðu að þurfa að gera það upp við okkur hvort náungi okkar og aðstæður hans skipti okkur einhveiju máli. Og þó að við getum ekki umbylt kjörum og aðstæðum fólks er augljóst að við getum komið miklu til leiðar ef okkur er ljós ábyrgð okkar og umhyggjan og kærleikurinn nær tökum á okkur. Jesús var eitt sinn spurður: „Hver er þá náungi minn?“ (Lúk. 10:29). Slík spuming getur verið heiðarleg og sprottin af löngun til að komast að raun um hveijum við getum hjálpað. En hún getur líka verið borin fram til þess að afsaka ábyrgðarleysi okkar eða takmarkaða umhyggju. Jesús kennir okkur hins vegar að spumingin sé röng og bendir á að við eigum að spyrja að því hvemig við getum reynst náungi hverjum þeim sem þarf á okkur að halda (Lúk. 10:36). Við undirbúum jól og það er vissulega tilefni til að halda hátíð og gleðjast yfir því að Guð gaf okkur son sinn til að frelsa okkur úr fjötmm syndar og dauða. En sú gleði fær nýja dýpt þegar við tengjum jólaboðskapinn við ábyrgðina á náunganum. Kærleikur Guðs birtist í því að hann gaf okkur allt í syni sínum Jesú Kristi. Okkur ber að elska hvert annað eins og Guð hefur elskað okkur (1. Jóh. 4:11). Gleðin yfir kærleika Guðs sem á að einkenna jólin fullkomnast því í því að við berum umhyggju fyrir þeim sem eru hjálpar þurfi og styðjum þá sem þurfa á aðstoð okkar að halda. Guð gefi okkur gleðileg jól í Jesú nafni. Kristilegt tímarit Útgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: GuðmundurKarl Brynjarsson, Henning Emil Magnússon og Kjartan Jónsson. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, pósthólf 4060,124 Reykjavík, sími 588 8899, bréfsími 588 8840. Árgjald: Kr. 2.700,- innanlands, kr. 3.200,- til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Verð i lausasölu kr. 500,-. Umbrot og útlit: Áhrif ehf - Kringlunni 6. Ljósmyndir: Kristján Einar Einarsson o.fl. Prentun: Borgarprent. Efni: Staldrað við: Gleðin, ábyrgðin og náunginn........ 3 Hjalti Hugason: Ábyrgð á náunganum í neyslusamfélagi .................... 4 Sannur kristindómur hlýtur að kalla til ábyrgðar og þjónustu Rætt við Jónas Þórisson framkvæmda- stjóra Hjálparstofnunar kirkjunnar.... 7 Jón Ármann Gísiason: Jólahald hjá Hjálpræðishernum.........10 Katherine Williams: Kvöldið sem Matteus sagði: „Þar náði ég þér loksins!"............12 Sr. Kristján Valur ingóiisson: ... og hvað mun syngja englaraustin bliða?...................14 Á mörkum lífs og dauða Viðtal við Sigvalda Björginsson og Eddu Ýr Guðmundsdóttur um erfiða lífsreynslu þeirra fyrir siðustu jól..16 „Mikilvægt að kirkjan starfræki bókaútgáfu" Rætt við Eddu Möller um jólabækurnar hjá Skálholtsútgáfunni..................21 Jótasveinarnir Guðmundur Karl Brynjarsson og Kjartan Jónsson skrifa með og á móti ...........22 Köllunin er kjölfestan Rætt við kristniboðana Margréti Hróbjartsdóttur og Benedikt Jasonarson..................24 Sigríður Halldórsdóttir: Jesús Kristur - Ljósið sanna: Hann sem er og var og kemur.............28 Margrét Eggertsdóttir: HérandarGuðs blær.......................30

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.