Bjarmi - 01.12.1997, Side 4
Hjalti Hugason
Hættur
neyslusamfélagsins
í neyslusamfélagi mótar neysla óhjá-
kvæmilega gildismat. Hún hefur t.d.
áhrif á hugmyndir okkar um lífs-
hamingju og manngildi. Hamingjan felst
í því að vera með, vera virkur, taka þátt
í lífinu, ganga í takt við samfélagið —
vera eins og hinir. í neyslusamfélagi
felst þetta í því að versla eða krækja
með öðru móti í sína sneið af kökunni.
Gildi okkar bæði í augum sjálfra okkar
og annarra fer síðan mjög eftir því
hvemig okkur tekst upp og hver hlutur
okkar verður í samanburði við hina.
Þessi áhrif neyslusamfélagsins ná oft
langt inn á svið trúarinnar þar sem
marga grunar að afkoma okkar og
velgengni standi í réttu hlutfalli við þá
velþóknun sem við njótum hjá Guði. Við
teljum með öðmm orðum að Guð meti
okkur með sama kvarða og við leggjum
bæði á sjálf okkur og aðra, mælikvaða
neyslunnar. Þetta er í raun eldforn
hugsun. í Gamla testamentinu koma
svipuð viðhorf viða fram. Blessun Guðs
er talin sýna sig í góðri uppskeru, fjölda
sona og löngum lífdögum. — Ætli flest
samfélög séu í raun ekki neyslusamfélög
aðeins í misrikum mæli?
Það er þama sem hættur hins harða,
hreinræktaða neyslusamfélags liggja, þ.e. í
gildismati þess. Það slævir vit und okkar
fyrir þeim vemleika að vegir Guðs em ekki
okkar vegir. Það lokar einnig augum okkar
fyrir þeirri staðreynd að handan neyslu-
samfélagsins leynist annað samfélag þar
sem hinir hæddu, hijáðu og hrelldu em
sælir af þvi að þeir eiga framtíðina fyrir sér.
Þar ríkja gildi sem sýnast um flest
fullkomin andstæða þess verðmætamats
sem ráða ferðinni í neyslusamfélagi.
Skuggahlið neyslusamfélagsins felst af
Við lifum í neyslusamfélagi. í
því felst að neysla af ein-
hverju tagi — einkaneysla eða
samneysla — er einn af
þeim frumkröftum sem
knýja samfélagið áfram.
Samfélag er og verður
nefnilega ætíð á
hreyfingu. Neysla
skapar eftirspurn,
markað og kallar
því á framboð.
Hún skapar
a t v i n n u ,
viðskipti og
veltu. Af
þ e i m
sökum er
neysla af hinu
góða. í neyslusam-
félagi telst það ekki
dyggð að vera neyslu-
grannur. Að þessu leyti
er hugtakið neyslu-
samfélag hlutlaust og
það er hvorki ástæða
til að óttast né
fordæma þann veru-
leika sem það lýsir.
Við þurfum ekki að
hafa samviskubit yfir
því að vera fullgildir
þátttakendur í
neyslusam-
félgi. — Þó
hefur það
aðra hlið
sem gerir það að
verkum að við verð-
um að vera á verði.
Ábyrgð á
t