Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1997, Síða 6

Bjarmi - 01.12.1997, Síða 6
standa höllum fæti og svifta okkur til- finningu fyrir félagslegri ábyrgð. Neyslusamfélagið er ekki alltaf jafn- sýnilegt. Nú stendur raunar yfir sá tími þegar það blasir við i sinni skýrustu mynd, þ.e. um aðventu ogjól. Þá stendur veislan sem okkur sumum er boðið til hæst og við „leyfum okkur rnest". Skraut- ið sem við byggjum upp umhverfis okk- ur er í raun umgjörð eða leiktjöld íýrir þann gleðileik sem við sum ætlum að leika og bjóða öðrum að horfa á, hvort sem þeir koma nú til með að klappa okkur lof í lófa eða ekki. Ef til vill stendur nú líka yfir sá timi sem við höfum versta samvisku af því að vera fullgildir leik- endur í neyslusamfélaginu. Einnig í þvi efni höfum við komið okkur upp leik- reglum. Við gefum í jólapottinn hjá Hjálpræðishernum, sendum fötin sem við notuðum í íyrra til Rauða krossins, kaupum kerti af Hjálparstofnun kirkj- unnar og styrkjum fleiri góð málefni en nokkru sinni íyrr. Þetta er gott og gilt, en felur þó aðeins í sér plástur á sár í stað varanlegrar lækningar. Viðurkennum við gildismat neyslusamfélagsins? Sú dapurlega niðurstaða sem blasir við eftir þá umræðu sem hér hefur verið höfð í frammi er harla ófrumleg. Við höfum oft áður mætt sama boðskap og hann er væntanlega alltaf jafn-niður- drepandi, til þess eins fallinn að fylla okkur vonleysi og draga úr okkur kjark til allra góðra verka. Tilgangur minn með skrifunum var þó ekki að vekja hjá þér slæma samvisku og óska þér síðan gleðilegra jóla i Guðs friði! Til þess hef ég ekkert leyfi. Ég tek líka fullan þátt í látbragðsleiknum og fæ mikið út úr því — ekki síst á aðventu og jólum. í mín- um huga er það ljóst að til þess að halda hátíð og gleðjast þurfum við á táknum að halda, siðum og venjum sem hafa ákveðna og gamalgróna merkingu. Leiktjöldin sem ég nefndi áðan og öll sú neysla sem einkennir jólahald okkar er hluti af slíkum táknheimi. Af þeim sök- um getum við ekki án þeirra verið, a.m.k. ekki að öllu leyti. Ef við höfnum þeim táknum sem við hingað til höfum tamið okkur munum við aðeins koma Það sem máli skiptir þegar til lengri tíma er litið er aftur á móti hvaða afstöðu ég tek til neyslusamfélagsins sem slíks, leikreglna þess og gildismats. Ætla ég að ganga út frá því að veruleiki þess sé hinn eini sanni Veruleiki? Eða ætla ég að leita einhvers handan hans? Ætla ég að láta eins og leikreglur neyslu- samfélagsins sé fullgildar? Eða ætla ég að spyrja hvort þær feli í sér Réttlæti? Ætla ég að kyngja því miskunnarlausa lögmáli að við fæðumst öll eins, tóm- hent og allsber? Eða ætla ég að viður- kenna að maðurinn sé meira en skrokk- ur, að hann búi einnig yfir sálrænum, andlegum, tilfinningalegum og félags- legum veruleika sem geri það að verk- um að við stöndum missterk að vígi í kapphlaupinu um gæðin? Ætla ég að fallast á að samkeppnin fari hér eftir sem hingað til fram á forsendum hins sterka? Eða ætla ég að krefjast þess að hlutur hins veika verði réttur? Hér er ekki beðið um slæma samvisku, léglegar afsakanir á eigin þátttöku í neyslusamfélaginu (sem er sjálfsagt ekkert ögfgakennd!) né um persónuleg góðverk, því síður sjálfsafneitun og okkur upp nýjum og þau munu einnig kosta peninga. Mér er lika ljóst að þótt ég seldi allar eigur mínar og deildi þeim út á meðal þeirra sem minna hafa handa í milli hefði ég engan vanda leyst, nema e.t.v. minn eiginn. Hinn bágstaddi væri engu bættari að fáum dögum liðnum. Ég hefði hins vegar að eigin dómí tekið mér sæti í hópi dýrlinga. Vart yrði heimurinn betri við það. meinlæti. Hér er heldur ekki verið að spyija um pólitíska aftöðu í venjulegum skilningi þótt svo kunni að virðast. Hér er spurt um gildimat og félagslega ábyrgð. Það eru vangaveltur sem við fáum ekki undan vikist til lengdar nema við séum alveg sannfærð um að utan neyslusamfélagsins sé engan Veruleika og ekkert Réttlæti að finna. Hvað heldur þú?

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.