Bjarmi - 01.12.1997, Qupperneq 7
Gunnar J. Gunnarsson
Sannur kristindómur tilýtur að kalla til
ábyrgðar og þjónustu
Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar.
Rætt við Jónas
Þórisson
f 'ra mk v æ mclas IJ ó ra
Hj cilpors íofn uiicir
kirkjunnar
Aðventan og jólin endurspegla á
vissan hátt misjöfn kjör fólks.
Sumir hafa nóg af öllu meðan
aðrir þurfa jafnvel að leita til
hjálparstofnana og samtaka til að geta
haldið fábrotin jól. Hjálparstofnun kirkj-
unnar er ein þeirra stofnana sem ber
mikið á á þessum árstíma. Þá fer fram ár-
leg söfnun til hjálparstarfs erlendis en
jafnframt þiggja margir hér á landi aðstoð
stofnunarinnar. Bjarmi spurði Jónas
Þórisson, framkvæmdastjóra Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar, að því hve mikill
þáttur aðstoð hér innanlands væri í starf-
seminni.
- Samkvæmt skipulagsskrá er innan-
landsaðstoð annar meginþáttur í starf-
semi Hjálparstofnunarinnar. Hún á að
hafa forgöngu um og samhæfa hjálpar-
starf íslensku kirkjunnar innanlands
sem utan. Innanlandsaðstoðin hefur
alltaf verið ríkur þáttur í starfseminni.
Hér áður fyrr var hún fyrst og fremst
stuðningur við ýmis félagasamtök og
hópa, t.d. Sjálfsbjörg og aldraða, en
undanfarin sjö ár hefur þetta breyst
mikið í að verða neyðaraðstoð við ein-
staklinga.
Hefur aðstoðin við einstaklinga hér á
landi aukist á undanjomum ámm?
- Aukningin hefur orðið gífurleg frá
árinu 1990. Þá afgreiddum við um 70
umsóknir á einu ári, en á bak við hverja
umsókn geta verið nokkrir einstaklingar.
Á síðasta starfsári afgreiddum við hins
vegar 1250 umsóknir á átta mánaða
tímabili. Við þurftum að loka fyrir innan-
landsaðstoðina í íjóra mánuði vegna þess
að það sem við höfðum til hennar var
uppurið. Á ársgrundvelli er þarna um
að ræða 55% aukningu á milli ára.
Hverjar telurðu að ástæðurnar séu
Jyrír þessarí miklu aukningu?
- Að mínu mati eru ástæðumar fyrst
og fremst staða öryrkja og atvinnu-
lausra. Það segir sig sjálft að þeim sem
þurfa að lifa nær eingöngu á bótum hins
opinbera og greiða fyrir þær húsaleigu,
kaupa lyf og fæði og klæði gengur illa að
láta enda ná saman þar sem bætumar
sem samfélagið greiðir þeim eru ekki
það háar. Það segir sína sögu að 47%
þeirra sem komu til okkar á sl. starfsári
voru öryrkjar, atvinnulausir 21% og
einstæðir foreldrar 15%.
Dugir að veita þeim einhverja aðstoð
sem leita til stojhunarinnar? Þarf ekki að
ráðast að rótum vandans og reyna að
skapa réttlátara þjóðfélag?
- Fyrst vil ég taka fram að þessi
aðstoð sem við veitum er neyðaraðstoð.
Við erum yfirleitt ekki að leysa vanda
fólks varanlega þótt dæmi séu sem bet-
ur fer um að það hafi tekist. Þetta er
neyðaraðstoð þar sem verið er að hjálpa
fólki í nokkra daga, t.d. fram að þvi að
það fær næst útborgaðar bætur. Fólk á
z